Leita í fréttum mbl.is

"MP banki

 tapaði 159 milljónum króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við hagnað upp á 460 milljónir á sama tímabili fyrir ári.

 

Í tilkynningu frá bankanum er bent á að afkoman hafi batnað verulega sé miðað við seinni hluta árs 2013 þegar tap bankans nam tæpum milljarði króna, að stærstum hluta vegna niðurfærslu á viðskiptavild.

 

Tap MP banka á fyrri árshelmingi litast af gjaldfærðum kostnaði vegna hagræðingaraðgerða sem nema um 100 milljónum króna. Þá var gengistap bankans um 50 milljónir.

 

Eftir að ljóst varð sl. haust að áform MP banka um að stækka efnahagsreikninginn með aðkomu nýrra fjárfesta að hluthafahópnum myndu ekki ganga eftir hefur bankinn ráðist í umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir. Frá fjórða ársfjórðungi 2013 hefur starfsmönnum bankans fækkað um 30% og rekstrarkostnaður, að teknu tilliti til starfslokakostnaðar, lækkaði um 200 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins.
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri bankans, segir í tilkynningu að það hafi verið nauðsynlegt að breyta fyrri áætlunum sem miðuðu við aðgang að vaxtafjármagni. »Það kom harðast niður á bankastarfseminni sem krefst mests eigin fjár. Þess vegna þurfti að stokka spilin upp á nýtt og endurskipuleggja rekstur.« Verulegur árangur hafi náðst í þeirri vinnu og kostnaðargrunnur bankans lækkaður verulega sem muni skila sér í bættri afkomu af grunnrekstri eftirleiðis.

 

Sigurður Atli segir að salan á Lykli, eignaleigusviði bankans, til Lýsingar fyrr á árinu hafi gengið mjög vel. Þau lán sem fluttust yfir til Lýsingar námu um 7% af heildareignum MP banka, eða um 4 milljörðum.

 

Hreinar vaxtatekjur MP banka lækkuðu um 12% frá seinni hluta árs 2013 og námu 674 milljónum króna. Skýrist sú lækkun af minnkun útlánasafns. Á sama tíma jukust hins vegar þóknanatekjur bankans um 10% og voru samtals 814 milljónir króna á tímabilinu."
 
Allt þetta  má lesa í Morgunblaðinu í dag.
En kannski vilja menn heyra eitthvað um þetta MP-mál frá einum viðskiptavini?  Í fyrstu persónu. Mér. 
Eftir hrunið fóru margir viðskiptavinir gömlu bankana sem Steingrímur J. gaf hrægammasjóðunum í vanþóknun yfir til MP-banka með allt sitt. Þar mættum við frábæru viðmóti og þjónustulipurð starfsfólks. Sumir höfðu þó efasemdir um að stærri hluthafarnir gætu ekki farið leið Baugs í Glitni sáluga, sem sum okkar höfðu haldið tryggð við frá Iðnaðar-og Verzlunarbanka árunum svo og SPK sem Baugur lagði að lokum undir sig.
Allt gekk vel og MP-banki veitti viðskptamönnum hina bestu þjónustu.  Síðan fóru ský að draga upp á trúverðugleika himininn. Aðaleigandi lággjaldaflugfélags keypti ráðandi hlut í bankanum, rétt eins og hafði gerst í Glitni og fyrrum foringi og átrúnaðargoð Sjálfstæðisflokksins gerðist stjórnarformaður.
Eytt var talsverðu púðri í að sannfæra okkur viðskiptamenn um að öllu væri samt óhætt. Allt virtist rólegt á yfirborðinu þrátt fyrir illan grun.  Þangað tl á þessu ári. Þá var lagt  fyrirvaralaust gjald  á þá sem vildu vera smáir viðskiptamenn í MP-banka og þeim þannig í raun vísað á dyr.  Skorið var umsvifalaust á allar væntingar sem viðskiptamenn höfðu vegna viðskipta sinna varðandi því að bankar væru bakhjarl í hinu daglega lífi.
Í mínu tilviki var mér góðfúslega bent á að hypja mig annað ef ég vildi ræða eitthvað annað en þau innlegg sem ég hafði stundað síðastliðin 6 ár og aldrei skuldað bankanum eyri. Til viðbótar hafði ég oftsinnis verið fullvissaður um að bankinn myndi vera minn bakhjarl ef ég þyrfti lítils við. Allt var dregið til baka og nú með fullkomnum ruddaskap af lykilmönnum bankans sem buðu ekki einu sinni upp á að ræða málin. Þvílíku  hef ég aldrei orðið fiyrir í viðskiptalífinu og hef þó marga fjöruna sopið. Menn vilja ekki snerta mann með tíu feta stöng hvað þá styttri heldur bara settir á mann hundarnir með þökk fyrir áralanga viðkynningu. 
Vegna persónulegrar vináttu við það fólk í MP-banka sem hefur veitt mér þjónustu í gegnum árin þá skellti ég, sem líklega einhverskonar geðlurða,  ekki hurðum strax heldur nota þetta fólk ennþá til ýmissa verka þó að ég fyrirlíti stofnunina MP-banka og æðstu stjórnendur hans.  Mér hefur verið vel tekið annrsstaðar auðvitað þar sem ég er ekki ennþá kominn í hóp þurfalinga  þrátt fyrir Steingrím J. og auðlegðarskattinn hvað sem verður. Mínir dagar innanstokks í MP-banka verða þó varla margir úr þessu.
Warren Buffet er sagður haf eitt prínsíp. Það er að fjárfesta aldrei í flugfélagi. Hvað skyldi hann þá  segja um lággjaldaflugfélag?  Hvaða skoðanir skyldi hann hafa á gluggaskreytingum í stað orðheldni og mannkosta. Ekki veit ég.
En mér er eiginlega spurn, er viðskiptabankaleyfi ekkert háð því að veita viðskiptabankaþjónustu heldur að  sami banki einbeiti sér að fjárfestingarstarfsemi og eignastýringu?
 Á MP-banki yfirleitt að hafa viðskiptabankaleyfi? Er heitið ekki villandi?  
Þurfa innleggseigendur í MP-banka ekki að spyrja sig spurninga?
Voff,Voff! Eru ekki komnir breyttir tímar í MP-banka frá 2009? 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Snilldarleg lýsing á mjög ljótu máli

Kristmann Magnússon, 5.9.2014 kl. 12:38

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er engin snilld í því fólgin að segja sannleikann.

Halldór Jónsson, 5.9.2014 kl. 15:46

3 Smámynd: Kristmann Magnússon

sannleikann má segja á marga vegu

Kristmann Magnússon, 5.9.2014 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 3418432

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband