30.11.2014 | 08:57
Einkabíllinn
er sá fararskjóti sem nútímamaðurinn hefur valið sér. Þessi litlii reykspúandi málm-og plastkassi á fjórum gúmmíhjólum er uppspretta lífsgæða fjölskyldanna.
Ég man eftir því hvað við hjónin urðum sæl þegar hún amma mín heitin, hún Sigríður Jónsdóttir Ólafssonar ritsjóra "lánaði" okkur þrjúhundruðþúsund (hálfsárs laun) fyrir fyrsta bílnum okkar. Tveggjadyra 13 ára Bjúikk. Við bjuggum í kjallara inn í Skipasundi, hennar fólk var á Selfossi en mitt niður á Snorrabraut og þar í mýrinni umhverfis.
Það var reynt að fara í strætó, labba og hjóla en þetta var ekkert líf. Bjúkkinn breytti öllu og lífið fór á stjá. Mynd af honum og númerið prýðir heimilið hjá okkur ennþá.
Við borguðum henni aldrei því hún gaf okkur seinna eftir skuldina því hún sagðist sjálf ekki vera að fara neitt annað en til himnaríkis sem hún þó ekki gerði fyrr en löngu síðar. Hún var stórkostleg manneskja hún Sigríður amma mín. Hún var langveik og var lengi á spítölum en kvartaði aldrei og var alltaf í góðu skapi og glettin. Þar sagði hún sjúkrahúsprestinum sem spurði hana hvort hann ætti ekki að biðja fyrir henni. "Æ þakka yður kærlega fyrir Magnús minn en ég er viss um að hann Drottinn muni alveg sjá fyrir mér þó að þér séuð ekki að rella í honum." Þannig var hún amma mín, utan kirkju eins og það hét, þótti undurvænt um hann séra Jakob frænda sinn og var það gagnkvæmt. Hún sagði mér að hún vissi að til væri annað líf og þegar ég efaðist lofaði hún að gera mér viðvart ef hún gæti ef svo reyndist vera.
Nú er komin einhver ný tegund af stjórnmálamönnum, að vísu nokkuð bundin við Reykjavík, sem segir okkur að við hjónin höfum miksskilið allt þarna um 1963 þegar við fengum Bjúkkann. Við hefðum átt að höndla hamingjuna án hans.
Ég bísaði þessu línuriti hjá honum Ívari Pálssyni. Það sýnir svo ekki verður um villst nútímamaðurinn vill hafa fleiri en eitt bílastæði við hverja íbúð. Gefur það enga vísbendingu um hvað fólkið vill í borgarskipulagi? Samt skipuleggja menn heilu hverfin án þess að teljandi bílastæði eigi að fylgja?
Maður undrast byggingar Háskólans í nágrenni Flugvallarins í Vatnsmýrinni. Á þessu dýra svæði eru heilu hektararnir lagðir undir ofanjarðar bílastæði. Gönguleiðir í öllum veðrum í hinar ýmsu byggingar eru ofanjarðar. Ég spurði í einfeldni minni á einum kynningarfundi hvort arkitektar hefðu velt því fyrir sér að nota jarðvegsdýpið sem þarna er til að búa til parkhús og hafa síðan túnnela og torg undir byggingunum þar sem vagnar gengju milli þeirra þannig að fólk kæmist þurrum fótum og fljótt á milli hinna ýmsu Háskóladeilda? Þeir horfðu á mig eins og þeir hefðu séð draug og þar með endaði sá fundur.
Maður horfir líka á Háskólann í Reykjavík þar sem bílastæðin þenja sig yfir stærri flöt en húsin. Þarna er líklega ekki verið að spá í lóðarverðið né heldur það að trufla flugvöllinn sem minnst.
Mér finnst að bíllinn sé máttarstoð efnahagslífsins og því sé siðferðislega rangt að leggja skatta á hann og eldsneytið eins og þetta sé lúxus. Þeir stjórnmálamenn sem það gera ættu ekki að tala um það fyrir kosningar hvað þeim þykir vænt um einstæðar mæður, aldraða og öryrkja. Mannsins lífsgæði eru svo nátengd því að komast á milli þeirra staða sem hann kýs.
Einkabíllinn er og verður lengi enn heimilisarinn fjölskyldunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Góð grein Halldór, og hverju orði sannari. - Ég undraðist einmitt mjög þekar Kauptún (IKEA-svæðið) var byggt. Þvílíkt landflæmi fyrir bíla í staðinn fyrir að byggja þetta niður og upp í færri fermetrum. - Á Spáni þar sem ég þekki sem best til, eru bílastæði að mestu leyti neðanjarðar og ef ekki, þá er tekið tillit til veðurfars, þ.e. sólar í þessu tilviki. Undantekningalaust eru þök á bílastæðum við sórverslanir og aðrar byggingar sem gæti verið von á mörgu fólki. - Sama Á AÐ GILDA á Íslandi, það er veðrið sem við erum að berjast við og bílastæði EIGA að vera varin ef einhver glóra er í hausnum á verkfræðingum landsins. - Eins með bensínstöðvar. eða sjálfsafgreiðslustöðvarnar...Þvílík heimska. - Undantekningalaust stendur maður og norpar, með NORÐAN eða NA beint á sig að drepast úr kulda og vosbúð. - Þvílík heimska. - Þetta minnir á verslunarhúsin við Suðurlandsbraut..Öll á móti norðri og ekkert bíslag, heldur dyrnar beint uppí vindinn ! - Þökin á bílskúrum í Norðumýri og Hlíðunum...Öll flöt. - Þökin á einbýlishúsunum í Árbæjarhverfi neðra...Öll flöt. - Hvað, og hvar lærðu verðfræðingar Íslands, hins kalda, snjóuga og regnvota, Halldór ?
Már Elíson, 30.11.2014 kl. 10:24
satt segirðu Már, ég er sammála því að við tökum of lítið tillit til aðstæðna í mörgum okkar byggingum
Halldór Jónsson, 30.11.2014 kl. 12:00
Tek undir hvert orð og eðal Buick skil ég að hafi snert sálu þína varanlega. Um leið undrast ég að einn hornsteinn okkar samskipta skuli vera notuð lítil "hrísgrjónaskál" Mitsubishi Colt frá 1987. "Ég var sannarlega ekki svikinn af þeim bíl" sagði Dóri aftur og aftur - þegar ég vænti frekar blóðugra skamma. Ég vissi reyndar vel að bíllinn var rock solid og viðskiptin alveg konkrít okkar á milli. En, mér hlýnaði um hjartarætur, því það var annað hljóð í strokknum westra um svipað leyti: Risa skilti með mynd af Nixon forseta og áletruninni "Would you buy a used car from this man?" voru þar út um allt og vísuðu til óheiðarleika sjálfs forseta bandaríkjanna í Watergatemálinu.
Þorkell Guðnason, 1.12.2014 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.