22.9.2014 | 23:09
Gjaldmiðlastefna?
er eitthvað sem bögglast fyrir fólki sem ekki hefur hugleitt til hlítar hvað séu gjaldmiðlar og hvernig þeir verða til.
Gunnar Rögnvaldsson sá góði bloggari hefur að mörgum ólöstuðum, sökkt sér niður í þetta hugtak og velt því fyrir sér. Hann skilur manna best að ekkert varir að eilífu. Krónan eða dollarinn í dag er ekki sama og krónan og dollarinn fyrir áratugum. Verðbólga hrjáir alla peningaseðla heims. Það er innbyggt í hagkerfin sem nota peninga, að allskyns áhrif og hræringar verða sem gefa engin grið. Allt verður að vera á fleygiferð og ekkert stendur kyrrt nema dauðinn. Hagkerfi sem ætlar að standa kyrrt er dautt og allir sem ætla að lifa með því.
Gengisfelling íslensku krónunnar gagnvart dollar er ekki nema hálf sagan því dollarinn hrynur sjálfur ár frá ár. Það eru víst aðeins eftir fáein cent eftir af dollaranum hans Rossewelts og enn minna af dollaranum hans Lincolns. Það eru 100 cent í dollaranum hans Obama sem Kínverjar safna í gríð og erg og láta sitt strit fyrir. Þeir skilja ekki að Kanarnir hafa þá í greip sér, ekki öfugt eins og margir halda.
Gunnar Rögnvaldsson skrifar pistil um gjaldmiðilinn okkar sem í tísku er að níða niður við öll tækifæri. Af fullkomnu þekkingarleysi eða vísvitandi undirferli leiðir málflutningur margra gegn krónunni til eflingar þeirra sem vilja landið efnahagslega feigt og varnarlaust fyrir fyrirhuguðu framsali fullveldisins til Brussel. Gunnar ritar pistilinn til þeirra sem flykkja sér undir merki Bjartrar Framtíðar en hann á erindi til miklu fleiri í öllum flokkum.
Hann hljóðar svona:
"
"In the long run we are all dead"
- John Maynard Keynes
Það er átakanlegt að hlusta á talsmenn hrópsins "Björt framtíð" óska eftir "gjaldmiðlastefnu til framtíðar (já, í fleirtölu, fliss) þ.e.a.s. óska eftir mótun stefnu í peningapólitískum málum hins peningapólitíska hluta hagkerfisins inn í framtíðina þegar enginn kjósandi hefur hugmynd um hver framtíðarstefna þessa flokks er næstu klukkustundirnar
Þessi hópur af einhverju, eða öllu heldur, þessi hópur af hverju sem er hvenær sem er, óskar sér framtíðarstefnu í peningamálum þjóðar, svo að flokkurinn geti gert hverjum kjósanda hvað sem er hvenær sem er, á hinu háa Alþingi Íslendinga. Enginn veit hvað flokkurinn stendur fyrir þar, nema ef vera skyldi þokulúðrun og spunnar gaddvírsflækjur til að festa sig við stólana á kostnað skattgreiðenda. Enginn veit einu sinni af hverju flokkurinn er til
Öll þau ríki sem vegna stórfelldra kosningasvika stjórnmálamanna áratugum saman, eru svo ólánsöm að þurfa búa viðgjaldmiðilsstefnu munaðarlausrar myntar, eru öll evruríki
Þau ríki sem hins vegar sjálf eiga raunverulegar myntir sem búa við þjóðríkið og þjóna því, eru afar lánsöm; þau þurfa ekki að búa við mynt, heldur kjörna fulltrúa þeirrar þjóðar sem á myntina. Myntin þjónar þjóðríkinu. Þjóðríkið þjónar ekki myntinni; er ekki þræll hennar, nema þegar um perverst malignant gjaldmiðilssvæði er að ræða eins og evrusvæðið
"Mig langar", er hið gegnum gangandi falska stef of margra stjórnmálamanna sem kjósendur þurfa að búa við án þess að þeir geti hvorki séð fyrir haus né sporð á stefnu þeirra, nema svo sem einn centimeter inn framtíðina. Nær væri að trallsmaður Bjartrar þátíðar upplýsi kjósendur um til hvers hann stendur þarna. Hvert er hlutverk hans annað en að sitja fast og búa til gaddavírsflækjur
Það sem Björt framtíð ætti hins vegar að auglýsa eftir er þetta; Framtíðarstefnu fyrir nýtt fjármálakerfi þjóðarinnar. Fær fjármálakerfi lýðveldisins aftur að koma sér upp uppblásnum og allt of stórum spákaupmennskuknúnum (e. speculative driven) hluta innan íslenska fjármálakerfisins, sem er án nokkurs samhengis við þjóðhagslegt hlutfall fjármálakerfisins í þjóðarbúskapnum í heild? Og fjármálakerfið, það er ekki það sama og peningakerfið, bara svo það sé á hreinu
Að fjármálakerfið verði ekki eins og flokkurinn Björt framtíð: pólitískt spákaupmennsku knúinn hluti lýðræðisins, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið og sjálft lýðræðið í landinu. Við höfum fengið of stóran skammt af svoleiðis pólitískt-spákaupmennsku-knúnum stjórnmálamönnum
"Fixed fortifications are monuments to man's stupidity."
- George S. Patton
Íslenska þjóðríkið býr ekki við mynt. Það er hins vegar myntin okkar sem býr við þjóðríkið Ísland. Það er hið fróma hlutverk alvöru myntar. Að þjóna, en ekki drottna. Og það hefur íslenska krónan svo sannarlega gert. Eins og happafleytan sjávarútvegur og landbúnaður. Skipin þjóna sjávarútveginum sem um leið þjónar þjóðinni sem einn allsherjar björgunarbátur knúinn V8 strokka mynt lýðveldisins; íslensku krónunni. Þannig land sekkur ekki til botns, eins og til dæmis evrulönd eru að gera
ESB- og evrulöndin sökkva og sökkva. Ár eftir ár, áratug eftir áratug, þar til allt er um seinan; ERM fasarnir I og II og III hafa sökkt meginlandi Evrópu allar götur frá 1977, er hið peningapólitíska ERM-viðrini og drápsvél velmegunar á meginlandi Evrópu var í heiminn borið af valdasjúkum á öxli Lotharinga.
Að búa við Bjarta framtíð er hins vegar engin framtíð, heldur er það þátíð, því flokkurinn byggir á því sem búið er að gerast; þátíðinni sjálfri. Hann hefur ekkert lært. Ekkert lært
"A good plan, violently executed now, is better than a perfect plan next week."
- George S. Patton
Mitt ráð til allra stjórnmálamanna er þetta: Labbið ykkur vinsamlegast niður í Seðlabanka íslenska Lýðveldisins og biðjið um að fá að skoða gjaldmiðilsstefnur þessarar æðstu stofnunar íslenska lýðveldisins í peningamálum. Það er til nóg af þeim stefnum og þær koma í öllum regnbogans (xL) litum. Og þær hafa í sameiningu haft þau áhrif að þjóðríkið Ísland er á undraskömmum tíma orðið eitt af ríkustu löndum veraldar
Þegar þeirri heimsókn er lokið, þá er hægt að símhringja inn íAlþjóða Gjaldeyrissjóðinn og spyrja hvers vegna sú stofnun sé rétt nýlega búin að henda 31-árs gamalli gjaldmiðilsstefnu sjóðsins til framtíðar, ofan í ruslatunnur sjóðsins. Það gerði sjóðurinn á þessu ári. Hin ómögulega þrenna hefur jafnvel kennt þursunum þeim eitt og annað; e. the impossible trinity"
Man einhver eftir Bretton Woods samkomulaginu? Man einhver eftir því þegar Nixon sveik dollarann með einu pennastriki og rauf gullfótinn? Man einhver nýkrónuna íslensku og hvað Gunnar Thoroddsen sagði þá? Man einhver lengur hvað Einar Oddur og Guðmundu Jaki sögðu um verðbólguna?
Bak við íslenska fimmþúsundkallinn stendur akkúrat ekki neitt annað en það, að landsmenn hafa komið sér saman um að nota hann sem reiknieiningu sín á milli. Bara af því að Seðlabankinn skiptir honum í dollara fyrir þá sem óska. sættir landslýður við þessa bréfsnuddu sem skuldaviðurkenningu. Þannig er hægt að kaupa vörur frá útlöndum. Hvaðan fær Seðlabankinn dollara? Vegna skilaskyldu á þeim gjaldeyri sem útflutningsaðilar fisks og ferða afla í útlöndum. Allt annað er bara bródéring og blekking. Ríkið þykist skulda einhver ósköp en skuldar ekki neitt þar sem það á fyrir skuldunum í lífeyrisjóðunum. Það þorir hinsvegar ekki að sækja þá vegna hávaðans í Samfylkingunni og VG. Og ríkið þorir heldur ekki að rugga bátnum því þá beinist athyglin að lífeyrismálum opinberra starfsmanna sem eru stikkfrí í fjárhagsáhyggjum hins venjulega öldrunarfólks.
Að halda því fram að það sé nauðynslegt vegna sálarheillar landsmanna að banna verðtryggingu á sama tíma og bannað er að taka erlend lán og tala um leið um vaxtaokur á Íslandi sem sé ekki annarsstaðar, þar sem lán eru í erlendri mynt, er ekki nema kverkataki vinstripressunnar á opinberri umræðu að kenna. Það er ekki hægt að ræða vitrænt um fjármál öðruvísi en að öskuraparnir upphefji sinn hávaða. það er ekki hægt að ræða skattamál við ASÍ af sömu ástæðum. Það er raddstyrkurinn í elítunni sem stjórnar efnahagslífi Íslendinga, ekki skynsamlegt vit. Því fer sem fer.
Gjaldmiðlastefna til framtíðar eða fortíðar, skiptir ekki nokkru máli miðað við framleiðslu og frið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.9.2014 kl. 07:40 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.