Leita í fréttum mbl.is

Stundin okkar

á er vinsælt barnaefni hér á Íslandi. Allskyns vinsælar dúkkur leika þar aðalhlutverkin og ungir sem aldnir skemmta sér vel.

En skoðum aðeins hvernig svona barnaþáttur hljómar í Palestínu:

https://www.youtube.com/watch?v=X8fRMqWOBuM

Sé ég þarna ekki betur en að  Mikki Mús sé farinn að prédika um pólitík, hefndir og dauða yfir hinum óguðlegu óvinum?

Skyldi vera líklegt að þau börn, sem hafa búið við þessa innrætingu lengi, aðlagist íslensku samfélagi fljótt og vel þegar leiðarahöfundur  Fréttablaðsins hefur ættleitt þau? 

Fróðleg Stund  fyrir þá sem hugsa um innflytjendamál. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég sé nú ekki sérstaklega sáð hatri í garð Ísraela og Bandaríkjamanna meira en hægt er að komast hjá þegar saga Palestínu og staða hennar er kynnt.

Það sem þarna kemur fram eru upplýsingar um það að Palestína hafi verið hernumin af Ísraelum og að þeir hafi rænt landi þeirra og kúgað þá grimmilega með aðstoð Bandaríkjamanna. Síðan segjast þeir treysta guði fyrir því að þeir nái að enduirheimta land sitt aftur frá þessum níðingum þeirra.

Þetta er í takti við staðreyndir málsins. Ísraelar hafa hernumið land þeirra og kúgað þá grimmilega ásamt því að ræna stöðugt meira og meria af landi þeirra og njóta til þess dyggs stuðnings frá Bandaríkjamönnum.

Í þessu efni má velta fyir sér hvort fólk í hernumdum löndumn Þjóðverja í síðari heimstyrjöld hafi talað betur um Þjóðverja við börnin sín en þarna er gert gagnvart Ísraelum? Er það ekki alvanalegt hjá þjóðum sem verða fyrir mikilli grimmd og kúgun annarrar þjóðar að foreldrar þar tali illa um kúgarana við börnin sín?

Sigurður M Grétarsson, 9.7.2014 kl. 22:18

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurður M.

Það er greinilegt að þú veist jafn lítið um þetta mál eins og lóðir undir kristin trúfélög í Kópavogi !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.7.2014 kl. 00:07

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Predikarinn. Hvað er það nákvæmlega sem ég segi rangt hér eða hef sagt rangt um lóðir undir kristin trúfélög í Kópavogi?

Hafa Ísraelar ekki hernumið land í eigu Palestínumanna?

Eru Íslraelar ekki að ræna landi af Palestínumönnum? Af hverju eru þá landtökubggðir þeirra skilgreindar sem ólöglegar hjá Sameimnuðu þjóðunum?

Hafa Ísraelar ekki verið að drapa og limlesta saklausa Palestínumenn? Hvernig skýrir þú þá dráp þeirra á yfir 100 Palestínumönnum seinustu daga þar sem meirihluti þeirra eru almennir borgarar þar með talin björn? Og hvað með þau hundruð sem þeir drápu árið 2012 og þá 1.500 sem þeir drápu fjórum árum fyrr? Hvað með þær þúsundir Palestínumanna sem þeir hafa drepið frá því Indifata uppreisn Palestínumanna hófst?

Hvað með þá herkví sem Ísraelar hafa haft Gasa í árum saman þar sem þeir hindra flutning nauðsynjavara inn á þetta eitt af þéttbýlustu svæðum jarðar?

Sigurður M Grétarsson, 10.7.2014 kl. 20:27

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurður M.

Þú sagðir þær ókeypis, auk þess sem að lóðin á hæðinni hafi bærinn gefið.

Skrifa betur á eftir um hin hálf-sannindin og ósannindin sem þú berð á borð núna,  .

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.7.2014 kl. 21:26

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Veistu ekki að tyrkir (Ottóman) áttu í 5-600 ár allt þetta svæði sem Ísrael er núna, Gaza og Jórdanína og víðar.

Um og fyrir aldamótin 1900 keyptu auðugir Hebrear stóran part af þessu öllu með löglegum hætti af tyrkjum, mun stærra svæði en nú er Ísrael og Gaza.

Arabar voru engir frumbyggjar þarna. Á þessum tíma var þetta ekki eftirsótt svæði enda fremur hrjóstrugt og gróðursnautt. Bedúinar voru með fénað sinn á flakki þarna eftir árstíma.

Það var ekki fyrr en Hebrear fóru að brjóta landið til ræktunar eftir kauoin sem fyrr eru nefnd, gera áveitur og rækta og planta að allir vildu Lilju kveðið hafa, sérstaklega arabarnir.

Minnir verulega á Litlu gulu hænuna sem fann hveitifræ. Enginn vildi hjálpa henni að herfa akurinn, sá né hugsa um og síðan þreskja eða baka. Þegar brauðið var tilbúið koma Salman Tamini og hans fólk og vilja fullbúið brauðið - og leggja ekkert til nema eldflaugaárásir á saklausa borgara Ísrael, með sjálfsmorðssprengjumönnum á markaðstorgum, pizzastöðum og strætisvögnum. Með huglausum arabaleyniskyttum úr nálægum hæðum og annað auvirðilegt og huglaust. Þeir nota eigin börn og gamalmenni sem skildi fyrir hryðjuverkastarfsemi sína í fullkomnu hugleysi jins auvirðilega manns.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.7.2014 kl. 01:33

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er nú meira kjaftðið hjá þér Predikari. Í fyrsta lagi þá er það rangt að Palestínumennirnir þarna séu uppi til hópa aðflutt fólk. Flestir þeirra geta rakið ættir sínar þarna um slóðir í hundruð ef ekki þúsundr ára. Þarna hafa búið menningaþjóðir í að minnsta kosti fimm þúsund ár og eru þetta afkomendur þeirra sem þar hafa búið þann tíma.

Það eru fyrst og fremst Gyðingarnir sem eru aðfluttir. Talið er að árið 1700 hafi um 1% íbúa á þessum svæði verið Gyðingar og um 2% árið 1890 áður en innflutningur Gyðiga hófst þarna í stórum stíl. Sumir þessara innfluttu Gyðinga keyptu land eins og þú réttilega segir en þegar skiptingin var ákveðin var þetta um 6% af jarðnæðið þarna. En það að kaupa jörð í tilteknu landi gefur mönnum ekki rétt til að stofna þar nýtt ríki svo ekki sé talað um ef menn ræna svo megninu af landi þeirra sem áttu hin 94%.

Árið 1947 voru Gyðingar orðnir um þriðjungur íbúa þarna og eigendur um 6% af jarðnæði þarna en samt ákváðu Sameinuðu þjóðirnar skiptingu landsns þar sem Gyðingar fengu um 55% landsins. En áður en það gerðis hófu hryðjuverkasveitir Zíonista að fremja fjöldamorð á Palestínumönnum með hótunum um að drepa þá sem ekki færu burt. Í kjölfar fjöldamorðanna í þorpinu Deir Jassin flýðu yfir 700 þúsund Palestínumenn til nágrannaríkja og mynda þeir nú stærsta flóttamannahóp veraldar sem er orðin yfir 4 milljónir í dag. Ísraelar rændu síða landi þessa fólks og bæði úthlutuðu Gyðingum því en einnig eru samyrkjubú þeirra á ladi sem ísralesk yfirvöld rændu með þessum hætti.

Árið 1967 réðust Ísraelar á nágrannaríki sín og rændu þannig enn meira af land Palestínumanna auk þess að ræna landi af nágrannaríkjum sínum. Þeir hafa skilað aftur því landi sem þeir rændu af Egyptum eftir friðarsamninga við þá en hafa ekki skilað meira landi.

Ísralar hafa eftir þetta sölsað undir sig enn meira landi með ólöglegum landránsbggðum sínum sem eru um allan Vesturbakkan. Við það hafa þeir eyðilegt mikoð af húsnæði Þeir hafa einnig rutt niður ólífutrjám þeirra í stórum stíl og þannig tekið lífsbjörgina frá mörgum þeirra. Eins ræna þeir vatnsbólum þeirra til að nota fyrir landránsbyggðirnar. Með þessu halda þeir áfram þeim þjóðernishreinsunum sem þeir hafa ástundað frá upphafi með það að markmiði að ræna öllu eða nánast öllu landi Palestínumanna.

Sigurður M Grétarsson, 14.7.2014 kl. 19:06

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurður M.

Og trúir þú raunvferulega að flest það sem þú segir sé allt rétt ? Vissulega fléttast einstaka sannleikskorn inn á milli eins og þegar Dan Brown sinci lykilinn að hann gerið eina fjöður að heilu aligulabúi.

Það er tilgangslaust að þræta við menn eins og þig því þið látið ekki góða sögu gjalda sannleikans.

Er Kópavogur enn að gefa kristnum söfnuðum lóðir ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.7.2014 kl. 19:38

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég set nú hér inn mér til tímasparnaðar góða samantekt Helga á síðu Sleggju og Hvells :

„umir sem hér tjá sig eru alveg ólesnir og hafa látið blekkja sig með einhliða fréttaflutningi. Það er miður :-(

Stjórnvöld í Palestínu stuðla beinlínis að ofbeldi og þá er ég ekki bara að tala um Hamas, Islamic Jihad og vopnabræðra þeirra heldur Fatah líka en talað er um Fatah sem hófsamt fyrirbæri:

https://www.youtube.com/watch?v=sIgQWG-KItg

Af hverju er ekki sagt frá þessu hérlendis? Hver er skoðun Ísland-Palestína á þessu?

Ísraelsmenn hafa ekki hertekið land sem svokallaðir Palestínumenn gera nú tilkall til. Palestínumenn eru uppfundin þjóð sem varð ekki til fyrr en upp úr árinu 1960.

Það sem félagið Ísland-Palestína og fleiri annað hvort vita ekki eða tala ekki um er að árið 1695 var framkvæmt manntal í Palestínu. Með því að skoða það sést að það ár var ekki eitt arabískt eða palestínskt nafn á svæðinu. Landið var á þessum tíma óræktað og afar fáir bjuggu þar, aðallega í bæjum á borð við Jerúsalem, Jaffa og fleiri.

Svo væri gaman að fá að heyra frá Íslandi-Palestínu varðandi eftirfarandi:

1) Hvað eru Hamas, vopnabræður þeirra og Fatah að gera núna til að undirbúa stofnun lífvænlegs palestínsks ríkis? Á hverju ætlar framtíðarríki Palestínumanna að lifa? Ætla Palestínumenn sér að lifa á ölmusu eins og þeir hafa gert hingað til?

2) Hvernig hafa Palestínumenn hugsað sér að samskiptum við t.d. Ísrael verði háttað eftir að þeir eru orðnir fullvalda ríki?

3) Hvað vilja Hamas liðar og vopnabræður þeirra gera við þá sem nú byggja Ísraelsríki ef Hamas og Fatah geta ekki hugsað sér að búa í bróðerni við Ísraela? Á að senda þá í burtu eða á að drepa þá?

Hvað með þennan svokallaða palestínska flóttamannavanda? Varðandi flóttamannavandann væri gaman að heyra hvað Ísland-Palestína hafa að segja:

https://www.youtube.com/watch?v=g_3A6_qSBBQ

Sjaldan veldur einn er tveir deila en aðalástæðan fyrir því hve miklu munar í mannfalli milli deiluaðila er sú staðreynd að á Gaza hika menn ekki við að geyma vopn á heimilum sínum innan um fjölskyldumeðlimi sína og að nota fólk sem mannlega skyldi. Ísraelar nota sín vopn til að skýla almennum borgurum en í Gaza nota menn almenna borgara til að skýla vopnum sínum:

https://www.youtube.com/watch?v=CMO-_qEpgg0

https://www.youtube.com/watch?v=4ayyXgRVWHk

Ísraelar hafa sömuleiðis reynt eftir megni að vara almenna borgara við:

https://www.youtube.com/watch?v=7yvQz3SQxGI

Hér sést greinilega að sumir á Gaza fara að fyrirmælum yfirvalda á Gaza um að fara upp á hernaðarskotmörk svo þau séu ekki sprengd:

https://www.youtube.com/watch?v=VTArVIHDelg

Í annan stað hefur Iron Dome kerfið staðið sig afar vel, tekur um 90% þeirra eldflauga sem stefna á byggð í Ísrael. Ég var á sínum tíma að vonast til að tilkoma þess kerfis myndi auka verulega líkurnar á friði þarna en því miður hafði ég algerlega rangt fyrir mér varðandi það :-(

Það er því miður alveg vonlaust að semja frið við Hamas og skoðanabræður þeirra á Gaza. Höfum í huga að 2005 fóru Ísraelsmenn frá Gaza og þá höfðu Palestínumenn tækifæri til að gera þar eitthvað uppbyggilegt. Hvað hafa þeir gert? Þeir hafa notað svæðið til að gera árásir á Ísraela. Þetta er nú meiri friðarviljinn! Af hverju láta fjölmiðlar fólk sem talar máli Palestínumanna hérlendis ekki svara nokkrum þessara einföldu spurninga sem ég bar upp hér að ofan? Eru fjölmiðlar hliðhollir Palestínumönnum? Eru fréttamenn svona illa að sér?

Ég vonast eftir friði þarna en til þess að svo sé hægt þurfa báðir aðilar að vilja frið, í bili skortir algerlega friðarvilja af hálfu Palestínumanna :-( Ef alþjóðasamfélagið hættir að gefa þeim peninga gæti það breyst, menn borða ekki vopn.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.7.2014 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband