Leita í fréttum mbl.is

Ísland áfram umsóknarríki?

um inngöngu í Evrópubandalagið.

Stjórnarflokkarnir hljóta að taka af skarið með þetta leiðindamál á Alþingi þegar  það kemur saman. Það er löngu orðið tímabært að að afgreiða þetta skýra kosningamál. Ekki síst af  því hversu harðnar stöðugt á dalnum í sambandinu og skuldavandi vanþróuðu meðlimaríkjanna eykst. Ef Ísland ætlar sér að vera áfram þáttakandi í Evrópska Efnahagssvæðinu, Schengen og öllu því samstarfi, þá þarf það ekki að truflast hið minnsta þótt aðildarumsókn Steingríms-stjórnarinnar  sé dregin til baka.

Vandamál Evrunnar eru vaxandi og þörf skuldugu landanna fyrir gengisfall og skuldaeftirgjöf  er yfirþyrmandi eigi efnahagur þeirra að eiga sér viðreisnar von. Þjóðverjar vilja engar breytingar á Evrunni, hún hæfir þeim. En Frakkar gætu séð sína sæng uppreidda og samþykkt að taka upp fránkann aftur.Öðruvísi geta þeir ekki komist frá ríkissjóðshalla sínum að því að Brósi (Amrose Evans-Pritchard) segir í stórgóðu viðtali sem sjá má á YouTube ( Bein krækja á viðtalið á YouTube)  samkvæmt upplýsingum Bernharðs Conolly (Bernard Connolly: umræður Milken Institute, 4. maí 2011, þá , þá yrðu Þjóðverjar að sætta sig við að verja 7 % af landsframleiðslu sinni árlega til eilífðar til að greiða fyrir hallann sem Írar, Grikkir, Spánverjar og Portúgalir hafa safnað upp. Ígildi Versalasamninganna á hverju ári sem gengu heldur aldrei upp þá. Hvernig í veröldinni halda menn að þýskir eftirlaunaþegar muni sætta sig við slíkt? Önnur ríki verða að komast út úr myntbandalaginu með Þýskalandi. Enda sýnir það sig að það beinlínis dregur úr innbyrðis viðskiptum Evruríkjanna, alveg öfugt við væntingarnar það sem ná átti með stofnun Evrunnar. Þetta er furðuleg niðurstaða en svona er það nú samt. Um þetta hefur Gunnar Rögnvaldsson skrifað margar afbragðsfærslur á blogg sitt.www. tilveran-i-esb.blog.is sem ég mæli með að sem flestir lesi.

Nú er Draghi búinn að lækka stýrivextina niður í 0.05 % og innlánsvextir banka hjá Seðlabankanum eru orðnir mínus 0,2%. Hann ætlar líka  að fara að kaupa skuldabréf  af bönkum í stórum stíl þrátt fyrir andstöðu Þjóðverja. Fögnuður sunnar í álfunni og í herbúðum Já-Íslands. Eðilega myndi Samfylkingin telja þetta góð tíðindi og rök fyrir upptöku Evru á Íslandi og inngöngu í ESB.  En slíkt er borin von um þessar mundir  enda ESB sjálft búið að loka á stækkun þess á næstu árum.

Evrusvæðið er að hrynja fyrir augunum á okkur hvað sem Samfylkingarfósarnir Össur og Árni segja eða svikahrapparnir í VG. Við erum greinilega ekki á leið inn í sambandið eða að taka upp mynt Stór-Þýzkalands. Við erum ekki á leið inn í 25% atvinnuleysi Spánar. Við erum ekki á leið með að afhenda þeim kvótann okkar. Við erum ekki að afhenda útlendingum Ísland heldur þurfum við að vernda landið, auðlindirnar og þjóðernið. 

Það er því fullkomlega tilgangslaust að klára ekki þetta umsóknarmál þegar í stað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fólk þarf að muna að það er alltaf verið að velja á milli margra slæmra kosta.

Jón Þórhallsson, 7.9.2014 kl. 19:32

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Er það slæmur kostur að fylgja sannfæringu sinni og kosningaloforðum?

Halldór Jónsson, 7.9.2014 kl. 21:30

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Trúarbrögð eru varasöm og öfgatrúarmenn stór hættulegir. 

Evrópusambandið sannar hin varasömu trúarbrögð og þjóðverjar öfgarnar.

Hrólfur Þ Hraundal, 7.9.2014 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband