Leita í fréttum mbl.is

Niðurboð á klósettum

á Akureyri. RUV segir frá því að Akureyri taki aðeins 100 kall fyrir að hleypa fólki á klósett í miðbænum. Á ríkisklósettunum á Hakinu á Þingvöllum kostar 200 krónur að pissa og þar eru ekki teknar evrur eða þýsk EC-kort heldur aðeins spegilfagrir íslenskir hundraðkallar. Gengið á þeim hjá mér er ein evra og borga menn það glaðir sem þurfa virkilega.

Ég skora á Akureyringa að vera ekki að bjóða niður klósettin og hækka verðið strax í 200 krónur eða 2 Evrur eða 2 dollara. Gróðavon í klósettum verður þá hugsanlega til þess að menn fara að byggja klósett alveg eins og hótel. Því fátt skortir meira á Íslensku almannafæri en klósett.

Klósett á ekki að niðurbjóða heldur að selja eins dýrt og hægt er og auka tekjurnar þannig tekjurnar af ferðaiðnaðinum til hagvaxtarauka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Guðnason

Hreint þjóðþrifaverk, að þú skulir vekja svona kröftuglega máls á þessu. Samt sækja að mér efasemdir um arðsemi einkaframtaks á vettvangi slíkra afrennsils og saurviðskipta.

Sé tekið mið af verðskrá fráveitugjalda hjá OR, þá er ekki úr vegi að áætla að innlendur einbúi þurfi að greiða amk. 30 til 40þús kr fráveitugjald á ári fyrir að eiga þess kost að tylla sér á múffuna á eigin heimili. Á þá eftir að taka tillit til arðsemi af fjárfestingunni, saurblaða, þrifa, vatnsskatts eða annarra fasteignagjalda af klósettrýminu.

Virðist augljóst að 100kall dugir því hvergi nærri til að dekka útlagðan kostnað.

Meint undirboð akureyzkra hlýtur að kalla á afskipti og hörð viðbrögð Samkeppnisstofnunar og okkar hinna ;-)

Þorkell Guðnason, 23.7.2014 kl. 20:50

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Auk þess fara sumir,stundum 2 inn fyrir 100,- kallinn,sagði viðmælandi í fréttinni um þetta mál.

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2014 kl. 21:33

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Satt segirðu Keli. Enda á að sýna grunngildum lífsins tilhlýðilega virðingu þó að þetta vanti greinilega alveg í Ferðamálaskólann, því Ferðafrömuðir standa alveg klumsa þegar maður imprarar á þessu.Ferðamaðurinn er búinn að borga túrinn, rútuna, laxinn á Geysi. Hann getur þó ekki ætlast til þess að við sköffum honum mígildi líka?

Helga, þú hefðir átt að sjá sælubrosið á þýsku kellingunum í einni rútunni þegar þær gátu allar mi...og borgað bara einu sinni með því að troða sér hver á efir annarri. Svo himinlifandi yfir afrekinu að geta nýtt hundraðkallana allar í hóp

Halldór Jónsson, 23.7.2014 kl. 22:55

4 Smámynd: Elle_

Keli, kamarfyrirtækin eða ríkið gætu sparað við klósettstarfsemina ef þau nota rógbleðilinn á kamrana í staðinn fyrir venjulegan pappír.   Hann er ókeypis.  Og er honum ekki troðið gegn vilja fólks í hvert hús (og hvern kamar?) í landinu?

Elle_, 24.7.2014 kl. 17:52

5 Smámynd: Þorkell Guðnason

Satt segirðu!

Svo hefur þetta mannbætandi verkan... Fernra sumra sveitadvöl, þar sem dagblaðaskeining tíðkaðist, kann að hafa innrætt mér nokkuð umburðarlyndi fyrir pólitík gagnstæðri uppeldisumhverfi mínu... En "útidinglarnir" yrðu ekki fyrir sálarskaða, því þeir mundu auðvitað ekki skilja rassgat í áróðrinum.

Velti fyrir mér: Getur verið að þú sért að svipta þitt fólk æskilegum lífsgæðum með höfnun bleðlanna?

En 100kallinn sleppur samt engan veginn til.

Þorkell Guðnason, 24.7.2014 kl. 20:52

6 Smámynd: Elle_

Æskilegum lífsgæðum?:/  Það skyldi þó aldrei vera að Guðmundur Andri fari að gefa óseldar bækur af gömlum lager?

Elle_, 24.7.2014 kl. 22:10

7 Smámynd: Þorkell Guðnason

Mismunandi hvað fólk telur lífsgæði. Þekkti fólk, sem var nokkur fróun að rífa niður rógbleðil þess tíma, hnoðast með hann í höndunum til mýkingar áður en boðskapurinn var borinn upp að blinda auganu, sem niður sneri, vandlega merktur augnakonfekti þaðan og látinn fylgja því "down the drain".

Fagnir þú hverjum bleðli, ætti það að nægja allstórri familiu til daglegs brúks og þarft ekkert að vera upp á gjafmildi GA komin.

Þorkell Guðnason, 25.7.2014 kl. 00:05

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Elle mín, þú ert auðvitað fornem dame. Ég vona að vinur minn Keli sem er yfirleitt aldrei að skafa utan af hlutunum gangi ekki fram af þér með sína ófína tali.

Hinsvegar var ég líka í sveit þar sem Tíminn var notaður svona og svo Ísafoldin, en þó á eftir hinu blaðinu.Önnur heimsblöð komu ekki á minn bæ.

Halldór Jónsson, 25.7.2014 kl. 12:20

9 Smámynd: Elle_

Nei, nei, Halldór, Keli gengur ekkert fram af mér neitt, það var ekki síður ég sem ýtti undir kamarstalið.  Mér finnst bara fræðandi að ræða við hann um gamaldags sveitaklósett og uppbyggingu framtaksins (kannski ríkisins) á notkun á ókeypis skítableðlum og skítabókum, fyrirgefið lygableðlum og rógbókum, í klósettum og á kömrum, þar sem þeir verða ekki notaðir af neinu viti neinsstaðar nema þar.  Og á víðavangi þessvegna:/

Elle_, 25.7.2014 kl. 23:51

10 Smámynd: Elle_

Nú er ég líklega búin að ganga fram af fólki?  Kannski Helgu?  Það þýðir samt ekkert að fara vægum orðum um bleðla og bækur skrifaða með skítlegt eðli.

Elle_, 26.7.2014 kl. 14:04

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir kæru vinkonur Elle og Helga. Keli, þú verður alltaf Keli. Líklega sem betur fer.

Halldór Jónsson, 28.7.2014 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband