10.12.2014 | 12:49
Takmörk læknadeilunnar
birtast í grein Gunnars Heiðarssonar um vandamálið og afleiðingar þess.
Gunnar skrifar svo á sína síðu:(þessi bloggari feitletrar að sínu eðli)
"Enginn efast um allt það góða starf sem læknar landsins vinna. Þar fer oft á tíðum ósérhlíft fólk sem gerir kraftaverk upp á hvern dag. Hins vegar virðist minna fara fyrir ósérhlífninni hjá stéttarfélugum lækna, sem hafa magnað upp þvílíka óánægju þeirra að vafasamt er hvort nokkurntímann grói aftur um heilt.
Það er deginum ljósara að aldrei mun verða sátt um að læknar fái margfallt meiri launahækkanir en aðrir í landinu, þó hugsanlega væri hægt að sættast á að þeir fái eitthvað örlítið meira. En þá verða þeir líka að koma með haldbær rök fyrir slíkri hækkun. Þau rök sem oftast heyrast eru haldlítil. Að bera saman laun við sambærilegar stéttir erlendis gefur ekki læknum neitt forskot á aðrar stéttir í landinu. Ef læknar telja sig geta krafist 50% launahækkunnar með slíkum samanburði, geta allar launastéttir þessa lands gert hið sama, fyrir utan auðvitað hákarla fjármálageirans, en þeir lúta engum lögmálum eins og þjóðin veit.
Kannski orð formanns samninganefndar lækna í hádegisfréttum ruv segi meira um þessa deilu en margt annað og þann hugsanagang sem að baki liggur hjá nefndinni. Hún sagði orðrétt; "það þarf að laga kjör lækna til þess þeir vilji vinna hér á landi". Svo mörg voru þau orð! Hvað þá um þær launastéttir sem eru á svo lélegum launum að þær þurfa að lifa við kjör sem eru langt undir framfærsluviðmiðum? Þar þarf vissulega laga, ekki til að það fólk vilji vera áfram á landinu, heldur til að það geti einfaldlega lifað hér á landi!!
Sumir kalla eftir sátt um að læknar fái meira en aðrir, að gengið verði að kröfum þeirra. Þeir sem svo tala gera það annaðhvort af fullkominni vankunáttu, eða þá þeir ætla sér að nota þessa deilu til að belgja út eigið veski. Hvort heldur er, þá er slíkur talsmáti í besta falli hálfvitalegur og í versta falli mætti líkja honum við sturlun. Dettur einhverjum heilvita manni í hug að almennt launafólk, sem fékk 2,8% í launahækkun um síðustu vetrarsólstöður og hefur verið gert rækilega ljóst að ekki megi búst við miklu í næstu samningum, sætti sig við að læknar fái einhverja tugi prósenta hækkun? Að fólk sem fékk 5.000 kr launahækkun við síðustu áramót sætti sig við að launahækkun lækna verði nærri tvöföld lágmarkslaun verkamanns? Er virkilega til svo skyniskroppið fólk hér á landi að það telji þetta gerlegt?
Annars er erfitt að nefna tölur í sambandi við þessa deilu. Þeim er vandlega haldið frá almenning. Þegar fjármálaráðherra nefnir launatölur lækna, sem vissulega má telja afbragðs góð á íslenskann mælikvarða samkvæmt hans upplýsingum, er eina svar formanns samninganefndar lækna að þetta séu ekki réttar tölur. Hvers vegna opinberar hún þá ekki réttar tölur? Hræðist hún að samúð landsmanna muni eitthvað minnka við það?
Læknar eru vissulega mikilvæg stétt í landinu. En það eru líka allar stéttir, allir hafa eitthvað hlutverk í keðjunni. Enginn hlekkur er mikilvægari en annar. Það er engin þörf á læknum ef enginn skúrar gólfin á sjúkrahúsunum, eða þvær þvottinn sem til fellur. Þá væri ekki einu sinni þörf á steypukössunum sem sjúkrahúsin fylla.
Hér fyrir ofan sagði ég að hugsanlega mætti sættast á að læknar fengju einhverja örlitla aukna umbun en aðrir landsmenn, ef þeir koma fram með rök fyrir því. Þau rök þurfa að vera góð og haldbær. Hér hefur gilt ákveðin launastigi í gegnum árin, þar sem þeir ómenntuðu raðast neðst og síðan kemst fólk ofar eftir því sem menntun eykst. Enn og aftur eru hákarlar fjármálakerfisins utan jöfnunnar. Það er ekkert sem hefur breyst sem réttlætir að breyta þessari röðun, að færa suma ofar í stigann. Eina breytingin sem hefur orðið hér hin síðari ár er að gengið féll mikið í kjölfar bankahrunsins. Það gerir samanburð launa við önnur lönd óhagkvæmann. Læknar fóru ekkert verr út úr því en hver annar, hér á landi.
Læknar hafa vissulega sérstöðu. Að geta beitt lífi og limum fólk fyrir sér í kjarabaráttu er sennilega sterkast vopn sem nokkrum er fært og má með sanni segja að það jaðri við siðleysi. Þarna verð ég að fara djúpt gegn minni eigin sannfæringu, sem er að verkfallsrétturinn sé heilagur. En heilagleikinn er fljótur að hverfa þegar slíkri hörku er beytt sem samninganefnd lækna stundar. Hvað varð um hippókratesareiðinn?
Það vakna vissulega upp í kolli manns undarlegar hugsanir þegar maður sjálfur hefur ekki verkfallsrétt, þar sem það gæti skaðað eitthvað járnarusl fyrirtækja, horfir upp á lækna fara í hvert verkfallið af öðru og leika sér þannig með líf og heilsu fólks. Að líf og limir landsmanna skuli vera minna metin en járnarusl fyrirtækja!"
Er hér ekki komin störukeppni eins og var í gömlu vestra-myndunum rétt áður en byssurnar voru látnar tala. Okkar hetja stendur frammi fyrir áskorun á miðri götunni. Ef hún bliknar og lítur undan þá hefur hún tapað og liggur í rykugri götunni.Ríkisstjórnin hverfur í söguna sem sú sem beið ósigur í einvígi aldarinnar sem sú stjórn sem missti endanlega tökin á efnahagsmálunum. Ég er ekki viss um að læknar geri sér þessa stöðu ljósa.Það eru menn mað marga riffla á þökunum í kring og stundarsigur í einu einvígi getur auðveldlega snúist í höndum hins hugdjarfa.
Við verðum að hafa kjark til að taka lækna á orðinu og láta þá fara til fjarlægra fjársjóðaeyja sinna.Við getum bara ekki látið undan því þjóðfélagið er í húfi.Vex stuðningur við eflingu læknadeildarinnar í Háskólanum við þetta? Er hægt að komast af með minna menntaða lækna sem tala ensku?
Það heyrist að nauðsynlegt sé að skrúfa niður í sjálftökuliðinu sem skammtar sér ofurlaun og bónusa.Skattalegar ráðstafanir þurfi að gera til þess að alþýðu manna svíði minna hið félagslega óréttlæti sem í því birtist. Það er tiltölulega einfalt að breyta skattalögum. Vilja læknar endilega lenda í einhverjum ofursköttum á ofurlaun? Er sá möguleiki innreiknaður í kröfugerðina?
"Það er engin þörf á læknum ef enginn skúrar gólfin á sjúkrahúsunum, eða þvær þvottinn sem til fellur. Þá væri ekki einu sinni þörf á steypukössunum sem sjúkrahúsin fylla."
Allt hefur sín takmörk. Læknadeilan líka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
er læknastéttin stödd í undralandi
Elsabet Sigurðardóttir, 10.12.2014 kl. 14:55
Hákon Jóhannesson verkfræðingur skrifar þann 8. nóvember á heimasíðu sína:
"Verðlag á tímabilinu (2006ö2014) hækkaði um 70%; sé tekið mið af vísitölu neysluverðs. Þetta er meðaltal og til að fá betri yfirsýn skoðum við verðlag nokkurra matvara á verðlagi áranna 2006 og 2014 auk hundraðshluta (%) hækkunar (%). Jólakaka, kg (951 -> 1685) 77% hækkun; vínarbrauð, stk. (149-261) 75% hækkun; Cheerios hringir, kg (597 -> 1.198) 100% hækkun; nautakjöt, hakkað, kg (1.270 -> 1.540) 21% hækkun; nýmjólk, l (64 -> 128) 100% hækkun; egg, kg (373 ->694) 86% hækkun.
Berum saman launahækkun annars hóps launþega:
Lokaniðurstaða er því:
Laun lækna hafa undanfarin níu ár hvorki fylgt verðlagi eða hlutfallslegum launahækkunum samanburðarhóps í VR. Krafa Læknafélags Íslands, um endurmat launa sinna félaga og bætt launakjör, telst því raunhæf."
Sigurbjörn Sveinsson, 10.12.2014 kl. 15:06
Hér vantar að frama að launataxtar lækna hafa á sama tíma hækkað um 27%.
Sigurbjörn Sveinsson, 10.12.2014 kl. 15:09
Sigurbjörn
Þetta er það fyrsta málefnalega sem ég hef séð frá læknum Af hverju setið þið þetta ekki fram með þessum hætti en bara þumbist við. Það sem ég vil vita hvort þetta er raunhæft eða ertu að blekkja með tölum. Það er nefnilega oft möguelgt.
En endiolega haltu áfram á þessari braut og láttu til þín taka. Ef þið ekki sannfærið fólkið þá tapið þið.
Halldór Jónsson, 10.12.2014 kl. 16:33
Ef þessar tölur eru réttar Sigurbjörn, ættu læknar ekki að vera í vandræðum með að rökstyðja sitt mál svo allir skilji. Þá eiga þeir að nota þessar staðreyndir og hampa þeim, en ekki að halda uppi sífelldum hótunum um að flýja land.
Ef það er rétt að á ákveðnu tímabili hafi verðlag hækkað um 70%, laun VR félaga um 80,6% en laun lækna einungis 27%, sé ég ekki vanda þeirra á að upplýsa þjóðina. Að vísu mun þetta ekki gefa þeim 50% launahækkun, en hugsanlega eitthvað meira en almenningur, svo þeir komist á svipaðann stað og áður í launastiganum. Um það gæti hæglega náðst sátt, auðvitað með því fororði að allar stéttir fái samskonar útreikning og leiðréttingu komi í ljós að eitthvað vanti uppá.
Það er mér með öllu óskiljanlegt af hverju læknar eru að nota rök fyrir sinni baráttu sem engan veginn standast, ef þeir hafa önnur haldbærari undir hendinni.
Gunnar Heiðarsson, 10.12.2014 kl. 17:54
Akkúrat
Halldór Jónsson, 10.12.2014 kl. 18:23
Hér er engu logið Halldór. Þetta er bein tilvitnun ú collega þinn, sem ég þekki ekkert og veit ekki af hverju hann hefur áhuga á kjaramálum lækna. Kannski er hann bara sannleiksfús. Annar ágætur penni skrifaði síðla í nóvember grein í Fréttablaðið. Þetta er Reynir Arngrímsson, læknair.
"Á meðan Íslendingum fjölgar ört fækkar læknum og vinnuálagið vex í heilsugæslu og á sjúkrahúsum landsins. Frá janúar 2007 til desember 2013 fækkaði stöðugildum lækna um tæp tvö prósent og fer ástandið versnandi. Ásókn í sérhæfða þjónustu Landspítalans er vaxandi. Sjúkdómar hlýða ekki fyrirmælum um niðurskurð og jafnvægi í ríkisreikningi. Halda þarf í við og innleiða nýjungar í meðferð. Til þess þarf nýtt blóð í starfsemina. Velmenntaða sérfræðilækna. Viðhalda þekkingarbrunni og bæta þjónustu. Kenna nemum í heilbrigðisfögum og þjálfa unga lækna. Á því byggist framtíð kerfisins.
Ekki við sama borð
Á sama tíma og læknar hverfa frá störfum og þeim fækkar hefur ríkið fjölgað stöðugildum ljósmæðra um 25%, háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins (FHSS) um 29%, BHM-starfsmönnum um 19%, verkfræðingum um sjö prósent og hjúkrunarfræðingum um þrjú prósent.
Fjármálaráðuneytið hefur nýlega lýst því yfir að kostnaður ríkisins við að ganga til samninga við Læknafélag Íslands þýði óviðráðanlega hækkun á útgjöldum ríkisins, sérstaklega launakostnaði. Þegar þróun launakostnaðar ríkisins vegna ofangreindra starfsstétta á þessu tímabili er skoðuð kemur í ljós að heildarútgjaldahækkun vegna kjarasamnings Læknafélags Íslands var aðeins um 31%, en hjúkrunarfræðinga 55%, ljósmæðra 120%, verkfræðinga tæp 60%, BHM 81% og FHSS 95%.
Læknar hafa ekki setið við sama borð. Tekjur þeirra eða heildarlaun hafa hækkað langminnst á tímabilinu eða um 34%. Hjá öðrum ofangreindum stéttum hafa heildarlaun hækkað á bilinu 47% til 52%. Mestu munar þó í samanburði við ljósmæður þar sem hækkun í heildarlaunum á milli 2007 til 2013 var 77% eða 46% meiri en hjá læknum.
Í þessu umhverfi er læknum nú boðin 3% hækkun. Þess vegna þurfa læknar að grípa til aðgerða. Engum blöðum er um það að fletta að læknar hafa setið eftir. "
Sigurbjörn Sveinsson, 10.12.2014 kl. 21:26
Það er erfitt að stunda mannjöfnuð af þessu tagi á okkar tímum. Það eru sífelldar efasemdir uppi og grunur um undirmál. Ég er í hálfu föstu starfi hjá ríkinu sem heilsugæslulæknir tæplega 65 ára og með 35 ára samfellda starfsreynslu og starfsaldur hjá þessum vinnuveitanda. Ég er því í hæsta þrepi sem kjarasamningur lækna bíður fyrir utan að fá dagvinnuálag vegna þess, að ég tek vaktir verandi orðinn meira en 55 ára. Fyrir þetta eru mér greiddar u.þ.b. 340.000 krónur fyrir skatta ef allt er talið, sem ekki telst til yfirvinnu. Eftirspurn eftir vinnu minni er mikil og ég gæti ábyggilega þénað 1.800.000 krónur á mánuði ef ég tæki vinnu allan sólarhringinn í þeim vinnutíma sem ég á lausan í hverjum mánuði. En ég hef hvorki áhuga né heilsu til þess. Ég segi þér þetta vegna þess að að það brá fyrir sanngirni og áhuga á staðreyndum í færslu þinni hér að ofan. Það virði ég.
Ég hef meiri áhyggjur af unga fólkinu en mér. Ég hef stundum haldið því fram að launataflan ætti að vera eins og pýramíti þar sem þeir, sem elstir eru ættu að hafa minna en þeir sem yngri eru. Á yngri árum er fólk að efna í fjöskyldur og afdrep fyrir þær og við ættum að auðvelda þeim leikinn. En því miður hefur þessu verið tekið sem óráðshjali. Þessir ungu læknar eru að byrja lífsstarfið með 330.000 í grunnlaun. Síðan níðumst við á þeim, fáum þá til að bera hitann og þungan af resktri spítaladeildanna utan dagvinnu og með því verða heildartekjurnar háar. Enginn hefur áhuga á að skoða þá vinnu, sem að baki býr.
Ég fann á netinu tilvitnun í laun í Seðlabanka Íslands. "Meðaltal mánaðarlauna hjá Seðlabanka Íslands var 692.143 krónur á síðasta ári. Regluleg laun næstráðenda og sviðsstjóra Seðlabankans hafi verið 1.433.220 krónur á árinu 2013."
Ef allrar sanngirni er gætt, finnst þér óeðlilegt, að nokkur kergja sé í yngri læknum, þegar þeir skoða launaseðilinn sinn um hver mánaðamót?
Sigurbjörn Sveinsson, 10.12.2014 kl. 23:22
Sigurbjörn
Má ég segja þetta svona:
Frá janúar 2007 til desember 2013 hefur þróun launakostnaðar ríkisins vegna ofangreindra starfsstétta á þessu tímabili er skoðuð kemur í ljós að heildarútgjaldahækkun vegna kjarasamnings Læknafélags Íslands verið aðeins um 31%, en hjúkrunarfræðinga 55%, ljósmæðra 120%, verkfræðinga tæp 60%, BHM 81% og FHSS 95%?
Er það svona sem dæmið lítur út hjá læknum?
"Meðaltal mánaðarlauna hjá Seðlabanka Íslands var 692.143 krónur á síðasta ári. Regluleg laun næstráðenda og sviðsstjóra Seðlabankans hafi verið 1.433.220 krónur á árinu 2013."
Eru þetta laun með yfirvinnu?
"Þessir ungu læknar eru að byrja lífsstarfið með 330.000 í grunnlaun"
Hvað hafa þessir ungu læknar í framtalin mánaðarlaun brúttó með aukavinnu?
"Fyrir þetta eru mér greiddar u.þ.b. 340.000 krónur fyrir skatta ef allt er talið, sem ekki telst til yfirvinnu."
Er ég að horfa á að grunnlaun þín sem 65 ára heilsugæslulæknir
Fyrir þetta eru mér greiddar u.þ.b. 340.000 krónur fyrir skatta ef allt er talið, sem ekki telst til yfirvinnu? Hvernig á ég að bera þetta saman við Seðlabankamanninn? Hver eru meðallaun þín á mánuði? Hversu mikið þarftu að þræla fyrir utan grunnlaunin?
Mér finnst að þú hljótir að vera að minnsta kosti jafngildi sviðstjóra með þinn starfsaldur og reynslu.
Ef þarna er svona rosalega slagsíða þá finnst mér þetta þyngra en tárum taki.
Jónas Haralz sagði einhverntímann að mér áheyrandi að opinberir starfsmenn verðialltaf óánægðir með sín kjör meðan þeir eru opinberir starfsmenn. Verður ekki heilbrigðiskerfið að endurskoðast frá grunni? Finna leiðir til að létta á spítölum eins og heilsugæslurnar gera. Einkavæða þær á einhvern hátt með auknum tekjumöguleikum lækna. En við verðum líka að leysa vanda spítalanna. Ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki vit til að gera tillögur í þeim efnum.
En hversvegna hafið þið læknar látið svona lengi líða án þess að reyna að hanga í öðrum í kjaramálum? Of seint núna að ná því upp í einu. Kjarakerfi ríkisins þolir það ekki. Ekki ykkar vegna heldur vegna þess sem á eftir kemur. Samanburðarfræðin mun taka völdin.
Halldór Jónsson, 10.12.2014 kl. 23:45
Sæll Halldór, ég er ekki beinn þátttakandi í verkfalli lækna því að ég flutti aftur til Svíþjóðar 2011.Ég var í fastri stöðu á Hringbrautinni.Ég er ekki sá eini. Í venjulegu árferði skipti þetta engu máli. Vandamálið er að yngra fólkið sem er í sérnámi vill ekki flytja heim og ber fyrir sig slæm kjör miðað við þau sem þau hafa. Þess vegna snýst þetta minna um brottflutta heldur meira um þá sem skila sér ekki heim. Ég tel þetta eina mikilvægustu ástæðu verkfalls lækna. Margir læknar á mínum aldri sögðu að þeir færu aldrei í verkfall en eru í dag í verkfalli af heilum hug. Ég veit einnig að sömu læknar eiga fyrir útgjöldum í dag. Það segir mér að þeir hafi fundið réttlætingu fyrir verkfallinu og sú réttlæting er framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Hljómar rómantískt en engu að síður satt. Að minnsta kosti engin ástæða til að hrauna yfir slíkar skoðanir.
Gunnar Skúli Ármannsson, 11.12.2014 kl. 00:27
Ég fékk að vita af krabbameini í lunga 5. nóvember. Hef ekki enn heyrt eitt einasta orð frá læknateyminu sem mun skera mig.
Ef ég kýs að fara í aðgerð utanlands þarf ég að greiða kostnaðinn sjálfur.
Læknarnir sjálfir takmarka aðgang að læknadeild HÍ og hafa svo í hótunum um að hér verði læknaskortur ef við förum ekki að kröfum þeirra.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.12.2014 kl. 06:16
Sæll vertu Halldór.
1. Mér sýmist þú vera að orða hlutina á sama hátt og Reynir Arngrímsson. Ég hef ekki skoðað frumheimildina sjálfur en ég þekki Reyni ekki af öðru en sannsögli og nákvæmni og geri því ráð fyrir að þetta sé svona.
2. Ég vinn 49.9% fyrir ríkið. Fyrir það fæ ég greitt 315.673 krónur að viðbættu álagi og fastri yfirvinnu, sem ég tel til dagvinnunnar alls 344.027 kr. Stundum tek ég á móti sjúklingum eftir að dagvinnu lýkur. Það og önnur yfirvinna lyfta mánaðarlaununum brúttó í 397.638 kr. Þannig hljóðar launaseðillinn 1. desember s.l.
Mér engin vorkunn. Ég hef lagt til hliðar (lífeyrissjóður) og er að taka út sparnaðinn. Ég nýt líka ástandsins hér og get valið úr aukavinnu ef ég vil drýgja tekjurnar fyrir e-u sérstöku. En unga fólkið á yfirleitt ekki neina völ aðra en að vinna út frá þessum grunnlaunum og jafgnvel tvöfalda vinnutímann eða meir til þess að tekjurnar verði viðunandi.
3. Minnstu ekki á einkareksturinn ógrátandi. Ég hef komið að læknapólitík í meir en 30 ár. Einkarekstur í grunnþjónustunni hefur ætíð verið hornkerling heilbrigðisstjórnarinnar og við læknar talað fyrir daufum eyrum stjórnmálamannanna. Skiptir þá ekki máli hvaða flokkur hefur farið neð heilbrigðismálin. Þinn flokkur og minn til skamms tíma hefur þar ekki verið barnanna bestur. Ég hef ekki trú á að ég fái að upplifa breytingar að þessu leyti. Það kostar peninga í startið og þeir eru aldrei til.
Sigurbjörn Sveinsson, 11.12.2014 kl. 08:47
Þú ert þá á öðru plani Sigurbjörn en meðallæknir á Landspítalanum sem er með 1.1 á mánuðu og yfirlækir um 1.35 eftir því sem Bjarni Ben talaði um á þinginu í gær.Mér þykja þín brúttólaun lág.
En hvernig á að lyfta þeim í þær hæðir sem sagt er að læknar krefjist? Varla getur það gerst í einu stökki eftir hetjulegt verkfall? Verður ekki að setja langtíma áætlun eigi línuritn sem birtast um bága stöðu lækna hlutfallslega við aðra opinbera starsmenn að nálgast hin línuritin úr þ´vi að læknar sváfu svona kirfilega á verðinum árum saman?
Halldór Jónsson, 11.12.2014 kl. 09:01
eigi línuritin sem birtast um bága stöðu lækna hlutfallslega við aðra opinbera starfsmenn að nálgast hin línuritin úr því að læknar sváfu svona kirfilega á verðinum árum saman?(kann lítið að skrifa á borð)
Halldór Jónsson, 11.12.2014 kl. 09:03
Sæll frændi.
Eftir hrunið 2008 hafa laun verkfræðinga og tæknifræðinga á verkfræðistofum þróast þannig:
2,4 % frá og með 1. febrúar 2011 að telja.
2,5 % frá og með 1. júlí 2011 að telja
3,95 % frá og með 1. janúar 2012 að telja.
3,25 % frá og með 1. febrúar 2013 að telja.
1,55 % frá og með 1. júlí 2013 að telja.
2,80 % frá og með 1. febrúar 2014 að telja.
0,85 % frá og með 1. júlí 2014 að telja.
Ef þetta er margfaldað saman fæst samtals 18,6% hækkun síðan haustið 2008.
(1,024 x 1,025 x 1,0395 x 1,0325 x 1,0155 x 1,028 x 1,0085 = 1,186)
Fyrstu árin eftir hrun máttu margir sætta sig við að fara í 80% starfshlutfall, eða jafnvel missa vinnuna vegna verkefnaskorts.
Hver ætli þróun varðlags hafi verið frá október 2008?
Ætli þessi 18,7% hækkun hafi nægt til að halda í við verðbólguna?
Hvernig er þessi launaþróun í samanburði við breytinguna á launavísitölu hagstofunnar?
Ágúst H Bjarnason, 11.12.2014 kl. 10:17
Samkvæmt vef Hagstofunnar hafa þessar breytingar orðið á vísitölum frá árinu 2008:
Vísitala neysluverðs 114,1 -> 149,9 eða 31,4 % hækkun.
Vísitala launa 182,9 -> 130,4 eða 40,3 % hkkun.
Þetta er vísitala allra, þ.e. bæði á almennum markaði og opinberum.
Miðað er við 2. ársfjórðung yfir tímabilið þar sem nýrri tölur fyrir 2014 finnast ekki.
Þessar tölur geta menn síðan borið saman við eigin launaseðla. Ég sé ekki betur en verkfræðingar og tæknifræðingar hafi dregist verulega aftur úr.
Ágúst H Bjarnason, 11.12.2014 kl. 10:47
Innsláttarvilla:
Hér að ofan átti að standa:
Vísitala launa 130,4 -> 182,9 eða 40,3 % hækkun.
Ágúst H Bjarnason, 11.12.2014 kl. 10:49
Sigurbjörn Sveinsson, 11.12.2014 kl. 10:50
Sæll frændi Ágúst
Öfugt við verkfræðinga munu læknar aldrei þurfa að sæta lækkun á starfshlutfalli vegna verkefnastöðu. Hinsvegar gæti ríkið athugað að hækka launin þeirra og beita síðan skerðingu starfshlutfalls niður í 80%.
En læknarnir verða að athuga það, að fáum við verkfall sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga, ræstitækna osfrv. í kjölfarið á þeirra deilu er enginn spítali í starfsemi af tæknilegum orsökum. Sýnist þér þá mögulegt annað en að gera heildarkjarasamning við allan spítalann í einu? Verða ekki stöðug keðjuverkföll framhald af læknaverkfalli. Hvað gerði verkfræðistofan ef ræsting félli niður vegna verkfalls og heilbrigðiseftirlitið myni loka stofunni vegna sýkingarhættu af óþrifum? Ykkur er bannað að skúra.Eða tækniteiknarar bönnuðu ykkur að teikna í verkfallli?
Sigurbjörn, ég hef séð þetta línurit. Væntanlega sýnir það nauðsyn á verkfalli opinberra starfsmanna ekki síður en lækna. Ef verkfræðingar yfðu teiknaðir inn þá sýnist mér dæmið ekki batna.
Flugleiðir hafa samið við flugmenn til þriggja ára. Samningurinn fæst ekki upplýstur. Seðlabankinn segist hækka vexti umsvifalaust ef kjarasamningar fara úr böndum.
Hvað ráðlegðir þú ríkinu að gera ef opinberir starfsmenn boðuðu verkfall og vilja fá gapinu lokað á línuritinu?
Hvort heldurðu að myndi skila meiri lífskjarabót eða kaupmáttaraukningu í landinu, 10 % almenn kauplækkun eða 30 % taxtahækkun yfir línuna? 10 % lækkun allara taxta rafmagns og leikskóla. .Hvaða áhrif hefði lækkun á gengið? En hækkun?
Þú hlýtur að hafa skoðun á því
Halldór Jónsson, 11.12.2014 kl. 17:34
Línuritið sýnir auðvitað að þjóðin ætti öll að fara í verkfall til þess að ná fyrri kaupgetu þ.e. þeirri sömu og hin falska kaupgeta var fyrir hrun með innihaldslausu gengi krónunnar og skuldasöfnun alls þjóðarbúsins. Þá voru unaðslegir tímar þó sá grunur læddist að manni af og til að það gæti varla staðist að við værum ríkasta þjóð í heimi. Við bárum okkur þó eftir því í hverri höfn.
En auðvitað er raunveruleikinn annar og þjóðin ber umframkostnað við skuldirnar og gengi krónu, sem er nær því, sem þjóðarbúið stendur undir. Þess vegna hafa læknar ekki gert neina kröfu um að ná fyrri kaupmætti. Ég kannast ekki við það. En að þeir beri sérstaklega byrðarnar umfram aðra kunna þeir heldur illa við.
Eins og þú veist vafalítið þá mun gengi krónunnar hækka við lækkun á verðlagi. Það væri spennandi leið til kjarabóta en myndi áreiðanlega mæta andstöðu hagfræðinga. Jón Þorláksson varð ekki vinsæll af að haækka gengi krónunnar á sínum tíma og hagfræðingar virðast fyllast skelfingu ef útlit er fyrir slaka í hagkerfinu að akki sé talað um samdrátt. Þeir virðast elska a.m.k. dulitla verðbólgu í tengslum hagvöxt en ekki hjöðnun verðlags. Þannig myndi okkur farnast illa með þessa hugmynd ef við reyndum að vinna henni brautargengi í félagi. Það eina sem hjaðnar þessa dagana er útvarpsgjaldið en fyrir því eru aðrar ástæður en hagrænar.
Ég hef þig reyndar grunaðan um að drepa á dreif kjarna málsins með þessum spurningum þínum en þeim fylgir lúmskur húmor og met ég hann. Það er hin æðsta synd að vera leiðinlegur á prenti eins og sagt var í Unuhúsi í gamla daga.
Kjarni málsins er sú spurning, hvort sú umbun, sem læknirinn fær fyrir dagvinnu sína og ég hef kynnt þér hér að ofan, sé hvoru tveggja samfélaginu sæmandi og fullnægjandi til að viðhalda læknisþjónustunni í landinu. Um það snýst þetta mál og ekki annað. Mér fannst þú hafa séð ljósið um tíma en nú er ég aftur orðinn vondaufur um það.
Ég er hins vegar þekktur fyrir að komast ekki alltaf að réttri niðurstöðu þannig að ekki er öll nótt úti.
Sigurbjörn Sveinsson, 11.12.2014 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.