Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Benediktsson

formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var á geysifjölmennum fundi hjá Sálfstæðisflokkknum í Kópavogi  kl 10:00 í morgun.

Bjarni flutti langt og ítarlegt erindi um störf og athafnir ríkisstjórnarinnar. Hann skýrði fyrirhugaðar og þegar orðnar gjaldalækkanir á almenning þessa lands, Hann fór yfir skuldaleiðréttinguna og hvernig ríkisstjórnin hefði sótt fjármuni til slitabúa gömlu bankanna. Hann rakti við hvaða vandamál væri að kljást varðandi  afléttingu fjármagnshaftanna. Skuldir ríkissjóðs  væri ennn of miklar, hvernig ríkisstjórnin hefði getað lagt fram hallalaus fjárlög og snúið af leið fyrri ríkisstjórnar sem safnaði upp 400 milljarða halla á ríkissjóði og 300 milljörðum í skuldum til viðbótar.

Allt horfði nú til betri vegar. Tekist hefði að auka framlög til margra nauðsynlegra málaflokka, til dæmis kæmi Arnarnesvegurinn á blað núna. Við þau orð lá við að Ármann bæjarstjóri færi heljarstökk á gólfinu svo ákaflega glaður hann varð. Enda vegurinn sýnt sig að vera nauðsynlegur þó ekki væri nema vegna umferðaröryggis þegar útaf bar með færð á dögunum.

Bjarni sýndi línurit af vef fjármálaráðuneytisins sem sýna svo ekki verður um villst að þessi ríkisstjórn hefur afskrifað gamla rekstrarhalla Landspítalans og aukið framlög til spítalans að raungildi um tugi prósenta og hafið tækjakaup í stórum stíl til spítalans eftir óskalista læknanna. Þeir væru í raun búnir að fylla holuna sem myndaðist í tíð fyrri ríkisstjórnar vegna hins mikla niðurskurðar sem þá var ráðist í þannig að nú væri spítalinn á réttri siglingu.

Hann sagði að ríkisstjórnin lægi undir stöðugum árásum vegna þess að semja ekki umsvifalaust við læknana og stórhækka laun þeirra. En þær árásir kæmu frá því sama fólki sem hefði stórlækkað laun lækna og annarra með beinum skattahækkunum á laun þessara sömu lækna, sem hefði haft stórkostlega kjaraskerðingu þeirra í för með sér í tíð síðustu ríkisstjórnar. 

Hann ræddi álit EFTA-dómstólsins um verðtrygginguna. Hann sagði það niðurstöðu dómsins að verðtryggingin sem slík stæðist. En auðvitað verður það íslenskra dómstóla að kveða upp úr með það atriði. Hann taldi litlar líkur á að þessi niðurstaða myndi breytast. Hann spurði hvort menn sæju stórmun á því að láta reikna fyrir sig afborganatöflu við lántöku í banka við núverandi verðbólgu sem væri um 1 % eða hvort reiknað væri með 0 % eins og bankar hefðu gert? Eða gera það að skyldu að reikna með 8 % verðbólgu eins og í tíð fyrri ríkisstjórnar?

Bjarni rakti deilurnar um Rammaáætlun og nauðsyn þess að hagvæmir virkjanakostir yrðu rannsakaðir nánar. En vísaði til bókar Össurar Skarphéðinssonar þar sem lýst er hvernig hin pólitíska samstaða um tækniniðurstöður nefndarinnar á þeim tíma hefði verið skotin niður í hrosskaupum við Steingrím J. Sigfússon  gegn þvi að hann styddi umsóknaraðildina að Evrópusambandinu. Hann sagði að formleg slit aðildarviðræðnanna væru á dagskrá þingsins í vetur enda myndi engin ríkisstjórna héðan af geta gerst aðili að því sambandi öðruvísi en að hafa fullt umboð til. Og Evrópusambandið sjálft myndi aldrei taka upp viðræður við nokkra ríkisstjórn sem ekki væri ákveðin í því að gerast aðili að sambandinu. Því væri í raun sjálfhætt þessu gamla aðildarferli síðustu ríkisstjórnar.

Bjarni ræddi skattamál á fjörlegan hátt. Menn rykju upp til handa og fóta og töluðu um matarskatt. Ríkisstjórnin væri að afnema vörugjöldin og sykurskattinn sem væru hinn eini sanni matarskattur. Vörugjöldin upp á jafnvel 18 % væru hinn sanni matarskattur því þau legðust á alla matvöru. Hann barði fast í vegginn fyrir aftan ræðupúltið  og sagði að gipsplöturnar í byggingum bæru þessu vörugjöld, benti fram í eldhús og sagði að vaskurinn þar og kranarnir bæru þessi gjöld líka, benti á ljósin í loftinu til viðbótar. Allt þetta og hvaðeina í húsinu stuðlaði að háum byggingakostnaði með vörugjöldunum. Það væri þetta sem ríkisstjórnin væri að gera til þess að létta öllum landsmönnum byrðarnar. Það væri komið nóg af að láta ríkið hirða 70 % af verði allra flatskjáa með vörugjöldum, tollum og virðisaukskatti.

Sykurskatturinn hefði bara hækkað vöruverð með þvi að leggjast á sykurlausa gosdrykki sem og aðra gosdrykki og neysluvöru. Lýðheilsustefnan hefði hvergi fengið framgang í honum. Allt þetta yrði afnumið um næstu áramót og myndi bæta hag allra landsmanna ekki bara sumra. Skattar myndu lækka á öllum. Persónuafsláttur ætti að sjá um að nauðþurftum væri fullnægt. Síðan ættu allir að greiða hóflega skatta og helst allir sömu prósentu. Bjarni sagði allar ástæður væru núna fyrir hendi fyrir þjóðina að vera bjartsýna og trúa á landið sitt. .

Formaðurinn svaraði aragrúa af fyrirspurnum fundarmanna um hin óskyldustu mál. Var það rómur manna eftir fundinn að margir hefðu undrast hvílíkt óhemju vel Bjarni Bendiktsson. formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra væri vel heima í  öllum málum og hversu einlægur hann er í því þegar hann er að tala um að bæta hag allra, ekki sérstakra hópa með sértækum lausnum  heldur raunverulega bæta hag allra landsmanna. jafnt. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Matta Matt verður ávallt minnst fyrir það að gefa verðlagningu frjálsa og afnema verðlagshöftin, sem varð til þess að vöruverð á Íslandi lækkaði.  Innflytjendur hættu að taka umboðslaun af vörum sínum erlendis og greiða af þeim háa tolla og vörugjöld og það eitt út af fyrir sig varð til þess að vöruverð lækkaði.

Nú mun Bjarna Ben verða minnst um ókomna tíð fyrir að hafa haft kjark og þor til að fella þessi bölvuðu vörugjaöld niður, og ég bið fólk bara að taka vel eftir því að það mun hafa í för með sér lækkun á vöruverði.  Verslun mun einnig flytjast aftur inn í landið og minna verður um þessar frrægu verslunarferðir til Glasgow, Boston og fleiri staða.

Til hamingju Bjarni - þú ert foringi sme þorir að taka skynsamlegar ákvarðanir  

Kristmann Magnússon, 29.11.2014 kl. 15:56

2 Smámynd: Halldór Jónsson

En væntanlega  mun Mannsi í Pfaff samt ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn fyrir því. Fýlupokar á fjósbitunum slögnva frekar fúkyrðum og fúasprekum í þá sem eru þó að nenna að moka flórana fyrir þá.

Halldór Jónsson, 29.11.2014 kl. 19:27

3 Smámynd: Þorkell Guðnason

Já, það er ótrúlegt að hafa upplifað það við litsjónvarpsvæðinguna um 1976 -8, að sá innflytjandi sjónvarpa - gæti verið samkeppnisfær - sem lét leggja 25% umboðslaun ofan á erlent innkaupsverð tækjanna til sín.

Ef ég man rétt, hækkaði hver þúsundkall umboðslauna, verð sjónvarpanna út úr búð, um ca 3.500 kr vegna tolla, vörugjalda og annars sem á vöruna lagðist.

Að sá sem svona gerði, væri samkeppnisfær í verði, táknaði bara eitt: Að ALLIR keppinautarnir væru að hegða sér svona! - Sem mér virðist Mannsi vera að staðfesta

Þorkell Guðnason, 29.11.2014 kl. 21:54

4 Smámynd: Kristmann Magnússon

Já ég er að staðfesta þetta, enda vissu allir þetta - líka verðlagsstjóri 
Man neinhver eftir verðlagsákvæðunum ??  Heildsölálagning 7.5% og smásöluálagning 16.5% eða svona eitthvað í þessum dúr,  Auðvitað urðu menn að taka mboðslaun erlendis til að geta lifað miðað við þessa vitleysu sem gekk í áratugi og einnig undir stjórn íhaldsins.
Já Halldór minn ð- nú reynir á hvort Mannsi stendur viðstóru orðin að hann myndi kjósa blessað íhaldið þegar og ef þeir myndu fella niður þessu andsk.... vörugjöld, og ég stend frammi fyrir því hvort ég stend við mín orð eða ekki -  Hefur þú nú ekki frekar orðið var við að ég stæði við það sem ég segi ! ! ! 
Ekki hef´ég séð mikið til fjósamennsku þinnar - það sem frá þér kemur er yfirleitt fúkyrði sem þú ert að kenna mér um - og svo ertu orðinn svo andsk.. orðljótur upp á síðkastið 

Kristmann Magnússon, 30.11.2014 kl. 17:34

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Mannsi

Hver skyldi hafa skrifað þennan texta?

"  Mikið rorsalega hefur aldurinn farið illa með þig - þú ert að verða eins og fyrrverandi forngjinn þinn - Þið getið hvorugur talað vel um nokkurn mann - alloir eru asnar, ræflar, stóð eða monthanar - þið eigið mjög gott með að sjá flísina í annarra augum en sjáið ekki bjálkann í ykkar eigin augum.
Þér var innrædd kurteisi hjá Ísaki Jónssyni á sínum tíma, en þú virðist algjörlega hafa gleymt því sem hann kenndi þér í þeim fræðum.  Farðu nú fram og líttu í spegil - jafnvel þótt sýnin sé ófrýnileg - og talaðu nú við þann sem þú sérð ....og tala niður til allra kemur bara þér sjálfum í koll.  Þetta er MJÖG ljótur löstur á þinum ...... of mikið af endurrtekningum annars staðar frá - en eitthvað hefur aldurinn haft slæm áhrif á þig upp á síðkastið Þú ert sennilega á einhverjum yfirgangsaldri. "

Varstu þú ekki í skóla hjá Ísaki einu sinni að læra kurteisi?

Annar skal ég nú segja þér það Mannsi minn gamli og góði vinur að við höfum nú aldrei talað saman í neinni alvöru og förum nú ekki að byrja á því núna, Ég hef bara gaman af að þú æsir þig upp og brúkir kjaft, hef gaman að kynda þig svolítið upp, ekki tek ég þig né mig alvarlega ------ borgaralegi lúðulagginn þinn og hananú!.Ég er og verð bara mýrarbísi þegar ég tala við aðra af sömu sort. Og hafðu það.

Halldór Jónsson, 30.11.2014 kl. 23:24

6 Smámynd: Þorkell Guðnason

Já, Mannsi - þetta vissu líklega allir í raftækjabransanum - og verðlagsapparatinu, gjaldeyriseftirlitinu og tollinum sennilega líka.  

Almúginn, hins vegar vissi almennt ekki að raftækjainnflytjendur /-salar væru að dæma hann til skattpíningar aukreitis og það undir drep, svo innflytjendur varningsins gætu sótt sér aukakrónurnar sem þeir töldu sér svo bráðnauðsynlegar.  

Það átti ekki að þurfa neinn Matta til að laga þetta. Það þurfti bara að upplýsa almenning og fá hann í lið með ykkur... En ég varð ekki var við að þið hefðuð áhuga á að fá þessu breytt.

Að sækja 25 þúsund krónur í viðbót sem erlenda álagningu,með þeim afleiðingum að ríkissjóður hirti tvöfalda þá upphæð í aðflutningsgjöld, var fáránlegt fyrirkomulag og maður fær ennþá óbragð í munninn við að hugsa til þess að mönnum þætti sæma að taka þátt í þessum óþverraskap.

Það hefði verið sök sér, að taka kommission erlendis af lágtolla eða tollalausri vöru.  En af þessum hátollavarningi, var það algjörlega siðlaust gagnvart viðskiptavinunum.

Þorkell Guðnason, 1.12.2014 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband