Leita í fréttum mbl.is

Samkeppniseftirlitið

hefur sjálft rennt fleiri stöðum undir það sem ég hef haldið fram að það sé í flestu gagnslaust og að leggja megi það niður að skaðlausu fyrir neytendur.

Tvö mál eru uppi. Hið fyrra er mál Vífilfells. Heimir Örn Herbertsson skrifar um lyktir þess máls í Morgunblaðinu dag. Eftir 7 ára bardaga dæmir Hæstiréttur aðgerðir eftirlitsins marklausar og sýknar Vífilfell.

Hann lýkur grein sinni svo: 

Samkeppniseftirlitið var ekki lengi að birta viðbrögð sín við dómi Hæstaréttar. Búast hefði mátt við að eftirlitið bæðist afsökunar á mistökum sínum og gæfi jafnvel fyrirheit um bætt vinnubrögð. Það var öðru nær. Í tilkynningu eftirlitsins segir að rannsókn þess hafi verið fullnægjandi, sem vekur auðvitað furðu í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar. Jafnframt er með ómálefnalegum hætti látið að því liggja að meginsjónarmiðum Vífilfells í málinu hafi verið hafnað, svona eins og að Vífilfell hafi tapað málinu jafnmikið og Samkeppniseftirlitið. Klykkt er út með því að Samkeppniseftirlitið muni allt eins byrja allt málið upp á nýtt! 

Viðbrögð Samkeppniseftirlitsins eru með ólíkindum. Það mikla vald sem þessu stjórnvaldi er fengið er vandmeðfarið. Fyrirtæki sem verða fyrir ásökunum Samkeppniseftirlitsins um samkeppnisbrot verða samstundis fyrir skaða, jafnvel þótt síðar komi í ljós að enginn grundvöllur var fyrir ávirðingunum. Ofbeiting samkeppnisreglna, eins og í tilviki Vífilfells og raunar fleiri fyrirtækja, dregur úr samkeppni með tilheyrandi tjóni fyrir neytendur og samfélagið í heild. Mikilvægt er að markaðsaðilar og neytendur geti borið traust til Samkeppniseftirlitsins. Trúverðugleiki þess og áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem hefur beðið augljósan hnekki í kjölfar dóms Hæstaréttar, verður ekki endurheimtur með hótunum þess sem allt þykist best vita."

 Hitt málið er  ákæra á hendur 11-menningum hjá Eimskip og Samskip fyrir samráð á markaði. Í ellefu mánuði hefur málið legi í salti hjá Sérstökum. Skyndilega eru farið að beina sjónum að því að fyrirtæki per se geti ekki framið glæpi. Þar þurfi fólk að koma til. Slíkt var ekki í tilviki VISA, Eurocard, eða Mjólkursamsölunnar. Einhverskonar "Scharfrichter"( Hermaður með dómaraskjöld sem hengir liðhlaupa upp í ljósastaura eins og stríðinu í Þýskalandi)  fer um völl og ákærir menn án þess að hafa rétt lögreglu- eða dómsvald.

Hvað hafa farmflytjendur verið að borga síðan? Samræmdar gjaldskrár? Hvað eru notendur bankaþjónustu  að horfa á? Tilviljun að allt sé nákvæmlega eins?  Neytendur eru að borga brúsann af starfsemi þessa ónýta apparats. Þeir fá ekkert til baka ef það finnur eitthvað oftekið á markaði.

Í stað þess ætti að liggja refsing starfsmanns við því að brjóta lög almennt. Verðsamráð varðar persónur þær sem fyrir því standa. Fyrirtæki í verðsamráði geta ekki skuldað ríkissjóði peninga þá sem þau hafa ranglega haft af almenningi vegna aðgerða stjórnenda.

Þessvegna er það lögreglan sem á að rannsaka kærð mál og þau á að útkljá fyrir dómstóli. Ekki einhverskonar Alþýðudómstól undir forsæti einhvers og einhvers pólitískt ráðins starfsmanns sem útdeilir sektum til ríkissjóðs að smekk og geðþótta.

Leggjum Samkeppniseftirlitið niður og strikum kostnaðinn af því út. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband