Leita í fréttum mbl.is

Marine Le Pen

er til umfjöllunar í leiðara Mogga:

"Í síðustu almennu kosningum í Frakklandi fór Þjóðarflokkur Marine Le Pen með sigur af hólmi. Kjörsókn var fremur dræm í þeim kosningum og valdaflokkarnir tveir, hægra og vinstra megin við miðjuna, nefndu það gjarnan sem huggunarefni.

 

En um leið lýstu þeir áhyggjum sínum yfir því að öfgaflokkur undir forystu öfgafulls foringja næði slíkum árangri í kosningum. Fréttaskýrendur voru ekki langt undan með svipaðar áherslur. Nú hafa birst skoðanakannanir í Frakklandi, sem sýna áþekka tilhneigingu og fyrrnefndar kosningar. Og ekki er hægt að draga þær í efa með vísun til dræmrar þátttöku í kosningum eða að kosningarnar hafi verið fremur ómerkilegar (snúist um Evrópuþingið) og því brúkaðar af kjósendum til þess að koma óánægju á framfæri við þá flokka sem þeir myndu styðja í alvöru kosningum.

 

Skoðanakannanirnar sýna að Marine Le Pen myndi fá mest fylgi í fyrstu umferð forsetakosninga í Frakklandi. Það gefur til kynna að hún myndi etja kappi við frambjóðanda úr röðum miðjubandalags flokka til hægri eða vinstri sem ná myndi öðru sætinu. Þótt þetta þyki töluverð tíðindi er fordæmi til, því að Jean-Marie Le Pen, faðir Marine, komst fyrir 12 árum í úrslitaumferð forsetakosninganna. Sósíalistar ákváðu þá að fylkja sér um hægri manninn Jacques Chirac sem sigraði með miklum yfirburðum. En kannanirnar sýndu einnig að yrði Hollande, núverandi forseti, mótframbjóðandi Le Pen myndi hún sigra hann næsta auðveldlega. Kjósendur á hinum vængnum myndu með öðrum orðum ekki kjósa Hollande »til að afstýra slysi« eins og gert var árið 2002. Aðrir forsetaframbjóðendur sem nefndir voru til sögunnar, þar á meðal Sarkozy, fyrrverandi forseti, myndu samkvæmt könnunum hins vegar sigra Marine Le Pen.

 

Þær niðurstöður þykja því fremur benda á sérlega laka stöðu Hollande forseta, sem er sá óvinsælasti í því embætti síðan slíkar mælingar hófust, en til þess að ótvíræð sigurganga Marine Le Pen sé hafin.

 

Forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, taldi hins vegar að þessar kannanir væru ógnvekjandi. Fengi þessi »öfgaflokkur« slíkan stuðning myndi það ekki aðeins vera mjög hættulegt fyrir Frakkland heldur jafnframt fyrir »Evrópu.« Þegar Evrópa er nefnd í slíku samhengi eiga stjórnmálamenn fremur við Evrópusambandið en álfuna sem slíka. Marine Le Pen hefur vissulega sagt aðspurð að fyrsta verk hennar sem forseta Frakklands yrði að gefa seðlabanka landsins fyrirmæli um að hverfa út úr evrunni og taka upp franskan franka á ný. Varla dugar sú skoðun til að flokkur sé stimplaður sem öfgaflokkur. Það er fullgild stjórnmálaleg skoðun að vilja taka upp evru, búi land ekki við hana og losa land út úr henni sé það í henni. Tveir stærstu flokkar Bretlands eru þannig alfarið andvígir því að kasta þjóðargjaldmiðli sínum, pundinu, fyrir evru. Svíar, sem eru skuldbundnir til að taka upp evru, nota ólíkindalegar lögskýringar til að komast undan því að uppfylla það ófrávíkjanlega skilyrði, sem þeir hafa þó undirgengist.

 

Marine Le Pen vill vissulega draga úr straumi flóttamanna til landsins. Það er stjórnmálaleg afstaða sem nýtur sífellt meiri stuðnings almennings. Sumum dugar sú afstaða til að útnefna þá sem hafa hana sem öfgamenn. Þess háttar merkimiði þykir þó ekki endilega jafnsjálfsagður og áður. Það getur reynst hættulegt að stunda algjöra þöggun um málaflokk af þessu tagi allt þar til að ekki verður neitt við málið ráðið. Hvergi vottar fyrir þeirri stefnu hjá Marine Le Pen að hún vilji ná stjórnmálalegum markmiðum sínum með öðrum meðulum en lýðræðislegum. Þegar áhugamenn um stjórnmál skoða stefnuskrá og yfirlýsingar frú Le Pen geta þeir fundið margvíslegar málefnalegar ástæður fyrir þeirri afstöðu sinni að vilja ekki kjósa frúna eða flokk hennar.

 

Hollande situr sem forseti Frakklands á grundvelli úrslita lýðræðislegra kosninga. Þær tryggja honum valdasætið til 5 ára. En hver könnunin af annarri hefur sýnt að aðeins um 18% Frakka telja Hollande hæfan til að gegna embætti sínu, eða treysta honum til þess að fenginni fárra ára reynslu. Það hlýtur því að flögra að honum og stuðningsmönnum hans í Sósíalistaflokknum að hið lýðræðislega umboð hans sé orðið æði veiklulegt, svo ekki sé meira sagt."

Margt af því sem þarna er sagt ætti að vera Samfylkingarfólki og svokölluðum Evrópusinnum og Evrupostulum  til umhugsunar. Svo og þeim sem stjórna innflytjendamálumá Íslandi og allt of frjálsu flæði óþjóða til landsins.

Mér sýnist að hagur Frakka geti vart versnað við að skipta um Forseta og efnahagsstefnu eftir áralanga afturför. Marine Le Pen er því allrar athygli verð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér leikur forvitni á að vita hvaða erlendar þjóðir það eru sem eru "óþjóðir", svo að hægt sé að vara sig á fólki af þeim þjóðernum.

Ómar Ragnarsson, 9.9.2014 kl. 13:29

2 Smámynd: Halldór Jónsson

það getur verið allskyns lýður sem er ekki líklegur til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Löggan vill meina að Hells Angels séu þessháttar lýður til dæmis og vill þá ekki hingað þó sannkristnir séu

Halldór Jónsson, 9.9.2014 kl. 17:38

3 identicon

Þessi flokkur er öfgaflokkur. Kanski ekki fyrir það að vilja ekki vera í ESB að vilja hafa skynsamlega innflytjenda stefnu, end fyrir marga aðra hluti. Flokkinum er til dæmis ílla við samkynhneigða og virðist aðeins taka við þeim til að forðast vont umtal. Þá hefur formaður flokksins sagt hluti eins og að "samkynhneigðir séu ok svo lengi sem að þeir halda sér ósýnilegum innan flokksins" eða eitthvað á þá leið.

Þetta er kanski ekki franski nasista flokkurinn en þetta er ekki gott fólk. 

Málefnin (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 18:25

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Undir bloggnafninu "Málefnin" fann hr. Sveinn Dagur Rafnsson sér tilefni til þess, út á eitt atriði, að lýsa flokk M. Le Pen "öfgaflokk". Vel má vera, að flokkurinn sé það, en það þarf þá að styðjast betri rökum en þetta.

En ég þakka þér, Halldór, sem svo oft áður.

Jón Valur Jensson, 9.9.2014 kl. 21:00

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyirr vinur Jón að skýra málin fyrir þessum dularklædda manni. Satt að segja ætlaði ég ekki að nenna að svara svona skætingi. Flokki er ekki illa við þetta eða hitt nema að hann hafi samþykkt ákveðna stefnu í þessu eða hinu. það eru margir sem vilja að samkynhneigðir haldi undirfataþvotti sínum utan almannafæris sem hluta af almennu velsæmi. Mér á ekki að vera þrögnvað til að horfa á það sem ég vil ekki án þess að kalla það öfgar. Og mér finnast öfgar vera bara ágætar þegar þær ganga í ákveðnar bætandi áttir eins og þjóðernishyggju og verndarstefnu lands og lýðs. Þeir sem vilja opna allt uppá gátt fyrir lægstu dreggjum mannlífsins eru öfgamenn að mínu mati, ekki víðsýnir eða afbragð annarra.

Halldór Jónsson, 9.9.2014 kl. 21:20

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta sífellda öfgakjaftæði í kommunum er hreinlega með öllu öfgaóþolandi þar sem þeir eru yfirleitt öfgafyllstir af öllum öðrum ólöstuðum.

Halldór Jónsson, 9.9.2014 kl. 21:22

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verulega góð þessi seinasta aths. þín, Halldór!

Jón Valur Jensson, 14.9.2014 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418430

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband