Leita í fréttum mbl.is

Machtpolitik

Pútíns er staðreynd. Slíku hefur ekki verið beitt í Evrópu í langan tíma.

Margir áfellast Chamberlain fyrir að hafa reynt að tryggja fólki sínu líf og heilsu með því að reyna að semja sig fram hjá átökum við hinn óprúttna Adolf. Á móti er Churchill hampað. Þeirri "hálfamerísku fyllibyttu" eins og Adolf kallaði hann.

Nú er kominn nýr maður til sögunnar á nýjum tíma, 75 árum eftir stríðsyfirlýsingu Breta og Frakka. gegn Þýskalandi. Sá maður er  Pútín Rússakeisari. Hann teflir djarft gegn öðrum Evrópuþjóðum því hann gerir sér ljósa veikleika ákvarðanatökunnar í ESB, sem eiginlega enginn veit hvernig er stjórnað,- ef því er þá stjórnað.  Hann veit líka að hann hefur orkulegt kverkatak á Stór-Þýskalandi.

Áralangur undansláttur þarlendra vinstri-grænna í orkuuppbyggingu Þýskalands hefur leitt til þessarar stöðu. Í stað þess að leysa málin með nauðsynlegri byggingu kjarnorkuvera, hafa Þjóðverjar verið að föndra við vindmyllur og sólarsellur sem dugar auðvitað ekkert í vaxandi þörf iðnaðarins. Frakkar hafa gengið á lagið og byggt kjarnaver á landamærunum og linað sárasta skortinn. En gasið frá Pútín verður að kaupa þar sem Machtpolitik er aflögð í Þýskalandi og enginn er þess megnugur í kratabandalaginu ESB að taka upp stóla í dyragættir þegar Evran er ofar öllu.  Þessvegna fer Rússakeisari sínu fram í valdatæminu eins og alltaf áður hefur gerst við slík tækifæri í Evrópusögunni. 

Bandaríkin eru skiljanlega þreytt á því að vera ein á báti þegar nauðsyn ber til að stilla til friðar. Þeir eru orðnir þreyttir að verða einir að axla alla ábyrgð með gerðum þegar aðrir nota aðeins talfærin eins og í Bosníu.  Allt þetta gerir Pútín mikli sér ljóst og teflir því djarft. Þegar frá líður munu Rússar minnast hans með hlýhug eins og Péturs og Katrínar.

Úkraína liðast því  í sundur hvað sem hver segir annað.  Vonandi dettur Vesturlandabúum ekki í hug að fara að heimta flóttamenn þaðan á sinn sósíal.  Þeir verða bara að sætta sig við orðinn hlut. Of feitir til að flýja og of latir til að berjast.

 Machtpolitik er hvergi nærri útlæg úr heiminum fyrir þá sem þora að taka áhættu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Guðnason

Mikið vildi ég að þú hefðir ekki rétt fyrir þér núna.

En því miður er því líklega ekki að heilsa.

En ég glotti og sé einhvern púkasvip á þér, þegar ég hnýt um: "...verið að föndra með vindmyllur" ;-)

Þorkell Guðnason, 3.9.2014 kl. 10:58

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Obama kemur og reddar þessu, setur málið iransókn og skoðar málið næstu 2 1/2 árin.

Hann var búinn að hvísla því að rússunum að gera ekki neitt fyrir kosningarnar 2012 og eftir kosningar þá væri hann Obama sveigjanlegur.

Sennilega var Obama búinn að selja Úkraínu til rússana fyrir kosningarnar 2012, en spurningin er hvaða önnur lönd seldi hann?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.9.2014 kl. 19:14

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ich habe von Machtpolitik geredet Jóhann.

Halldór Jónsson, 6.9.2014 kl. 00:44

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nú svo Halldór minn að það þýðir lítið að tala frá Valdapólitík í dag af því að unga kynslóðin lýsir frati á þesskonar tal.

Unga fólkið í dag leggst niður og lætur traðka á sér af því að þau hafa ekki vilja til að standa á móti augljósum landránum svo framarlega sem að það er ekki þeirra garður sem er verið að taka með valdi.

Sagði það í annari athugasemd í dagog endur tek hér: ungir evrópumenn eru úrkynja og gjörspiltir velferðaseggir.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 6.9.2014 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband