esse delendam "
Cato hinn gamli fór til Karthagó 157 f.Kr. og sá að uppgnagur borgarinnar ógnaði veldir Rómar. Þessvegna endaði hann allar ræður sinnar á að að leggja til að Karþagó skyldi eytt. Honum varð að ósk sinni 146 þegar borginni var gereytt og allir drepnir eða seldir í þrældóm. Borgin reis aldrei eftir það.
Einar Benediktsson ambassador virðist hafa þennan háttinn á. Hann skrifar tíðum langt mál um vandmál heimsins yfirleitt af mikilli þekkingu á alþjóðamálum. En þetta er yfirleitt iaðeins nngangur að einfaldri trúarkenningu hans: Ísland gangi í Evrópusambandið.
Löng grein í Fréttablaðinu í dag er engin undantekning. Hann byrjar á lofsöng um veru Íslands í NATO. Síðan að fjárhagsástæður ríkjanna í Evrópu leiði til þess að Bandaríkin muni ekki nenna að kosta NATO ein og sér. Þessvegna muni Rússar eflast og sækja fram til okkar.
Niðurlagið er svo þetta:
"Sú stefna var tekin af ríkisstjórninni við upphaf innrásar Rússa í Úkraínu, að Ísland styddi stefnu og aðgerðir NATO og það er mikilsvert. Þá er það stöðugt verkefni að efla tvíhliða varnarsamstarfið við Bandaríkin en í þeim efnum eiga þjóðir okkar þá samleið, sem hófst 1941. En við lifum mjög breytta tíma mikilla viðsjáa. Við erum nátengd því Evrópusamstarfi, sem við eigum heima í að fullu og öllu og nú er vaxandi hagsmunamál. Nær helmingur Íslendinga vill að lokið sé aðildarviðræðunum við ESB. Það er tilefni endurvakningar þess pólitíska vilja sem á árum áður tryggði hagsmuni okkar með aðild að Atlantshafsbandalaginu, gerð varnarsamningsins við Bandaríkin og þátttöku í Evrópusamrunanum frá aðild að EFTA til þátttöku í EES. "
Carthaginem esse delendam.
Allt hjálpræði felst í því að Íslendingar taki við vandræðunum í ESB sem geta ekkert lagt til varna NATO vegna innri fjárhagsvandræða . Fylki sér þar í 5000 manna hraðliðinu sem á að bjóða Pútín Rússakeisara byrginn. Sem er að stórauka hervæðingu Rússa.
Hvaða gagn er að danskri herþotu að fljúga við við Ísland í loftrýmiseftirliti á íslensku bensíni? Skræmmes Russene? Ekkert viðlíka miðað við það að sjá bandaríska fánann á stélinu. Sannast sagna er ESB eitthvað sem Rússar vita að þeir hafa í rassvasanum vegna einokunar í orkumálum sambandsins. Þetta samband getur ekki neitt og hefur sýnt sig að geta ekkert á sviði hernaðar eða erfiðrar ákvarðanatöku hvað sem vinstri-græninginn Joscha Fischer segir sem Einar trúir. Nægir að minnast Bosníustríðsins í bakgarði Evrópu, þar áður WW1 og WW2. Evrópa getur ekki neitt í sinum innri málum því Evrópusambandið er bandalag erfðaóvina aldanna og verður þannig. Menn snúa ekki hjóli sögunnar við með einhverjum vindverkjum. Innbyrðis vinskapurinn er lítill og algerlega án þjóðernissamkenndar sem Bandaríkin búa yfir. Ekkert af þessu til þess að afsala sjálfstæði Íslands í hendur gömlu nýlenduveldanna og gerast dátar þeirra.
Það yrði mikil ógæfa ef Íslendingar láta slíkan mælskumann sem ambassadorinn slá ryki í augu sín. Sjálfstæði landsins, yfirráðin yfir auðlindunum og staða okkar á norðurslóðum er sterkust með verunni í NATO en laus við aulabandalagið ESB og veruna í Schengen sem allra fyrst. Skrúðmælgi undir yfirskyni þekkingar má ekki byrgja okkur sýn.
Eitt mælir Einar sem ég er verulega sammála og það er að vera á varðbergi gegn ásælni Kínverja. Þeir reyna að plata sveitamanninn og eru ekki hættir þótt Nubo sé farinn.
Ceterum censeo ESB non esse ascendam.
Athugasemdir
Sammála þér, Halldór, hvað viðræðuna við Einar Ben. áhrærir.
En orð Catos gamla eiga sér hliðstæðu í yfirlýsingum ýmisa um Ísrael
Og það eru ekki bara stjórnvöld í Teheran sem vilja þurrka Ísrael út af kortinu. Það virðist jafnvel eiga við um ýmsa Íslendinga!
Jón Valur Jensson, 19.9.2014 kl. 22:35
Þetta datt e-n veginn út úr innlegginu:
Jafnvel múslimar í Hamas, sem þykjast trúa á helgi Jerúsalem, af því að þeir halda að Múhameð hafi stigið þaðan til himins, hafa samt tekið upp þann sið á þessu ári að senda eldflaugar á þá helgu borg Gyðinga og kristinna.
PS. ýmisa ---> ýmissa.
Jón Valur Jensson, 19.9.2014 kl. 22:39
Tgakk fyrir þetta vinur Jón Valur.
Ekki hægt er að semja við Hamas
helvítin eru til hasars
því sama hvað segja
með siðferði greyja
þeir myrða okkar menn til gamans
Halldór Jónsson, 20.9.2014 kl. 08:31
Einar er ekki að reyna að slá ryki í augun á okkur en það eru þið þessir aulalegu ESB andstæðingar sem þurfið að fara í eitt almennilegt augnbað til að reyna að skola í burt þessari dellu sem hylur réttsýnina í ykkur.
Það er enginn að tala um að fórna neinu sjálfstæði eða yfirráðarétti til ESB - reynið nú að skilja það í eitt skipti fyrir öll og t´ruið ekki öllu sem kemur frá Hádegismóum eða frá LÍU og Búnaðarsamtökunum
Kristmann Magnússon, 20.9.2014 kl. 15:25
Er það í alvöru EKKI að fórna sjálfstæði lands og þjóðar, Kristmann, sem og yfirráðarétti yfir fiskveiðilögsögunni, að 1) gefa æðsta og ráðandi lögjafarvald í hendur þessu stórvelda-bandalagi, eins og kveðið er á um í hverjum nýjum aðildarsáttmála (t.d. Svíþjóðar og Finnlands)? Einnig 2) að æðsta stjórnvald í ýmsum málum a.m.k. (þ.m.t. á sviði skipulags fiskveiða) sé falið valdastofnunum ESB og 3) að æðsti dómstóll yfir landi okkar yrði ESB-dómstóllinn í Lúxemborg? -- sá hinn sami sem í ggnum fulltrúa sinn í "gerðardómi" haustið 2008 sakfelldi okkur í Icesave-málinu og gerði þjóðina greiðsluskylda um allar kröfur Bretlands og Hollands!!!
Jón Valur Jensson, 22.9.2014 kl. 00:12
Jón Valur, Hann Mannsi er rökheldur eins og allir ESB landsölugreifar. Það þýðir ekkert að pexa við þá. mannsi var svona strax í Grænuborg. Helvíti góður náungi fyrir utan þessa blindu sem stafar af gamalli borgaraþráhyggju sem hann fékk hjá Albert. Svo er hann í fýlu af því að Sjálfstæðisflokkurinn fellur ekki fram í heild sinni og tilbiður hann.
Halldór Jónsson, 22.9.2014 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.