Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar láta verkin tala

 

svalbard

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

þegar Polarsyssel, líklega dýrasta skip í íslenskri eigu, er komið á vaktina við Longyearbyen á Svalbarða með frumkvöðulinn Steingrím Erlingsson og konu hans Kristínu Gísladóttur innanborðs. En skipið var byggt til að mæta útboðslýsingu sýslumannsins á Svalbarða sem er norskur, þó að fleiri þjóðir hafi búsetu á Svalbarða. En við Svalbarða voru heiftarlegustu orrustur seinni heimstyrjaldarinnar háðar með hrikalegum fórnum sem lesa má um í afburðagóðum bókum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um sögu skipalestanna til Rússlands frá Íslandi.

Skipið sinnir þjónustu við Svalbarða og eyjarnar í Dumbshafi næstu 6-10 árin og er núna að fara í það sem fyrsta verkefni að dreifa vara birgðum af þyrlueldsneyti um ýmsar nálægar eyjar. En eins og sjá má er skipið líka fullkomin þyrluflugstöð. Þjónustutíminn er frá maí til nóvember ár hvert og leysti varðskipið Týr þetta nýja skip af frá því í vor.Var varðskipið málað rautt í því tilefni. En Steingrímur tók varðskipið á leigu til þessa verkefnis eins og fleiri á liðnum árum.  Polarsyssel átti víst líka að vera rautt eins og norski fánaliturinn en Steingrímur fékk þá víst í að samþykkja blátt sem íslenska fánalitinn á móti því að skipið bæri norskt nafn.

Skipið fer svo á olíumarkaðinn í vetur. En það er svona dýrt meðal annars af því að það er með gríðarlega flókinn staðsetningarbúnað sem gerir því kleyft að halda stöðu í stórsjó við olíupallana án þess að rekast utaní. Allir vita hverskonar risaapparöt þessir pallar eru sem þurf stöðuga aðdrætti með sérbúnum skipum eins og Polarsyssel er. Meðal annars olíu og er skipið með tanka til þess!Auk þess er það gríðarlega öflugt slökkviskip við elsdsvoða.

 Íslendingar hafa með þessu nýja skipi, sem er fjármagnað með íslensku hlutafé og lánasamstarfi norskra og íslenskra fjármálafyrirtækja, stigið sín fyrstu skref inn í olíuiðnaðinn. Skref sem er ekki einhver tilvísun inn í framtíðina eins og leitarleyfi á Drekasvæðinu, heldur raunverulegt fyrirtæki sem verður til fyrir  hugarflug íslensks athafnamanns, Steingríms Bjarna Erlingssonar. Án frumkvöðla verður ekkert til. Og þeir verða ekki til með samþykktum á Alþingi eins og vinstri menn halda. Þeir eru menn sem víla ekki fyrir sér að leggja allt sitt undir til að vinna hugmyndum sínum framgang en liggja ekki á opinberum kontórum að rella um styrki. Þeir bara framkvæma. Polaryssel er byggt án þess að opinberar fyrirgreiðsluskrifstofur  hafi komið að málinu heldur er hér um hreint einstaklingsframtak að ræða.

Til hamingju Steingrímur með þennan áfanga. Þú hefur sýnt og sannað að þeir Íslendingar eru enn til sem þora að láta verkin tala án þess að væla stöðugt á pólitískum fundum um skilnings-og fjármagnsleysi þjóðfélagsins á frumkvöðlastarfi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418216

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband