Leita í fréttum mbl.is

Spítalamálin

eru Sigurði Oddssyni verkfræðingi hugstæð og hefur hann margt skynsamlegt sagt þar um. Í dag skrifar hann í Fréttó. Þar sem helst enginn les það blað þá er rétt að taka hér undir. Sigurður skrifar:(bloggari feitletrar)

" Í febrúar 2009 skrifaði ég í Mbl. "Landspítala skal byggja í Fossvogi". Áður hafði ég fylgst með skrifum Ólafs Arnars Arnarsonar læknis í Mbl. og vitnaði í grein hans.

 Pólitísk pattstaða gæti verið ástæða þess að röksemdir Fossvoginum í hag eru ekki virtar viðlits:

 Fyrri stjórn gat látið grafa grunn samtímis teiknun hússins og í leiðinni bjargað nokkrum verktökum frá að missa tæki sín úr landi. Í staðinn leyfðu þau fjármálafyrirtækjum, eins og t.d. Lýsingu, að virða niður atvinnutæki og selja í útlöndum á mikið hærra verði.

 Eftir sitja verktakar bundnir á skuldaklafa Lýsingar. Nú lekur gjaldeyririnn til baka í skjóli Fjármálaeftirlits og það með 20% gengisálagi Seðlabanka (SB). Allt með leynd. SB virkar sem opinber peningaþvottastöð. Ránsfengurinn er svo í samkeppni við fyrirtæki í landinu og uppboðsfasteignir keyptar af bönkum.

 Hvernig geta flokkarnir, sem bera ábyrgð á þessu, tekið vinkilbeygju í Fossvoginn núna?

 Núverandi stjórn gerði ekkert í að leiðrétta villu fyrri stjórnar í spítalamálum. Heilbrigðisráðherra telur sig líklega bundinn af samþykktum fyrri stjórna og þorir ekki að rugga bátnum. Framsókn hefur tekið umdeildar ákvarðanir, sem kostað hafa mikið fé. Þeir gætu sótt fé upp í byggingakostnaðinn í Fossvog með byggingu þar. Kannski óttast þeir að fara inn á svið samstarfsflokksins eða telja sig stikkfrí, þar sem þeir eru ekki með ráðuneytið.

 Helsta vonin er að Frosti taki af skarið.

 Besti flokkurinn vill byggja spítala við Hringbraut fyrir skuldaleiðréttinguna og sést yfir að bygging í Fossvogi er ódýrari, sem nemur leiðréttingunni. 

Lítil von er að eitthvað af viti komi frá þeim sem vilja eyðileggja góðan flugvöll og byggja nýjan, sem þeir vita hvorki hvar eigi að vera né hvað kostar. 

Verðugt verkefni væri að fara yfir, hversu faglega var staðið að ákvörðun um staðsetningu við Hringbraut. Hvenær var ákvörðunin tekin? Hvernig var gatnakerfi og umferð þá? Síðast en ekki síst, hverjir komu að ákvörðuninni? Hvaða menntun og reynslu höfðu þeir hinir sömu af skipulags- og byggingamálum?

 Ég er nokkuð viss um að útkoman yrði sú að það borgi sig að byrja strax í Fossvogi í stað þess að setja X milljarða á ári í byggingu sjúkrahúss við Hringbraut í Y mörg ár (X,Y=?). Hvernig verða kröfurnar uppfylltar, þegar byggingu er lokið? Er ekki bara verið að flytja Borgarspítalann í Landspítalann við Hringbraut, þar sem ekki er pláss fyrir hann?

 Forsætisráðherra biðlar nú til aðila atvinnulífsins og vill þjóðarsátt um laun lækna. Geta þessir aðilar, sem sömdu um 3% hækkun lægstu launa, farið fram á það við sína umbjóðendur? Þeir lofuðu að aðrir skyldu ekki fá meira. Síðan hefur verið stöðugt launaskrið. Meiri hækkun til lækna kæmi fljótlega fram hjá opinberum starfsmönnum og svo upp allan launastigann. Hér er því líka pattstaða.

 

Vænlegra væri að bjóða fyrir þjóðarsátt hækkun skattleysismarka í t.d. 390.000 kr. Þá fengju þeir með lægri launin hlutfallslega meiri hækkun en t.d. þeir, sem semja fyrir þá um kjörin. 

Hvort sem byggt verður við Hringbraut eða í Fossvogi þarf í kjaraviðræðum að liggja fyrir, hvenær nýr spítali verður tekinn í notkun. Læknar eru líka að flýja vinnuaðstöðu og aðrir veigra sér við að koma heim í aðstöðuna sem er í boði."

Það er skelfilegt að Landspítalabyggingin í pönnukökustíl við Reykjavíkurflugvöll skuli vera komin á sjálfstýringu. Margir sjá kostina við að byggja annarsstaðar. En þurfi að byggja akkúrat þarna er flugvöllurinn engin ásæða fyrir því að byggja ekki hagkvæm háhýsi á staðnum. Þeu verða ekkert hærri en Hallgrímskirkja. Og flugvélar fljúga inn á völlinn en ekki á húsin. Það er hugsanavilla sem marga hrjáir að flugvélar fljúgi út um allt og inn í hús.

Það væri óskandi að einhver umræða mætti takast um þetta staðsetningarmál en ekki bara að beita þöggun á spítalamálin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband