Leita í fréttum mbl.is

71% hækkun?

matarskattsprósentunnar, 12/7=71,4%, er ekki nema 4,67 % hækkun á matarkörfunni, 112/107.

Sá sem kaupir mat fyrir 200 þúsund á mánuði  borgar 9340 krónum  meira. Á móti hefur allt annað lækkað í verði um 124/125,5 eða 1,1 %. Bílar, bensín, þvottavélar,  byggingakostnaður, húsaleiga.  Krónan hefur styrkst og verðbólgan verið slegin niður.  Verðtryggð lán lækka með lækkun vísitölu. Allt saman ef hæsta virðisaukprósentan sé sett í 24 % á allt um leið og matarskattur fer úr 7 í 12 %  með hækkun matarkörfunnar. Eitthvað verður líklega að greiða til baka í bætur sem skekkir dæmið en ekki mikið.  Eða bara að hækka persónuafsláttinn sem væri líka best eins og hann Árni sagði stundum. Ferðamenn éta líklega brátt jafnmikið og við. Þarna fáum við auknar tekjur af matarsölu.

Betri skil virðisauka eykur tekjur ríkisins vegna betri skila og minni hvata til undanskota. Það er ekki verið að hækka matinn um 71 % með fjárlagafrumvarpinu eins og kommarnir halda fram, heldur 4.67% . Það á að bæta fólki hækkanirnar segir Bjarni hátt og skýrt. Þeim auðvitað fyrst sem þurfa mest. Skattkerfið hefur nú leyst annað eins. Það er óþarfi að bæta þeim sem best hafa það. Auðvitað þarf  að stefna að frekari lækkun virðisaukaskattsprósentu og fækka þrepum og undanþágum.

Þetta er ekki 71 % hækkun á lífsnauðsynjum heldur lífskjarabót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Virðisaukaskattur er ekki matarskattur heldur skattur af virðisauka sem skapast af því meðal annars að breyta korni í aukið verðmæt, svo sem kjúkling, eða stálplötu í tank.

Það eru bara svindlarar og ambögusmiðir sem nota virðisauka skatt til að gera minna virði úr matvæla framleiðslu en annarri iðnaðarframleiðslu.  

Virðisauka skattur á að vera sá sami á allan virðisauka, en ef það er ekki hægt vegna heimsku vinstrimanna og annarra moðhausa, þá á að leggja hann niður og bæta upp tapið með auknum launasköttum.   

Hrólfur Þ Hraundal, 11.9.2014 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418300

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband