Leita í fréttum mbl.is

Orphanides

bankastjóri hefur frá mörgum hliðstæðum í kýpversku efnahagslífi og við það íslenska að segja í Morgunblaðinu. Hann lýsir því hvernig Kýpverjar þurfi að berjast við draug kommúnistastjórnarinnar á Kýpur 2007-2013 sem eyðilagði bankakerfið og fjötraði eyjuna í gjaldeyrishöftum. Íslendingar þurfa enn að glíma við svipaðar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar gerða næstliðinnar ríkisstjórnar í formi  Evrópuáróðurs , bankakreppu  og gjaldeyrishafta.  

Hann lýsir því glögglega hvernig Evrópusambandið er ólíkt Bandaríkjunum í því að þar ganga ekki allir í takt. Hver ríkisstjórn vinnur að sínum hagsmunum án tillits til hagsmun þess næsta mótsett við alríkið í Bandaríkjunum þar sem allir vinni að sama marki.  Öfugt við Evropusambandið segir Orphanides er þetta atriðið sem skiptir máli: "Það er vegna þess að hvert ríki evrusvæðisins hefur neitunarvald sem það getur beitt hvenær sem annað aðildarríki þarf á tímabundinni aðstoð að halda."

"Hann ráðleggur Íslendingum jafnframt að taka ekki upp evruna. Hinn pólitíski óstöðugleiki í Evrópu sé slíkur að það væru mistök fyrir hvaða ríki sem er að fara inn á evrusvæðið undir núverandi kringumstæðum. Hann segir evrusvæðið ekki vera sjálfbært til langframa. »Ef við getum ekki stigið skrefið áfram og aukið pólitískan samruna á evrusvæðinu ættum við að vinna í þá átt að liða evrusvæðið í sundur og hverfa aftur til stöðugra umhverfis.«"

Furðulegt er hvernig hópar af stjórnmálamönnum Samfylkingarinnar og hinum nýja væntanlega flokki Benedikts  geta haldið því fram að upptaka evru og innganga í ESB sé  allra meina bót. Rödd Íslands muni heyrast meðal þjóða þess þegar kemur að því að stjórna hafsvæðunum um hverfis Ísland. Fyrir það séu öllu til hættandi.

Orphanides segir svo:" »Það sem er svo sorglegt er að í tilviki evrusvæðisins voru það ákvarðanir stjórnvalda sem leiddu til þess að önnur kreppa skall á, á árunum 2011 og 2012. Hún hefur jafnan verið kölluð evrukreppan."

Og enn:"»Í stað þess að vinna saman að því að halda heildartapinu í skefjum hefur pólitíkin gert það að verkum að ríkisstjórnir einbeita sér frekar að því að færa kostnaðinn hver yfir á aðra." 

Og Orphanides segir um samvinnuna innan Sambandsins:"Ákvörðunin um að takmarka frjálsa fjármagnsflutninga var ekki ætluð til að hjálpa Kýpverjum í glímunni við evrukreppuna, heldur frekar til að valda kýpverska fjármálageiranum enn meiri skaða. Það var hentugt fyrir aðra ríkisstjórn í Evrópu, þá þýsku, að fá því framgengt.« "

Aðspurður segir Orphanides um hvort Íslendingar eigi að taka upp Evru." »Alls ekki. "

Og enn hnykkir hann á:" "Ef ekki finnst lausn á kerfisgöllum evusvæðisins, þannig að ríkisstjórnir álfunnar geti unnið í sameiningu, þá er það ekki neinum ríkjum í hag að taka upp evruna. Ég held því reyndar fram að það hafi verið mistök að byggja evrusvæðið í núverandi mynd."

Ummæli svo reynds manns sem kemur beint innan úr Evrópukerfinu ættu að vega þyngra en skólaspeki hinna íslensku" Evrufræðinga". Líklega er þjóðin um það bil búin að sjá í gegn um það moldviðri.

Orphanides er góður gestur til að opna augu okkar fyrir því hvað Evrópusambandsaðild þýðir í raun og veru fyrir Íslendinga.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi "varnaðarorð" Aristotelesar Orphanides duga örugglega ekki til að opna augu INNLIMUNARSINNANA.  Þeim virðist bara alls ekki viðbjargandi............

Jóhann Elíasson, 10.7.2014 kl. 12:10

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jóhann, sumum er gefinn sá hæfileiki að heyra aðeins það sem þeir vilja heyra og filtera allt annað út. Þeir eru rökheldir eins og Salman Tamini til dæmis myndi vera ef þú vildir rökræða við hann um gildi Kóransins og boðorða spámannsins.

Halldór Jónsson, 10.7.2014 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband