16.7.2014 | 08:41
Vandamál millistéttarinnar
komu berlega í ljós þegar ljóst varð í sjónvarpi ung og menntuð kona var dæmd í ánauð án reynslulausnar í eigin landi af Excel-krökkum sem annast greiðlsumat vegna íbúðakaupa. Henni eru allar bjargir bannaðar á Íslandi um alla framtíð. Hún á enga aðra möguleika en að flýja land. Skattakerfið og launin fyrir menntastörf hennar sjá til þess.
Adolf Hitler lýsti áformum sínum um nýtt heimsstríð og útrýmingu Gyðinga skilmerkilega í Mein Kampf 1923. Hann fékk tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd vegna andvaraleysis kjósenda og aumingjaskapar annarra stjórmálamanna. Steingrímur J. Sigfússon lýsti fyrirætlunum sínum um ofurskatta á millistéttina í sinni baráttubók árið 2006. Hann komst til valda 2009 fyrir andvaraleysi kjósenda og aumingjaskapar annarra stjórnmálamanna. Hann framkvæmdi áætlanir sínar með þeim afleiðingum sem Óli Björn lýsir einkar vel í sinni grein í Mbl.í dag:
Óli Björn Kárason segir m.a það sem bloggari feitletrar úr greininini.:
"Í tæplega fimm ár var sótt skipulega að millistéttinni. Vinstri stjórn, sem vildi kenna sig við norræna velferð, gróf undan millistéttinni með gríðarlegum skattahækkunum, stöðugum breytingum á skatta- og eftirlitskerfinu og með endurteknum árásum á sjálfstæða atvinnurekandann. Eitt helsta verkefni ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er ekki aðeins að hrinda atlögunni að millistéttinni heldur einnig að mynda jarðveg fyrir öfluga og fjárhagslega sjálfstæða millistétt.Leynt og ljóst vann vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að því að umbylta íslensku þjóðfélagi. Ráðist var gegn séreignastefnunni enda draumur margra sósíalista að almenningur sé fremur leiguliðar en eigendur. Draumurinn lifir enn í dag enda er litið á baráttu einstaklingsins og fjölskyldu hans við að eignast eigið húsnæði með gríðarlegri vinnu og eljusemi sem háttsemi smáborgara. Ungu fólki er gert nær ókleift að eignast eigið húsnæði og þess í stað eru áform hjá Reykjavíkurborg um að hefja umfangsmikla uppbyggingu leiguíbúða. Ríkið leikur undir og virðist hafa meiri áhuga á að efla leigumarkaðinn en að auka möguleika fólks til að eignast sitt eigið húsnæði.
Fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna hefur lýst því yfir að stórkostlegar skattabreytingar á árunum 2009 til 2013 hafi verið stærsti hugmyndafræðilegi sigur flokksins. Skattkerfinu hafi verið breytt »nánast eftir okkar eigin formúlu og að grunni til í samræmi við hugmyndir sem ég teiknaði upp í bók sem ég skrifaði 2006«.
Um þessa staðhæfingu Steingríms J. Sigfússonar verður ekki deilt. Honum tókst, með stuðningi samfylkinga, að innleiða sósíalíska hugmyndafræði í skattkerfið allt.
Enn sem komið er hefur ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins ekki tekist að »afeitra« skattkerfið nema að litlu leyti.
Ein forsenda endurreisnar millistéttarinnar er uppstokkun skattkerfisins þar sem meginreglan er hófsemd og einfaldleiki. Það var því gleðilegt þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, lýsti því yfir á flokksráðsfundi í apríl síðastliðnum að vinna við lækkun skatta væri hafin samhliða gagngerum breytingum á skattkerfinu. Þetta er í samræmi við loforð sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf kjósendum þegar hann óskaði eftir umboði »til þess að marka nýja stefnu, vegna þess að við trúum því að okkur farnist best þegar fólkið í landinu fær að njóta sín, þegar þróttur hvers manns er virkjaður«. Orðrétt sagði Bjarni Benediktsson:
»Til þess þurfti að hverfa frá þeirri stefnu skattahækkana, miðstýringar og afturhalds sem einkenndi allt síðasta kjörtímabil.«
Fyrir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins er það því áhyggjuefni hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra virðist nálgast viðfangsefnið. Fréttastofa ríkisins hafði eftirfarandi eftir honum síðastliðinn sunnudag um skattalækkanir:
»Menn hljóta auðvitað að fara hægar í sakirnar varðandi slíkt þegar það eru þenslumerki, heldur en þegar þarf innspýtingu í hagkerfið.«
Forsætisráðherra virðist þeirrar skoðunar að árangurinn í efnahagsmálum sé orðinn svo mikill að kannski þurfi »að fara að stíga svolítið á bremsuna og hluti af því er auðvitað að lækka skatta hægar en ella hefði verið hægt«.
Þetta viðhorf forsætisráðherra byggist á misskilningi og er í ætt við furðulegar ályktanir Rannsóknarnefndar Alþingis, sem gagnrýndi harðlega að skattar hefðu verið lækkaðir á tímum þenslu. Í þessum efnum gengu nefndarmenn í takt við vinstri menn sem telja rangt að lofa einstaklingum að halda meiru eftir af launum.
Ef hægt er að draga einhvern lærdóm af stjórn opinberra fjármála í aðdraganda falls viðskiptabankanna er hann að við misstum sjónar á ráðdeild og aðhaldi. Mörg sveitarfélög fóru óvarlega í fjármálum og ríkið þandist út. Árið 2008 voru regluleg ríkisútgjöld liðlega 223 milljörðum króna hærri en 1991 á föstu verðlagi.
Þensla í útgjöldum hins opinbera - ríkis og sveitarfélaga - var möguleg vegna síaukinna skatttekna. Það hefði því verið nærtækara og réttara að lækka skatta enn frekar og draga þar með út möguleikum á auknum útgjöldum, en að hækka skatta.
Hið sama á við í dag enda er það aldrei siðferðilega eða efnahagslega rangt að draga skattakrumlu hins opinbera úr vösum skattgreiðenda.
Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, talar af skynsemi um stöðu efnahagsmála. Í viðtali við fréttastofu ríkisins benti hann á hið augljósa: Hagkerfið er að taka við sér og því einsýnt að tekjur hins opinbera muni að öðru óbreyttu aukast. Með því skapast tækifæri til skattalækkana líkt og báðir stjórnarflokkarnir hafa raunar lofað.
En hér skiptir einnig annað miklu. Gunnar Haraldsson segir í viðtali:
»Og ég held að staða heimilanna sé ekki það góð að þau hefðu ekki gott af því að borga lægri skatta, þegar svigrúm myndast til þess.«
Sú sósíalíska hugmyndafræði skattkerfisins sem innleidd var í tíð fyrri ríkisstjórnar hefur leitt til þess að millistéttin hefur þurft að bera þungar byrðar á undanförnum árum. Hvorki launamaðurinn né litli atvinnurekandinn hafa miklar áhyggjur af meintri þenslu í efnahagslífinu. Þeir hafa hins vegar bundið vonir við að undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar yrðu klyfjarnar léttari.
Uppstokkun skattkerfisins, samhliða endurskipulagningu ríkisrekstrar og aðhaldi í opinberum fjármálum, er ekki aðeins réttlætismál heldur skynsamleg stefna í efnahagsmálum. Þannig stendur ríkisstjórnin best undir vonum og væntingum millistéttarinnar."
Unga konan úr millistéttinni sem ég vitna til hér að framan les vonandi þessa grein Óla Björns. Hún segir að þeir stjórnmálamenn eru til sem láta örlög hennar sig varða. Þeirra rödd má sín ef til vill ekki mikils í síbyju fjölmenningarútvarpsins sem bylur á hlustunum alla daga. Þetta sannar að stjórnmálamenn eru ekki endilega allir sami grautur í sömu skál og þessvegna taki það því ekki að fara á kjörstað.
Ef Seðlabankinn ætlar að bregðast við bólumynduninni sem lífeyrissjóðirnir er nú að blása upp, með því að hækka hér vexti, þá er það enn eitt sparkið af hálfu íslenska ríkisins í þessa ungu konu. Ef ríkisstjórnin neitar að sjá hverjir séu að magna þensluna og neitar að gera eitthvað í því annað en að hækka vexti, þá mun stuðningsmönnum hennar fækka að minnsta kosti um einn.
Vandamál millistéttarinnar eru nefnilega ærin og vaxandi í þessu landi og þau þarf að leysa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:44 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
"Leynt og ljóst vann vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að því að umbylta íslensku þjóðfélagi. Ráðist var gegn séreignastefnunni enda draumur margra sósíalista að almenningur sé fremur leiguliðar en eigendur."
Þetta er hverju orði sannara. Sósíalistar hafa þann draum að megin þorri fólks verði skattpíndur í botn og verði þannig háður einhvers konar aðstoð eða bótum sem þeir geta síðan úthlutað eftir eigin geðþótta.
Þeir vilja komast hjá því í lengstu lög að fólk skuli geta átt eignir sínar skuldlausar og fengið sæmileg laun útborguð eftir skatta. Fjárhagslega sjálfstætt fólk kýs yfirleitt ekki sósílista.
Hörður Þórðarson, 16.7.2014 kl. 22:09
Takk fyrir Hörður
Gott væri ef sú væri reglan. En því miður var það slíkt fólk sem bilaði og kaus yfir sig þetta vinstralið eins hann Palli Vil bloggari gerði í reiði sinni. Vonandi er það nú reynslunni ríkara
Halldór Jónsson, 17.7.2014 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.