Leita í fréttum mbl.is

Hjörleifur Guttormsson

er enn einu sinni rammvilltur í eyðimörkinni og galar á þjóðina að fylgja sér. Sem betur fer sá þjóðin að sér í stóriðjumálunum en Hjörleifur ekki.

Hann skrifar furðulega grein í Mbl. í dag. Að vanda fjandast hann á öllu sem grænkar og grær, hvort sem það er erlend stóriðja eða innfluttar gróðurtegundir.  Það er eins og hann vilji flytja Íslendinga aftur á landnámsöld. Hann skrifar eftirfarnadi klausu:

"Ásýnd mikils hluta lands okkar endurspeglar ofnýtingu og jarðvegseyðingu af hennar völdum. Hófleg beit og friðun fyrir beit á ofnýttu landi um lengri eða skemmri tíma er lykilatriði til að snúa þessu við. Víða um land hafa menn fyrir augum svæði sem notið hafa friðunar um fáein ár eða áratugi og gróðurfarsbreytingin án frekari aðgerða er sláandi. Þar sem birki er til staðar eða í grennd breiðist það út ásamt víðitegundum og öðrum gróðri eins og við blasir á Skeiðarársandi og í Skaftafelli. Það eina sem þarf er að gefa landinu tíma til að jafna sig þannig að náttúruleg gróðurlendi nái sér á strik. Plöntun innfluttra tegunda á slíku landi án vel skilgreindra markmiða og að undangengnu umhverfismati ætti sem fyrst að heyra sögunni til.

 

Alþjóðlega er nú viðurkennt að þörf er á mikilli aðgát við innflutning og dreifingu plantna landa og heimshluta á milli. Afleiðingarnar blasa við víða og miklum fjármunum er varið í glímu við ágengar tegundir. Aðstæður eru afar breytilegar eftir vistkerfum og ástandi gróðurlenda frá einu landi til annars. Spánarkerfill og lúpína eru hörmuleg dæmi sem blasa við hérlendis. Lúpína ógnar nú gróðurlendum og aðgengi að landi í fjölmörgum byggðarlögum; fleiri tegundir geta bæst í þann hóp hafi menn ekki varann á. Á þessu sviði sem öðrum þarf skilning og skýra stefnu. Landsskipulagsstefna byggð á þekkingu og vel skilgreindum markmiðum er fyrsta skrefið til viðspyrnu og bættrar sambúðar við land okkar."

Landsmenn biðu lengi eftir því að birkið græddi Mýrdalssand til dæmis. Það var ekki fyrr en þjóðargersimin okkar, lúpínan, var búinn að binda sandinn að lífskilyrði sköpuðust fyrir birkið okkar sem er bæði lágvaxið,kræklótt og seinvaxta mótsett við annan nýbúa, nytjaviðinn Alaska-öspina. Þessir nýbúar eru að breyta ásýnd landsins okkar svo um munar. Hvarvetna blasa nú vísar að skógum við þeim sem um landið fara. Örfoka holtin klæðast nú grænni skikkju lúpínunnar. Hjörleifur þarf ekki að fara lengra en upp að Rauðavatni til að sjá hvernig lúpínan skiptir sæti við annan gróður eins og birki á síðaristigum uppgræðslunnar.

Ég gaf nú aldrei mikið fyrir stjórnmálaafskipti Hjörleifs Guttormssonar á fyrri tíð.  Við erum hinsvegar bestu  bandamenn í því að varðveita sjálfstæði landsins gegn landsöluhugmyndum kratanna.

Hjörleifur má eiga það sem hann á,  en lúpínuhatri hans deili ég ekki með honum. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418284

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband