Leita í fréttum mbl.is

Hættum við hálfkákið

Eitt virðisaukaþrep 17% er það sem landsmönnum kæmi best . Hækka matarskattinn úr 7 í 17 % en ekki 12 %. Og lækka efsta þrepið og það algengasta úr 25.5%  í 17 % um leið. 

Hversu mikið betri skil yrðu ekki á virðisaukaskatti ef þrepið væri aðeins sanngjarnt 17 % en ekki 25.5%. Myndi hvatinn til undanskota ekki minnka?

Það var auðvitað að kommarnir myndu rjúka upp með miklu væli um árásina hans Bjarna ríka og Sigmundar Gullskeiðar á þá sem minnst mega sín þegar Bjarni kynnt þessi áform ríkisstjórnarinnar að hækka matarskattinn úr 7 % í 12 %. Þvílkt garg á þinginu í kvöld. Og á Útvarpi Sögu í dag. maður vorkenndi Pétri að þurfa að hlusta á þetta fólk tala sig upp á háa-C yfir hlutum sem það hefur ekki hugsað.

Allt þetta tal er auðvitað tóm vitleysa. Bjarni hefur marg sagt að auðvitað yrði matarskatturinn ekki hækkaður án ráðstafana til að hugsa um þá tekjulágu. Halda menn að skattkerfinu sé nokkuð að vanbúnaði að reikna út hvað hver lágtekjumaður á að fá til að bæta þá kannski 8 % hækkun á matvöru sem við þessa fullu hreinsunaraðgerð skattkerfisins til félli?

En Bjarni hefur nú bara talað um hækkun úr 7 % í 12 % . Það er auðvitað bara áfangi að marki sem allir sjá sem vilja sjá að yrði lang best fyrir samfélagið. Kerfið yrði ónýtt eftir sem áður. Einfalt og gatalaust virðisaukaskattkerfi með miklu lægri efstu prósentu myndi stórlega draga úr hvatanum til undanskota sem er greinilegur við 25.5% efsta þrepið í dag.

Matarkarfan myndi hækka um svona 8-9 % við hækkun matarskattsins í 17 %.  Yrði nokkur vandi fyrir skattkerfið að útdeila matarstyrk eftir skattframtölunum sem gerði þessa skattabreytingu mögulega?  Skattabreytingu sem myndi koma öllum til góða. Stórauka tekjur af ferðaþjónustu, auðvelda rekstur fólksflutninga og trygginga. Slá verðbólguna rothögg. Svo margt myndi  lækka eins og bílar, bensín,heimilstæki, íbúðirnar og byggingarkostnaðurinn. Ætli tekjur af virðisaukakeerfinu myndu ekki bara aukast við þessa lækkunaraðgerð?

Endalaust hagræði að losna við þetta götótta undanþágukerfi sem við höfum smíðað með klastri sem gekk þvert á það sem stefnt var að við upptöku virðisaukakattskerfisins. Sem ég barðist gegn með oddi og egg en auðvitað koltapaði þar sem enginn hlustar á mig yfirleitt.

Eitt virðisauka þrep 17 % er það sem þjóðinni kæmi best í dag. Lækkum verðlagið í landinu. Bætum lífskjörin, styrkjum krónuna. Jafnvel þó að við náum ekki 17 % í fyrstu atrennu má það vera markmið.

Hættum við hálfkákið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt athugað hjá þér kæri Halldór!

Hálfkákið er ekki til fagnaðar í þessu. Við munum enn þegar Bjarni veitingamógúll í Ning´s hækkaði matseðilinn sinn passlega mikið að hausti til þess eins að lækka hann niður í það sem hann var upphaflega aftur þegar búið var að lækka virðisaukann á matinn í mars eða þar um bil. Kriminelt auðvitað en menn finna ávallt leiðir eins og þú bendir á.

Bjarni mórtmælti auðvitað og heimtaði fund með blaðamanninum sem upplýsti alþjóð um svínaríið hans. Þar dró blaðamaðurinn upp eintök af matseðlum Ning´s fyrir - á meðan - og eftir. Sló þögn á menn Bjarna sem og hann sjálfan og hundskuðust þeir út af fundinum með skottið á milli lappana.

Það skal tekið fram að flestir gerðu sama og hann, en Bjarni var einn af fáum sem reyndi að bjóða blaðamanninum birginn og lenti því í sviðsljósinu með allt skítaklabbið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.9.2014 kl. 01:36

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Halldór, hálfkák er kallað fúsk af betri iðnaðarmönnum, en af þeim lakari er það kallað redding.

Fúsk við kirkjusmíði veldur því að hún lekur og fýkur svo ein stífan dag.  Fúsk við útbúnað skipa er hættulegt sem og hálfkák við að stjórna þeim.

Hálfkák í stjórnsýslunni kemur alltaf í hnakkann aftur og aftur, en eitt þrep að hámarki 17% án undantekninga væri mun heilsusamlegra, þó að reddararnir megi alveg hafa endalausan hausverk mínvegna. .

Hrólfur Þ Hraundal, 11.9.2014 kl. 07:49

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sammála Halldór.  Einföld og auðreiknanleg mótvægisaðgerð  væri sú að hækka skattleysismörkin en þar stendur hnífurinn í kúnni.  Bjarni Ben og sennilega fleiri sjálfstæðismenn mega ekki heyra á það minnst, þó allir sjái að skattleysismörk um 135þús. kr. eru auðvitað fyrir neðan  allar hellur.

Þórir Kjartansson, 11.9.2014 kl. 16:55

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Gleymum skattleysismörkunum. Hættum bara með tekjuskatta, alveg, og þá má VSK á alla línuna vera 20%, og öllum vinnandi mönnum verður sama.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.9.2014 kl. 17:57

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Eitt þrep, 15%. Ef ekki er hægt að reka ríkið með 15% vaski er eitthvað að, og það á að laga það, frekar en að hafa þrepið hærra. 20% vaskur er í lagi, ef tekjuskattur er afnuminn.

Samhliða þessu ætti að taka til í stjórnkerfinu og fækka fólki sem er á launum við að væla og garga. Það væri til dæmis nóg að hafa 7 þingmenn og 3 ráðherra. 

Hörður Þórðarson, 11.9.2014 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419711

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband