Leita í fréttum mbl.is

Ný orkuver!

er umræðuefni vísindamannsins Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings í Stykkishólmi.

Mér finnst allrar athygli vert að Íslendingar búa í nánd Grænlands þar sem Kínverjar eru við námavinnslu í vaxandi mæli. En við ræðum einu sinni ekki aðkomu að slíkum verkefnum. Hvað þá að ræða kosti og lesti Þóríum orkuvera. Við erum eins og fastir í þeirri grillu að orkuauðlindir Íslands séu ótæmandi. Það er bara ekki svo.
  Okkar vísindamenn hafa þekkinguna sem til þarf.  Ræðum þessar Þóríum orkuleiðir í alvöru.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þóríum orkuver voru nokkuð í umræðunni hér á síðum blog.is fyrir um tveim árum síðan, Halldór. Grein Haraldar er nokkuð góð og segir þessa sögu í stuttu máli. Hann kemur aðeins inná þátt Bandaríkjanna í sínum pistli, en þó ekki nóg.

Upphaf þessa má rekja til ársins 1828 þegar Norskur námamaður fann þetta efni og lét Sænskann jarðfræðing fá það. Hann nefndi þetta þóríum, eftir ásaguðnum.

Um aldamótin 1900 sem fyrst var farið að kanna þetta efni af einhverju viti, þó tilvist þess hafi verið kunn um nokkurt skeið. Þær tilraunir döguðu uppi. 

Það var svo ekki fyrr en seint á sjötta áratugnum og byrjun þess sjöunda, þegar kjarnorkuuppbyggingin var sem mest, að Bandaríkjastjórn setti á stofn rannsóknarsöð til að skoða hvort hægt væri að framleiða orku úr þessu efni.

Til að gera langa sögu stutta, þá var rannsóknarstöðinni lokað um það leyti sem framleiðsla var að komast í gang.

Margar sögur eru af því hvers vegna þessu var hætt. Ljóst er að sú staðreynd að ekki var hægt að framleiða kjarnorkusprengjur með þóríum framleiðslu, eins og úranframleiðslu, hefur sjálfsagt spilað þar inní. Einnig var sú saga sterk að ólíufurstar hafi látið til sín taka þarna, þar sem ljóst var að þessi framleiðsla ógnað þeirra hagsmunum.

Það var svo fyrir nokkrum árum að Kínverjar fóru að sýna þessu áhuga og komust yfir gögn þessarar Bandarísku tilraunastofu. Þeir hafa síðan unnið að áframhaldandi þróun verkefnisins.

Einhverra hluta vegna virðast flestar þjóðir heims sallarólegar yfir þessu kapphlaupi Kínverja til framleiðslu þóríumvera. Þó ætti öllum að vera ljóst að jafn skjótt og þeim tekst að koma fyrsta verinu í gang, munu þeir komast fjölda skrefa framfyrir allar aðrar þjóðir í orkuframleiðslu. Þá gætu valdahlutföllin í heiminum hæglega raskast verulega.

Það hefur stundum verið talað um "kaldan samruna" og má segja að vinnsla á þóríum sé næst því að geta kallast því nafni.

Gunnar Heiðarsson, 12.7.2014 kl. 22:01

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi.

Svo má minnast þóríum orkuversins THTR-300 sem starfrækt var í Þýskalandi  í nokkurn tíma frá árinu 1985. Rekstri  þessa 300 MW orkuvers var hætt vegna kostnaðar og reyndist það ekki samkeppnishæft, líklega bæði vegna þess að um hálfgert tilraunaverkefni var að ræða og orkuverið ekki nógu stórt.

Um THTR-300 þóríum orkuverið má lesa hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/THTR-300

og hér:
http://www.reaktorpleite.de/

"The THTR-300 was a thorium high-temperature nuclear reactor rated at 300 MW electric (THTR-300). The German state of North Rhine Westphalia, in the Federal Republic of Germany, and Hochtemperatur-Kernkraftwerk GmbH (HKG) financed the THTR-300’s construction..."

Það eru sem sagt 30 ár síðan..

---

Svo er það gamall pistill um hina miklu Þórsvirkjun, sem er enn bara óljós draumur:
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1280449/


Ágúst H Bjarnason, 13.7.2014 kl. 08:55

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta. Ég var búinn að gleyma því að Gústi frændi var bæuinn að skrifa það sem þurfti um Þórsvirkjun. Ég hvet alla til að lesa þennan pistil hans því hann tíundar vel það sem til þarf. Ekki hafði ég hugmynd um að Þjóðverjar voru búnir að reikna sig útaf borðinu með þetta.

Halldór Jónsson, 13.7.2014 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband