Leita í fréttum mbl.is

Aðgengi að áfengi

er eitthvað sem veldur  forsætisráðherra vorum áhyggjum. Hann vill ekki auka aðgengi að áfengi sem slíks með því að það verði selt í matvöruverslunum.

Áfengi og áfengi er kannski teygjanlegt hugtak hvarvetna. Í Bandaríkjunum þaðan sem Costco kemur er greint á milli bjórs og léttvína og sterks áfengis. Það síðarnefnda er hvergi selt nema í sérstökum áfengisverslunum. Hitt telst til matvöru og er því selt með henni. Steingrímur J. vildi minnka aðgengi að bruggi með því að leggja á sykurskatt sem enn stendur. En aðgengi að sykri hefur ekki verið skert.

Íslendingar ferðast mikið og versla í svona búðum þó að íslenskir eftirlitsmenn séu hvergi nærri. Í raun og veru er þessi hugmynd svo stórfurðuleg að halda að bara Íslendingar megi ekki sjá vínflösku eða jafnvel mynd af vínflösku í innlendu blaði án þess að detta íða?

Það vekur blendnar tilfinningar fyrir sigldan Íslending að sjá viskíflösku  í ÁTVR, vitandi vits að verðið er svo brjálað að maður vill helst ekki láta ræna sig á þann ruddalega  hátt að borga fjórfalt sannverð fyrir flöskuna.

Aðgengið að þessu verði fælir sannarlega frá og menn leita annarra leiða, því hver vill láta ræna sig? Aðgengi að bjór og léttvíni í marvöruverslun þarf ekki endilega að  láta óupplýst fólk lenda á fylleríi fremur en að ganga fram hjá ríkinu í Smáralind. Þetta er svo barnaleg ályktun að hún höfðar ekki til fullorðins fólks nú á tímum og ætti því að heyra sögunni til.

Það er líka ekki líklegt að venjulegu verslunarfólki sé ekki treystandi til að selja ekki áfengi þeim sem ekki uppfylla skilyrðin fremur en að því sé ekki treystandi til að selja vopn, skotfæri eða sígarettur sem líka krefjast skilyrða. ÁTVR er auðvitað fornaldareðla sem á ekkert erindi við nútímafólk hvað svo sem Framsóknarflokknum líður. Hana má að skaðlausu leggja niður og stórspara. En það er víst ekki það sem stefnt er að.

Mér finnst einkennilegt hvort Costco kemur eða ekki kemur  að það ráðist af því að selja hverskyns áfengi samkvæmt álagninaarreglum ÁTVR sem enginn getur með hagnaði. Líklega hafa þeir í Costco ekki kannað verðlagningarreglurnar til enda því þá dytti þeim varla í hug að reyna að selja svo mikið sem einn bjór eða rauðvínsflösku þar sem það hefur aðallega tap í för með sér.

Aðgengi að áfengi hefur ekkert að gera með drykkjuskap nema taka fyrir það með vínbanni. Samkeppni um aðgengi að vörum og verði er hinsvegar það sem verslun og viðskipti byggjast á. ÁTVR er ekki vínverslun heldur skattstofa. Aðgengi að henni og varningnum er áþvinguð nauðung sem er til skammar á upplýsingaöld.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Til að minnka drykkjuskap hjá þeim borgurum sem hafa árs reiðufjár innkomu  sem er yfir meðalagi eða tryggir kaupmátt til spara eða velja meira en helstu nauðsynjar, þá ber Ráðherrum að skerða útborgnarnir til þessa hóps innan stjórnsýslunar. 
Skatta menning Stóborga heimsins, er að Borgir stofnuðust utan um Ríkið=einvaldinn til að borga sig í skattalegu samhengi.  Ríkið=skattmann legur á skatt til borga kostnaðin við sig og hans skattheimtulið.  Hér skiftir engu máli , hvor Ríkis þjónustu sé beint undir ráðherrum , eða á formi hlutfélaga með rekstarleyfi=borgarréttindi til að fjámagna sig og Skattmann. 

Einvaldur þar her og her þarf aðföng og menntun. Hernaðhyggja  er nauðsynleg forsenda til til skilja t.d. heimsmálinn. 

Þeir sem eru hér og segja ég er fullur af hernaðarhyggju þeir er hæfir til að semja við erlenda hernaðarhyggju aðila. Móti hernaðhyggju segja heimskingajar því þeir skilja greinlega  mun á rökum og tilfinningum=Kaos. 

Flytja inn meira af Múslimum og flæma aðra úr landi eða svelta í hel , skilar minni drykkju vandmálum.

Best er fyrir borgir að leggja flata skatt á alla sína borgar, það er þeir skila allir sömu prósentu af árs reiðufjá innheimtu þeirra inna skatta borgar. USA og Þjóðverjar [stjórnsýslur]  fjámagna sínar grunn skyldur þannig : tryggja lámarks kaupmátt [hér kallað bætur] tryggja nauðsynlegt grunnlæsi til skila sköttum [kallað hér grunn menntun] og tryggja nauðsynlega heilsu til að halda sköttum vegna skertar heilsu í lágmarki. 

Ísland ver í dag 3.704 á borgara í heilsugæslu, en þjóðverjar til að uppfylla sína Stjórnarskrá verja 4.385 PPP dollurum.  
Rökrétt er að lyf, og tæki vegna heilsu gæslu eru dýrari í Þýsku ríkjunum.  

Júlíus Björnsson, 14.7.2014 kl. 00:21

2 Smámynd: Kristmann Magnússon

Halldór - Þú segir réttilega að ÁTVR sé fornaldareðla, en má ég ekki líka benda á að það sama á við um Framsóknarflokkinn.

Kristmann Magnússon, 14.7.2014 kl. 02:04

3 Smámynd: Þorkell Guðnason

Má mér finnast lítið leggjast fyrir kappann og þá fyrst fjúka í flest skjól, þegar sjálfur Mannsi í Pfaff lætur sig hafa það, að slæva vígtennurnar sem loksins reyna að glefsa í ÁVR / ÁTVR verzlunareinokun ríkisins - og það með ofnotuðum og marg-útþynntum stjórnarandstöðufrösum.

Þorkell Guðnason, 14.7.2014 kl. 02:56

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir etta allir saman.

Júlíus, þú greinir það rétt að fleiri múslímar minna eftirspurn eftir ÁTVR sem verður þá sjálfdauð með meiri víðsýni og afköstum í innflutningi óþjóða.

Mannsi, ég hélt nú að þú myndir gefa fleiri flokkum þennan stimpil miðað við forsöguna.

Keli, takk fyrir að koma mér tlilbjargar frá hrekkjusvínnum sem stögugt eru á eftir mér.

Halldór Jónsson, 14.7.2014 kl. 09:20

5 Smámynd: Kristmann Magnússon

Mikið skelfing getur sannleikurinn farið oft illa í ykkur

Kristmann Magnússon, 14.7.2014 kl. 10:14

6 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Risaeðla segði þið. En af hverju er Risaeðlan með ánægðustu viðskiptavini landsins. ÁTVR var með ánægðustu viðskiptavinina af öllum þeim fyrirtækjum sem mæld eru í Íslensku ánæguvoginni.

Ein helsta áskorunin í rekstri ÁTVR er einmitt að tryggja framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini.

Á árinu hlaut ÁTVR gullmerki í jafn­ launaúttekt PWC.

Óútskýrð rýrnun er 0,04% en smásöluverslunin er að glíma við 2-3% eða um 6 milljarða á ári sem kemur fram í hærra vöruverði og þá hækkar vísitalan og lánin okkar.

Eins og Sigmundur Davís segir, þá mun neysa aukast. Svíar hafa rannsakað málið og búast við 40% aukningu hjá sér verði Systembolaget lagt niður.Ef það verður 40% aukning í sölu, þá rímar það illa við nýja áfengisstefnu stjórnvalda.

Svo er fróðlegt að bera saman neyslu í heiminum í alkóhólítrum. Skv. tölu WHO

Eru alkóhóllítrar 11.4 lítrar í Danmörku á mann en 7.1 á Íslandi. Ætlum við að fara dönsku leiðina?

http://www.who.int/substance_abuse/publications/global_alcohol_report/msb_gsr_2014_2.pdf?ua=1

Sigurpáll Ingibergsson, 14.7.2014 kl. 12:16

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurpáll.

Ósköp hljómar rödd þín illa sem er með þvílíka innbyggða mótsögn sem er æpandi.

Hvernig þú dásamar hversu óskaplega ánægðir viðskiptavinirnir eru við að sækja í dýrðarverslanir ÁTVR enda eru ráðamenn þar á bæ „ einmitt að tryggja framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini.“

Það er í óþökk skýrra lagaboða um hvers vegna ÁTVR er til, sem sagt til að vera bæði í verðlagningu sem í slæmu aðgengi helsti varnarmúr þess að múgurinn drekki of mikið af þessum miði sem þar er seldur. Samt segir þú viðskiptamennina yfir sig ánægða og geta vart vínanda haldið fyrir ánægju sakir. Mótsögnin er skelfileg.

Samkvæmt þessu ættum við að drekka að minnsta kosti 15 lítra vínanda í stað 11,4 dansksins ?

Hvaðan kemur svíum slík viska að þeir geti vitað fyrifram að söluaukning verði 40% verði einkasala þeirra aflögð ? Ekki tókst þeim svíunum vel til með reikningskúnstirnar í menginu sem var troðið ofan í barnaskólana frá þeim um árið !

Þetta er gamalkunnur söngur embættismanna og möppudýra kerfisins sem aldrei mega til þess hugsa að missa spón úr yfirráðaaski sínum. Við þekkjum vel til sir Humphrey Appleby - hann er greinilega til víða í íslensku stjórnsýslunni.

Við viljum búsið í búðir og engar refjar, en þið Applebyarnir syngið sama sönginn og við heyrðum í 70 ár um að hér færi allt á hliðina við að selja hér bjór !

Hversu flatt fór þjóðin á því að taka inn bjórinn ? Nú erum við með áratuga reynslu af bjórnum í ÁTVR og ekkert af svartagallsrausinu til 70 ára rættist !

Sama verður upp á teningnum í þetta sinnið.

Rekum sir Humphrey Appleby úr vinnunni sinni hvar sem til hans/þeirra næst og spörum rándýra söluapparatið hjá ÁTVR.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.7.2014 kl. 13:30

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Sigurpáll.

Ég sagði ekkert um þjónustuna í ÁTVR. Það er ekkert slæm afgreiðsla í ríkjunum frekar en yfirleitt í búðum. Rýrnunartölurnar sem þú nefnir eru nú áðreiðanlega ekki víða svona háar þar sem er fylgst með. Það er líka erfiðara að fylgjast með þegar er verið að selja margbreytilegan varning sem er ekki á ÁTVR, þar er ekki hægt að skipta um verðmiða osfrv.

Ég vakti athygli á því að í USA er verslað með sterkvín og svo líka léttvín og bjór í sérbúðum. Þar kaupa menn vín og tóbak allan sólarhringinn oftlega. Fín afgreiðsla og ekkert verri en í ríkjunum heima. Nema verðið er einn á móti pí og liðlega það.

Mér þótti gríðarlega gaman að því að ung og falleg kassadama brosti til mín og bað mig um skilríki þegar ég ætlaði að kaupa eina rauðvínsflösku. Við brostum bæði hringinn þegar hún sá að ég var trúlega eldri en afi hennar. Þarna er munurinn á US og Íslandi. Það er farið eftir reglunum hver sem í hlut á. Ég hef ekki verið spurður um skilríki í ríkinu hér nokkuð lengi þegar ég fer að rifja það upp. Ég er ekkert viss um að Bónus geti ekki höndlað að reka brennivínsbúð eða selt ekki börnunum bjór. Þessvegna er ÁTVR fornaldareðla og gersamlega óþörf skattstofa. Ef á að selja brennivín í kapp við landabruggið þá þarf ekki svona apparat til þesss að náí skattinn. Öll atvinnufyrirtæki landsins innheimta skatta fyrir ríkið. Það arf ekki ríkisfyrirtæki til að innheimta skatta.

Ég er hinsvegar viss um að Bónus mun bara helst selja Bónusvín og sniðganga vörur keppinautanna þannig að vöruúrvalið verður áreiðanlega minna. En mér er fjandans sama úr þessu hversu vitlausir Íslendingar vilja vera áfram eins og þeir hafa verið um mína daga.Maður reykir ekki og tekur ekki í vörina þannig að það eru ekki útgjöld. Og maður ræður alveg hvað maður kaupir af sprúttinu hérna. maður er ekkert skyldugur að kaupa fyrir jafnmikið og stúlkan í greiðslumatinu sem getur aldrei keypt íbúð af því að hún eyðir í vín meðal annars. Svo talar þetta stjórnmálalið um hvað því þyki vænt um einstæðar mæður en okrara svo svívirðilega á bensíni og bílum sem þær þurfa að nota til að keyra krakkana í leikskólann meðan þær þræla fyrir staðgreiðslunni og húsaleigunni. Af hverju lætur menntað fólk bjóða sér þetta lengur og flytur ekki heldur til Noregs á þrefalt kaup.

Halldór Jónsson, 14.7.2014 kl. 21:36

9 Smámynd: Þorkell Guðnason

Þú ert ótrúlega hæfileikaríkur Dóri...að geta romsað öllum þessum skoðanaflaumi gegn Ríkinu út úr þér, án þess að svelgjast á miðinum, eða í eitt einasta skipti að skattyrðast út í Framsóknarflokkinn. Ekki gat hann bekkjarbróðir þinn þetta!

Þorkell Guðnason, 14.7.2014 kl. 23:45

10 Smámynd: Þorkell Guðnason

Ps. Já, og ég samgleðst ykkur með frétt dagsins

Þorkell Guðnason, 14.7.2014 kl. 23:48

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þorkell.

Hvaða frétt er það ? Er kominn aukinn stuðningur við frumvarpið sem boðað er á haustþinginu ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.7.2014 kl. 23:53

12 Smámynd: Þorkell Guðnason

Dóri segir smjör drjúpa af sérhverju norsku strái, en skv Sigurpáli, sem telur reikninkúnstir sænskra óskeikulli en Sólons Islanduss forðum, þá hann reiknaði barn úr konu. Það skyldi þó ekki vera, að bætt aðgengi norskra að sænsku lággjaldabrennivíni, handan landamæra Gósenlandsins væri hin traustasta reikniforsenda.

Um spurningu þína séra minn, verð óræður sem Véfréttin.

Þorkell Guðnason, 15.7.2014 kl. 00:25

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þorkell.

Já er von á óvæntum upplýsingum af þingi í haust þessu máli ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.7.2014 kl. 00:28

14 Smámynd: Þorkell Guðnason

Megi vonin fylla sál þína. Sú er von mín og vænting að áfram megir þú vænta hins óvænta.

Ég fyrir minn part vænti þess sem væntanlegt er - hið óvænta hefur oftar komið mér á óvart.

Þorkell Guðnason, 15.7.2014 kl. 08:51

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þorkell. Fórst þú á námskeið í Delphi ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.7.2014 kl. 10:01

16 Smámynd: Þorkell Guðnason

Mikill er sá andans máttur, sem hefur leitt þig til að giska á það. Skilingur á Delphi hefur gagnast mér vel: http://delphi.com/shared/pdf/ppd/pwrtrn/diesel-unit-pump-common-rail-systems.pdf

Þorkell Guðnason, 15.7.2014 kl. 11:25

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þorkell.

Mér er greinilega ekki ALLS varnað þío svo að Óskar Helgi hinn mikli sjálfskipaði spekingu bloggsins geri því skóna með eftirminnilegum hætti.

Annars var ég að vísa, eins og þú veist, í aðra Delphi ;) : http://www.visindavefur.is/svar.php?id=4390

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.7.2014 kl. 11:46

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Og á Wikipedíu :

http://en.wikipedia.org/wiki/Delphi

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.7.2014 kl. 11:48

19 Smámynd: Þorkell Guðnason

Fyrirgefðu Dóri að séra dregur mig með sér langt út fyrir vínandann.

Fyrst séra spurði um Delphi: Nú nægir Delphi á vettvangi eldsneytis. Forneskjan er annarra.

Þorkell Guðnason, 15.7.2014 kl. 17:26

20 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þorkell - ég hef haldið að þú værir að vísa í vínandamálið ? Eins og oft er þá er oft fundað um mál og stuðning við þau í „reykfylltum bakherbergjum“ á „ bak við [þessar] lukt[ar]u dyr“ eins og Hallur Hallson gerði frægt í sjónvarpinu um árið.

Þess vegna hélt ég að þú hefðir upplýsingar úr slíkum sellum umfram okkur venjulegu meðalJónana ;) Þú værir í hópi séra Jóna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.7.2014 kl. 02:45

21 Smámynd: Þorkell Guðnason

Ásælist hvorki hempu, rikkilín né pípukragann. Í samkeppni um brauðin stendur þér því lítil ógn af mér http://timarit.is/files/13500555.pdf &

http://timarit.is/files/13500558.pdf

Þorkell Guðnason, 16.7.2014 kl. 14:36

22 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já margt hefur verið uppdigtað um blessaða prestana um árin.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.7.2014 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband