Leita í fréttum mbl.is

Náttúrupassinn

er nokkuð sem ýmsir greindir vinir mínir og formfastir hafa skammað mig fyrir að hossa.

Mitt meginsjónarmið er, og ég er ekkert viss um að það passi við frumvarpið hennar Ragnheiðar Elínar í dag, er að náttúrupassinn verði aldrei prentaður heldur verði aðeins til sem rafræn skrá.

Menn geti keypt sig inn á hana fyrir 500 kall. Ef maður á ekkert erindi á verndarsvæðin þá kaupir maður ekki neitt. Helst ekkert eftirlit sé með því hvort menn hafi keypt passa eða ekki og alls ekki af hálfu lögreglu. Hinsvegar leggst gjaldið á alla útlendinga sem koma til landsins á skipum eða öðru.

Ef þú kemur á Geysissvæðið eða á Hakið við Almannagjá, þá er alveg klárt að 99 % af þeim sem þar spranga eru útlendingar utan leiðsögumenn. Það er algerlega fráleitt að fara að ganga um og spyrja fólk hvort það sé Íslendingar en ekki útlendingar og sé á skrá.Góðir Íslendingar sem þurfa oft að sjá Þingvelli og ganga um vellina geta keypt sig inn á skrána til að hafa góða samvisku. Ef ekki þá skítt með það.

Allar hugmyndir um að prenta svona passa til framvísunar eru galnar.Það á að leyfa Íslendingaum að kaupa sig inn á skrána eftir vali. Skítt með það þó einhverjir skoði Gullfoss án þess að kaupa. Það þarf að negla ferðaskrifstofurnar sem eru að selja inn á svæðin með því að þær innnheimti gjaldið af útlendingunum sem þær demba inn. EES getur ekki haft á móti því þó að þeir Íslendingar sem noti kaupi en þeir sem ekki nota kaupi ekki.

Það er sá Náttúrupassi sem ég felli mig við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Halldór.

Misskilnugur hjá þér með að þú getir sleppt því að kaupa passa Ragnheiðar Elínar. Það verður tekið af þér við skattskilin þín ásamt öðrum sköttum þar sem gert er ráð fyrir því að þú heimsækir þessar og þvlíkar perlur Íslands svo og svo oft ázlega. Það gildir einu þó þú komir þar ekki áratugum saman - þú verður rukkaður fullum fetum hvort sem þér líkar betur eður verr algerlega óháð heimsóknum þinum á staðina eða heimsóknarleysi þínu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.12.2014 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband