Leita í fréttum mbl.is

RUV segir frá

voðatburðunum í Palestínu:

"Ísraelskir hermenn sáu skýrar myndir af baðströnd á Gaza þegar þeir tóku ákvörðun um að varpa sprengjum á hana með þeim afleiðingum að fjögur börn létust og nokkur hlutu djúp sár eftir sprengjubrot. Þetta fullyrðir Peter Lerner, undirofursti í ísraelska hernum.

Lerner segir að upplýsingar hafi legið fyrir um að virkur liðsmaður Hamas samtakanna væri á baðströndinni. Ekki sé ljóst hvað fór úrskeiðis en aldrei hafi staðið til að valda almennum borgurum tjóni og málið sé mikill harmleikur. Lerner segir að hermenn hefðu ekki átt að eiga í erfiðleikum með að sjá börnin á ströndinni en málið sé í rannsókn.

Samkvæmt upplýsingum barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru börn nær þriðjungur þeirra sem drepnir hafa verið í árásum Ísraela á Gaza. Ísraelar hafa drepið að minnsta kosti 146 börn og sært meira en 1.100 í sprengjuárásum sem nú hafa staðið í 16 daga.

Ísraelsku mannréttindasamtökin BT'selem segja að á einum stað hafi 25 manna fjölskylda verið drepin með sprengju; í þeim hópi voru 19 börn. Ísraelsher hefur ítrekað skotið á sjúkrahús og gert árásir á 85 skóla þar af 48 skóla, sem starfræktir eru af Sameinuðu þjóðunum." 

Á Útvarpi Sögu greindi  Valdimar Jóhannesson frá því að HAMAS geymdi vopn sín í kjöllurum undir skólum, moskum og sjúkrahúsum. Notuðu fólk sem skildi fyrir sér til að síður yrði skotið á þá.  Er þá ekki landhernaður skilvirkari en flugsprengjur? Fara hús úr húsi og leita þessa staði uppi sem Mossad hlýtur að vera búin að kortleggja.

Hverskonar yfirvöld eru þetta á Gaza sem horfa á HAMAS liðana skjóta rakettum sem þeir vita að kallar hörmungar yfir þeirra eigið fólk? Á ég vona á því að einhver stingi upp á því að við Íslendingar bjóðum þeim HAMAS-liðum sem vilja hætta að vera svona vondir og til vandræða, landvist á Íslandi. Færri HAMAS-liðar, færri rakettur?  Eða hvað dettur okkur í næst í hug eftir að Sigmundur er búinn að skrifa Nethanyahu og biðja hann að vera góðan?

Er ekki allavega gott að RUV skýri okkur frá skilmerkilega frá hörmungum þeim sem Ísrael veldur á saklausum borgurum í Palestínu án þess að minnast á neinar ástæður fyrir fúlmennskunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband