30.11.2014 | 10:44
GMT
Greenwich Mean Time er tíminn á Íslandi. Svo er búið að vera í nær hálfa öld.
Nú vilja VG og fleiri seinka klukkunni. Færa tímann afturábak. Þó vonandi ekki alla leið aftur til velmektarára Stalíns.
Læknir í Háskólanum segir að við höfum vitlausa sólarklukku og við eigum að seinka hennni. Þá verður klukkan hér GMT -1.
30.mars flýta Bretar sinni klukku í GM+1. 26 Október flytja þeir klukkuna til baka á GMT. Þýskaland byrjaði á þessari vitleysu með sumartímann á vígvöllunum í gamla striðinu 1916. Enda töpuðu þeir stríðinu nokkru seinna. Maður er búinn að lenda í mörgum kárínum af þessu vestan hafs eða austan. Missa af þessu eða hinu og verða of seinn.
Er þetta eitthvað sniðugt? Munum við ekki bölvað hringlið með klukkuna hjá okkur sem við höfðum loks vit á að hætta og tókum upp GMT allt árið um kring. Hér er sólargangur það langur að sólarklukkan stjórnar okkur ekki neitt og við notum gardínurnar til þess stjórna svefntímanum. Það er bara dimmt í Desember og svo lagast það.
Eins og allt sem kemur frá afturhaldinu skulum við láta þetta lönd og leið og halda okkur við GMT.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Á mínum vinnustað (Verkís) mæta menn á tímabilinu 7 til 9 að morgni. Þeir árrisulu mæta snemma, en aðrir kjósa að mæta seinna. Starfsfólkið ræður þessu sjálft. Flestir kjósa þó að mæta um klukkan 8. Þannig eru allir ánægðir og óþarfi að vera að hringla með klukkuna vor og haust.
Hvers vegna er ekki hægt að hafa svona fyrirkomulag víðar?
Það er auk þess mjög gott fyrir heilsuna að fara úr vinnu meðan enn er næg dagsbirta, fara í hressandi göngutúr, golf, o.s.frv. meðan bjart er.
Svo má ekki gleyma því að í þéttbýli er varla lengur hægt að tala um skammdegi, götulýsing og lýsing innanhúss er það góð.
Það er því allt sem mælir með núverandi kerfi.
Ágúst H Bjarnason, 30.11.2014 kl. 11:20
Ég er nokkuð viss um að ekki er verið að ræða um að taka upp tvískipt kerfi þar sem við breytum klukkuni tvisvar á ári heldur er verið að ræða um varanlega breytingu í GMT -1.
Það eru góð rök til fyrir því. Ef litið er á landafræðina þá ætti svæðið milli 7°30'W og 22°30'W að vera GMT -1 og Ísland er á milli 13°W og 25°W. Vestasti hluti Íslands er meira segja staddur í GMT -2.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 11:42
Til þess að slá þetta eilífa klukkufjas út af borðinu þá á að setja klukkuna rétta samkvæmt sólargangi. Þeir sem ekki geta sætt sig við það eru þá bara eins og kommúnistar, sem aldrei geta sætt sig við það sem er rétt.
Hjá fyrirtæki eða skóla sem hefur starfsemi kl. átta þar mæta menn bara fyrir klukkan átta eða of seint svo sem verið hefur. Sé mætingatíma þessa vinnustaðar eða skóla seinkað til klukkan nýju til hagræðis fyrir þá sem mæta of seint þá kemur það í ljós að þeir sem mættu of sent, halda áfram að mæta of seint þegar fram líða stundir. Það er nefnilega samviskusemi en ekki klukkan sem hefur með stundvísi að gera.
Það eru ekki allir vinnustaðir svo lausir í reipunum að mætingatími starfsfólks skipti ekki máli, og ætla ég ekkert að skýra það frekar svo ljóst sem það er.
Hrólfur Þ Hraundal, 30.11.2014 kl. 12:11
Takk fyrir Gústi frændi. Feginn að heyra að þú ert sammála og lýsir því hvernig hægt er að laga vinnuna að þessu. Heyrði ég ekkki að einn skóli væri farinn að byrja seinna?
Allt er þetta rétt hjá þér Elvar. En það eru viss þægindi fyrir atvinnurksturinn að vera á sama tíma og Bretinn hálft árið og þó að Þýskaland sé GMT+1 þá væri ekki til bóta að þeir yrðu GMT+2. Það er hinsvegar betra þegar DST er í Bandaríkjunum. þá munar bara 4 times eins og Gylfi vinur minn flugstjóri tók stundum til orða.
Halldór Jónsson, 30.11.2014 kl. 12:13
Skrítið Hrólfur að þitt skrif birtist ekki fyrr en eftir að ég skrifaði hinum. Mér sýnist þú alveg geta búið við núverandi kerfi hér eftir sem hingað til og mætt þegar þér sýnist. eða hvað?
Halldór Jónsson, 30.11.2014 kl. 12:15
Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur séð um útgáfu Almanaks Háskólans í áratugi og reiknað út hinar margbreytilegu töflur sem þar eru, en það er mikil nákvæmnisvinna.
Hann hefur oft fjallað um klukkuna, seinkun hennar, sumartíma, vetrartíma, o.fl. Mig langar til að vísa á nýlegan pistil hans á vef Almanaksins: „Um seinkun klukkunnar“ http://www.almanak.hi.is/seinkun2.html
Það vill svo til að ég starfaði á Háloftadeild Raunvísindastofnunar, þar sem Þorsteinn réði ríkjum, sem sumarmaður árin 1968 og 1969. Þá var einmitt ákveðið að hafa sumartíma allt árið á Íslandi og urðu margir fegnir þegar hringlinu með klukkuna var hætt.
Ágúst H Bjarnason, 30.11.2014 kl. 12:33
Svo segir á síðunni sem þú vitnar til frændi:
"
Komin er fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að breytt verði skipan tímareiknings á Íslandi og klukkunni seinkað um eina klukkustund. (sjá hér). Tillaga sama efnis var flutt á þingi árið 2010. Til vara gera flutningsmenn þá tillögu, sem þeir kalla málamiðlun, að klukkunni verði aðeins seinkað að vetri til. Yrði þá komið á sama fyrirkomulagi og gilti hér á landi fyrr á árum, allt fram til ársins 1968.
Í sjálfu sér verður stilling klukkunnar alltaf málamiðlun því að sérhverri tilhögun fylgja bæði kostir og ókostir. Þegar núgildandi lög um tímareikning voru sett árið 1968 var meginástæðan óánægja fólks með það sem kallað var hringlið með klukkuna. Markmiðið með lagasetningunni það ár var fyrst og fremst það að koma á föstum tíma allt árið. Skoðanakönnun leiddi í ljós að mun fleiri vildu hafa flýtta klukku ("sumartíma") en óbreytta ("vetrartíma"). Varð því niðurstaðan sú að klukkur skyldu stilltar eftir miðtíma Greenwich. Eftir breytinguna má segja að friður hafi ríkt um tímareikninginn í aldarfjórðung. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að komið hafa fram raddir sem kalla á breytingu á ný. Má þar nefna þingsályktunartillögu árið 1994, frumvarp árið 1995 (endurflutt 1998 og 2000), og þingsályktunartillögur árin 2006, 2010 og nú síðast árið 2013. Þessum frumvörpum og tillögum fram til 2010 hafa verið gerð skil á vefsíðu Almanaks Háskólans:"
Segir þetta ekki allt?
Halldór Jónsson, 30.11.2014 kl. 13:32
Er thad ekki eftir ödru hjá "afturhaldinu" og theim sem thví tengjast, ad vilja krukka í allan fjandann, í nafni "módurlegrar umhyggju" fyrir okkur vitleysingjunum. Meira ad segja tíminn faer ekki ad vera í fridi fyrir thessu lidi!
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 30.11.2014 kl. 17:55
Er nokkur þjóð svona andsetin af forsjárhyggju og við Íslendingar. það má ekkert vera í friði eða afskiptalaust, þá þarf einhver að laga það. Þó að Murphy hafi sagt If it works dont fix 1it, þá eru ótal besserwisserar alltaf komnir með lúkurnar á kaf
Halldór Jónsson, 30.11.2014 kl. 18:01
Jú Halldór, auðvita get ég búið við þetta kerfi svo sem það hefur verið og ég get alveg unnt mér ráðríkari að hafa þetta eftir sínu höfði.
En fyrst menn eru að reikna tíma útfrá himintunglum, hversvegna skyldu menn þá skrá hann vitlaust?
Hrólfur Þ Hraundal, 30.11.2014 kl. 21:18
Hvað er sannleikur? Var það ekki Pílatús sem spurði?
Halldór Jónsson, 30.11.2014 kl. 23:12
Stórskemmtileg greinin hans Þorsteins Sæmundssonar. Sérstaklega þegar hann kom inn á hversu mikil fyrirhöfn yrði að stilla hinar ýmsu klukkur á nýjan tíma t.d. stimpilklukkur o.fl.
Ekki síður vegna þeirra hremminga sem flugrekendur myndu lenda í vegna samningsbundinna lendingartíma (slots). Eins og ekki sé verið að eiga við það "vandamál" nú þegar, þ.e. hnika til brottfarartímum. Slíkt er ekki vandamál heldur starfsumhverfi flugrekenda.
Þessi rök voru þunnur þrettándinn fannst mér.
Erlingur Alfreð Jónsson, 1.12.2014 kl. 00:00
Strákar, er þetta sem Erlingur nefnir stórvandamál. Ef vi færum að fjandast í klukkunni værum við að skapa allskyns vandamál fyrir aalla sem eru með skedjulur í ferðabransanaum. Skkip sem koma eftir prentuðum dagskrám, flugáætlanir, allskyns brosjúrur . Hvað halda menn um það?
Halldór Jónsson, 1.12.2014 kl. 00:10
Ég hef margan bilaðan hlutinn lagað á lífsgöngunni. Þar af margan sem "ekkert þýddi að reyna að laga - það væri ekki hægt" En löngu áður en ég frétti af Murphy - brenndi ég mig á því að fikta í klukku sem ekkert var að og sitja uppi með óþarft vandamál. Af fenginni reynslu, hvet því alla til að einbeita sér að því að bæta það sem þarfnast lagfæringa, en láta ógert að reyna að laga klukku sem ekki er biluð! "If it ain´t broke - don´t fix it" Ekki fikta í klukkunni
Þorkell Guðnason, 1.12.2014 kl. 14:54
Dr. Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur skrifar á Visir.is í gær:
Myrkur í heygarðshorninu
Enn er komin fram á Alþingi þingsályktunartillaga um „seinkun klukkunnar og bjartari morgna“. Réttilega er bent á í tillögunni að klukkan á Íslandi er ekki í samræmi við gang sólar. Það er enda svo að tíminn er ákveðinn hinn sami á öllu landinu þó að með réttu lagi ætti klukkan á Austurlandi að vera um hálftíma á undan klukkunni á Vesturlandi.
Þegar tíminn er festur eins og gert er á Íslandi og raunar í öllum löndum, er reynt að koma því þannig fyrir að gangur klukkunnar sé sem flestum að skapi. Það er ekki alltaf auðvelt, og í sumum ríkjum er það reyndar alls ekki gert. Þegar ákveðið var árið 1968 að sumartími skyldi gilda á Íslandi árið um kring var það að sjálfsögðu að vel athuguðu máli og hefur ekki þótt ástæða til að hreyfa við því síðan.
Á liðnum áratug eða tveimur, hafa öðru hvoru komið fram á Alþingi tillögur um að hverfa frá þessu fyrirkomulagi. Fyrst vildu menn auka enn við misræmið og færa hádegið lengra fram á eftirmiðdaginn. Gæfust þannig lengri og bjartari kvöld til útiveru, grillunar eða annarrar iðju. Það varð ekki. Nú vilja sumir þingmenn taka skrefið í hina áttina og hverfa frá föstum sumartíma. Meginástæða þessara hugmynda að breyttri klukku sýnist vera sú að með því móti fáist bjartari morgnar, sem vissulega er rétt. Það virðist þó skína í gegn í tillögunni að þetta gefi fleiri birtustundir í sólarhringnum en núverandi fyrirkomulag og bæti þar með geð guma. Það er auðvitað alrangt. Lega landsins og gangur jarðar um sól „úthluta“ okkur ákveðnum fjölda birtustunda yfir daginn, við getum einungis ákveðið með lögum hvernig klukkan skuli stillt. Það fjölgar ekki birtustundum.
Líklega skiptir það þorra manna mestu máli að birtustundir á vökutíma séu sem flestar. Það er einfalt að reikna það út að ef klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund eins og þingsályktunartillagan leggur til, myndi myrkurstundum á vökutíma fjölga um 131 til 190 klukkustundir eftir því hvort vökutími teldist frá 7-23 eða 8-24.
Þetta samsvarar fimm til átta heilum sólarhringum í auknu myrkri á vökutíma! Ég myndi ekki vilja skipta fyrir nokkurn mun. Ekki verður séð að hugmynd flutningsmanna sé líkleg til að draga úr skammdegisþunglyndi eða öðrum sálarkvillum sem hugsanlega orsakast af langri dvöl á norðurhjara.
Ágúst H Bjarnason, 2.12.2014 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.