24.8.2014 | 14:10
Vigdís Hauksdóttir
var á Sprengisandi í morgun. Mér geðjaðist margt vel af því sem hún sagði og margt stórvel eins og með Evrópusambandið og þau vandmál þess sem við hefðum minna af.
Hún ræddi fjárlagafrumvarpið af mikilli þekkingu sem von er. Mér skildist á henni að Framsóknarmenn hefðu efasemdir um að hrófla við matarskattinum á þeirri forsendu að það myndi bitna á þeim tekjulægri. En einni hlið þeirra mála vil ég velta aðeins fyrr mér.
Ég hugsa að flestir gætu hugsað sér að virðisaukskattur upp á 25.5 % sé ekki til þess fallin að auka hvata hjá fólki til að skila skatti af vöru eða þjónustu ef einhver möguleiki er á öðru. Öll lækkun sem færði þennan skatt niður fyrir 20% myndi líklega hafa bætandi áhrif á skattskil frekar en hitt
Matarskatturinn svokallaði er 7 %. Hvaða áhrif lækkun hans hefði er ekki vitað. Hitt er vitað að lækkun hans á sínum tíma skilaði sér ekki til kaupenda vörunnar. Hækkun myndi hinsvegar skila sér beint í verðlagið. Vigdís vildi ekki að hinir lægra launuðu yrðu fyrir slíku höggi sem áreiðanlega enginn sér fyrir sér að framkvæma bótalaust.
Hinsvegar hlýtur það að vera tæknilega æskilegt að hafa eitt virðisaukaskatts þrep og hafa engar undanþágur. Þar sem mjög stór hluti útgjalda tekjulægri fjölskyldna er matur og þarfir ungbarna, þá gefur auga leið að hér yrði aðgerða þörf ef hækka ætti prósentuna. Vigdís vildi ekki flækja skattkerfið en talaði samt meðal annars fyrir hækkun vaxtabóta. Af hverju er hún hrædd við að nota skattkerfið sem er aðins reikniaðgerð til fleiri hluta en vaxtabóta? Yrði þetta nokku' meiri flækja en það sem fyrir er?
Má ekki alveg hugsa sér að fólk fái matarkaupaskírteini á grundvelli síðasta skattframtals til að létta undir hækkun matvæla vegna hækkun virðisaukakskattsins? Sama fólk gæti fengið bókakaupastyrk á sömu forsendum og líka bleyjustyrki. Nota skattkerfið til þes að jafna lífskjör eins og Milton Friedmann og fleiri töluðu um á sinni tíð. Bandaríkjamenn hafa notað matarmiðakerfi lengi án þess að ég þekki það.
Ef við tækjum upp virðisaukaskattkerfi sem byrjaði með 17% flatri álagningu á allt, án undatekninga, þá næðist margt hagræði og brottfall undanskota myndu jafnvel leiða til hækkunar tekna af virðisaukaskatti.
Öll vara sem nú ber hæsta þrep myndi lækka umtalsvert eða nærri 7 %. Fjögurramiljóna bíll myndi lækka í þrjárkommasjö.? Bensínlítrinn myndi lækka um tuttugu kall?
Vörumagnið í körfunni í Bónus myndi hugsanlega minnka um 8 %. Getur skattkerfið og Hagstofan ekki reiknað þetta réttlátlega út? Hvað fjölskylda með þessar tekjur og þetta mörg börn, bíl og hund er að fá meira eða minna fyrir peningana sína? Jafnvel láta þá tekjumeiri borga eitthvað meira í bili á móti matar-og bleyjumiðunum til barnafjölskyldnanna( þó flatur tekjuskattur væri markmiðið)? Við aumingjarnir fengjum svo líka ákveðna upphæð frá skattinum til að drýgja matarpeninginn.
Allt verðlag í landinu myndi lækka annað en á bókum, mat og tryggingum. Húsnæði myndi lækka. Fólksflutningar myndu líklega ekki hækka og vátryggingar ekki heldur.
Af hverju má ekki hlusta á hugmyndir Bjarna Benediktssonar sem hann er að setja fram? Ekki fyrir sig og sína hagmuni eða Sjálfstæðisflokksins, heldur vegna okkar sjálfra.
Er ekki hægt að fá hana Vigdísi Hauksdóttur og aðra góða Framsóknarmenn til að hugsa þetta upp aftur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór æfinlega - sem og aðrir gestir þínir !
Ekki - ekki gera þér neinar Gyllivonir / Halldór minn.
Þetta lið - sem nú situr við kjötkatlana suður í Reykjavík: hugsar EINVÖRÐUNGU um sína eigin bakhluta - eins og Jóhanna og Steingrímur J. kappkostuðu / á sínu eymdar skeiði (2009 - 2013).
Hið sama - verður upp á teningnum (2013 - 2017 ? og áframhaldandi) nema velviljaðir Kanadamenn og Rússar taki að sér það HRÆ: sem íslenzkt samfélag er orðið til mögulegrar endurreisnar þess Á ÞEIRRA FORSENDUM - fornvinur góður !
Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 15:10
Sæll Halldór.
Það er þarft verk og nauðsynlegt að einfalda virðisaukaskattinn. Margþrepaskattur og síðan undanþágur frá honum er kjörið verkfæri til undanskota, fyrir þá sem eru þannig hugsandi.
Margþrepa virðisaukaskattur kom til svo liðka mætti fyrir kjarasamningum á sínum tíma, eitt þessara óhæfuverka sem ASÍ er svo afskaplega duglegt að stunda. Ekki skilaði þessi lækkun skattsins á matvöru sér þó til launafólks nema að afskaplega skertum skammti. Verslunin hyrti megnið af þessum aurum.
Hitt er ljóst að hækkun virðisaukaskatts á matvæli mun skila sér að fullu og kannski er vandinn einmitt þar. Þeir sem eru með lægstu launin verða verst fyrir þessari breytingu, um það þarf ekki að deila.
En það eru til lausnir á öllum vanda, einnig þessum. Stjórnmálamenn leita auðvitað flókinna lausna, eins og þeim er tamt og hafa rætt m.a. um hækkun ýmissa skattabóta, eins og t.d. barnabóta. Þessi lausn er flókin, auk þess sem hún skilar ekki launafólki neinu fyrr en eftir skil á skattaskýrslu og álagningu skatta, allt að einu ári frá því maturinn er keyptur.
Þá má ekki gleyma því að það er stór hópur í þjóðfélaginu sem lifir á sultarlaunum. Það eru aldraðir og öryrkjar. Kannski einhverjir öryrkjar njóti rétts til barnabóta, en ljóst er að varla eru margir aldraðir sem geta nýtt sér þá gjafmildi stjórnvalda.
Sú lausn sem er einföldust og kemur öllum jafn vel, allt frá ungu fólki sem hefur börn á framfæri allt upp til gamla fólksins. Þessi lausn er hækkun persónuafsláttar. Það er í raun undarlegt að enginn skuli nefna þessa lausn málsins.
Það sem ég óttast mest við þessa þörfu breytingu á virðisaukaskattinum er að fjármálaráðherra fari að taka einhver feilspor, eins og að vinna málið í samstarfi við forystu ASÍ. Þá er víst að margur launþeginn mun tapa verulega, ásamt ölduðum og öryrkjum!!
Gunnar Heiðarsson, 24.8.2014 kl. 17:27
Gunnar bendir hér á lang einföldustu og skilvirkustu lausnina, sem er hækkun persónuafsláttarins og þar með hækkun skattleysismarka, sem eru fyrir neðan allt velsæmi. Skrifari þessa innleggs hefur líka bent á þetta bæði í ræðu og riti og varð satt að segja bæði undrandi og glaður þegar Vigdís Hauksdóttir nefndi einmitt þetta í viðtali í sjónvarpsfréttum kvöldsins.
Þórir Kjartansson, 24.8.2014 kl. 19:47
Sælir - á ný !
Gunnar og Þórir !
Eruð þið - jafn blindir á lygavefi ísl. stjórnmála fólks og viðvarandi hafa hér verið: allar götur frá fullveldis upphafinu 1918:: og Halldór síðuhafi - virðist vera ?
Sjáið þið ekki - í gegnum Helvítis klækina / hjá þessu morkna liði - áratug eftir áratug ?
Með sömu kveðjum: samt - sem þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 20:16
Hér er margt ágætt Halldór og Gunnar Heiðarsson laskar það ekki. Það er megin mál að virðisauka skattur sé í einu þrepi og undanþágu laus. 18% má kalla ásættanlegt upphafsmarkmið en til framtíðar á að setja í stjórnarskrá að virðisaukaskattur skuli aldrei vera hærri en 15%, en hann má vera lægri.
Við erum ekki í Evrópu og heldur ekki í Ameríku, þó erum við munnær Ameríku landfræðilega en ekki tæknilega. Flutningsgjöld hingað, hvaðan sem er, eru verulega hærri en til flestra annarra og vekir það samkeppnisstöðu okkar því í margfeldi sínu leggst okkar öfgafulli virðisaukaskattur.
Ef einhverstaðar ætti að vera til undanþága frá virðisaukaskatti, þá ætti það að vera á aðflutningsgjöldum. Við búum við náttúrulegan mismunun að þessu leiti en hanna er hægt að milda með viti.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.8.2014 kl. 22:39
Fyrirgefið, Hann er hægt að mlda átti það að vera.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.8.2014 kl. 22:49
Skattur á mat ætti ekki að vera neinn og alls ekki hærri en 5 - 7%. Og skattleysismörkin ætti að hækka mikið. Þar standa Bandaríkin aftur framar okkar stjórnmálamönnum, í báðum málum. Það er hinsvegar þannig að matarmiðarnir eru niðurlægjandi fyrir fólk að vera með í búðum.
Elle_, 25.8.2014 kl. 00:39
Mörg ríki i USA hafa engan skatt a matvöru i verzlaun, auðvitað a ekki að skattlegja þvilika nauðsynja vöru sem matvara er.
Tek undir með Elle, engan skatt a matvöru.
Kveðja fra Houston
Jóhann Kristinsson, 25.8.2014 kl. 04:44
Er þá kannski hægt að segja engan skatt á matvöru en 17 % á allt annað?
Halldór Jónsson, 25.8.2014 kl. 08:20
Vissulega væri best ef hægt væri að hafa matvæli utan skattálaga, en þá kemur upp vandinn við að skilgreina hvað eru matvæli. Það gæti vafist nokkuð fyrir íslenskum stjórnmálamönnum.
Talandi um verð á matvöru erlendis, þá rak mig í rogastans þegar ég átti erindi inn í matvöruverslun í einu af landbúnaðarfylkjum Bandaríkjanna, fyrir nokkrum árum síðan. Verð á kjötvöru var eitthvað sem við myndum aldrei láta okkur dreyma um, svo lágt var það. Verð á mjólk var líka langt utan okkar verðskyns, eða um $2 á líterinn. Hætt er við að einhverjum myndi ofbjóða ef hann yrði rukkaður um 232 krónur fyrir líter af mjólk hér á landi.
Hækkun persónafsláttarins er hins vegar réttlætismál og hægt að nýta til að einfalda virðisaukaskattinn til verulegrar lækkunnar.
Gunnar Heiðarsson, 25.8.2014 kl. 09:53
Já, mjólk er mikið dýrari í Bandaríkjunum. Líka almennt fiskur. Og allar kartöflur og laukur. Kartöflubændur á Íslandi vinna fyrir nákvæmlega ekki neitt og fínar kartöflur skammarlega ódýrar. Hinsvegar er allur matur sem eftir er líklega ódýrari þar, enda ekki skattlagður upp úr þakinu af stjórnmálamönnum þar sem hvað er matur vefst fyrir þeim:/
Elle_, 25.8.2014 kl. 11:58
Get ég bætt einu við? Þar er þó hægt að kaupa gallon eða tæpa 4 l. af mjólk í íláti og þar með verður mjólkin hlutfallslega miklu ódýrari. Prófið það á Íslandi, með stærri ílátum skiptir verðið litlu eða engu máli og verður oft dýrara, öfugt við það sem það ætti að vera.
Elle_, 25.8.2014 kl. 18:19
Ekki það að ég þekki vel til skattkerfisins á Íslandi, en einhverra hluta vegna þá hljómar þessi virðisaukaskattur eins og það sé skattlagt og svo kemur aukaskattur ofan á það.
En 10% skattur á vörum sem keyptar eru í verzlaun er alveg nóg og auðvita á matvara að vera skattlaus.
Fara í gamla skattkerfið, borga tíund, bæði á vörum og tekjum.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 29.8.2014 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.