Leita í fréttum mbl.is

Ríkið hefur skipulagsvaldið

yfir Reykjavíkurflugvelli.

Í afbragðs grein í Morgunblaðinu skýrir hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson það fyrir okkur að það er engin leið fyrir Reykjavíkurborg að komast undan því að ríkisvaldið hefur síðasta orðið hvað framtíð Reykjavíkurflugvallar varðar.

Jón bendir á, að taki Reykjavíkurborg flugvöllinn verði þeir að bæta hann fullu verði. Sem er andvirði nýs flugvallar með öllum sem honum fylgir og fylgja ber. Jón bendir á óyggjandi lagarök máli sínu til stuðnings.

Rikisvaldið með Alþingi í fararbroddi hefur vald til þess að synja hvaða dellu sem þeir DagurBé og Essbjörn, studdir af píratahækjunni sinni, ætla að láta yfir Reykjavíkurflugvöll ganga. Allir skrípaleikirnir sem hafa verið framdir í seinni tíð eru í raun marklausir, allt frá umboðslausum Ögmundi og Jóni Gnarr til Hönnu Birnu og  svo gjöf þeirra kumpána á Fluggörðum til Háskólarektors, eru bara út í loftið meðan Alþingi samþykkir þá ekki. Hliðarendaframkvæmdirnar getur ríkið einfaldlega stöðvað ef það kærir sig um.

Fyrir utan það að Reykjavíkurborg getur ekki sannað eignarrétt sinn á neinu landi undir Flugvellinum, þá er það mjög miður hvernig ríkið hefur sofið á verðinum og látið það yfir sig ganga að Reykjavíkurborg þrengi að vellinum sífellt með ráðstöfunum sem rýra notagildi hans.Síðasta atlagan stendur yfir á Hlíðarendasvæðinu með knattspyrnufélagið Val, ópólitískt íþróttafélag allra Reykvíkinga, sem skjöld fyrir framan hina raunverulegu gerendur. Það er lúalegt af þessu tvístirni, að misnota vinsældir svona almenningsfélags og þjóðargersimar eins og Knattpyrnufélagið Valur er, sér til framdráttar í svona pólitísku spili þeirra DagsBé og Essbjarnar. 

Ríkið þarf að gyrða sig í brók og gera sig gildani í kring um Reykjavíkurflugvöll sem 82% landsmanna vilja hafa á sínum stað.

Ríkið hefur skipulagsvaldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Halldór

Hlustum á æðstu toppana hjá flugmálastjórninni.

Það er komið yfirdrifið nóg af tilgangslausum boltaleikjum.

Jón Þórhallsson, 26.11.2014 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband