Leita í fréttum mbl.is

Er tímaskekkja?

í því sem Forseti Íslands mælir við þingsetningu í dag?

" Sómi og sjálfs­virðing Íslands voru ætíð leiðarljós í sér­hverri för; vilji sem á djúp­ar ræt­ur í sögu sjálf­stæðis­bar­áttu og lýðveld­is, í þeirri arf­leifð sem Alþingi og okk­ur öll­um sem þjóðin kýs ber að virða; arf­leifð sem verk Alþing­is , allt frá end­ur­reisn, hafa mótað; arf­leifð sem er afrakst­ur for­ystu þeirra kyn­slóða sem áður sátu í þess­um sal og fjöld­ans á Þing­völl­um fyr­ir sjö­tíu árum.  "

Er hin opinbera framkvæmd í innflytjendamálum sem á að leiða þjóðina til fjölmenningar í samræmi við þenna boðskap Forsetans? Verður fjölmenning samrímanleg við arfleifðina sem varðveittist í sögunni, hefðunum og bókmenntunum? Kæra nýbúar og framtíðarþjóðin í landinu sig eitthvað um Egil Skallagrímsson eða Skarphéðin? Eða hvernig fer þetta allt saman við þetta marglofaða öfgaleysi sem er andhverfa óheftrar alþjóðahyggju kratismans?

það eru öfl í þjóðfélaginu sem toga í eina átt og vilja varðveita eitthvað af því sem þjóðin á ennþá sameiginlegt.  Það eru önnur öfl sem toga í hina áttina og vilja kasta öllu því gamla fyrir róða, hvort sem er tunga, þjóðkirkja eða hefðir. Telja landið betur komið undir stjórn annarra þjóða.

Ég er ekkert viss um að ég átti mig lengur á því hverjum veitir betur? Enda líklega orðinn tímaskekkja sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband