20.12.2014 | 16:05
Trúvillingadómstóllinn
starfar upp á kraft á Íslandi. Á sakabekk sitja 3/4 þjóðarinnar ásamt þjóðkirkjunni, Kristindómnum, allar trúarkenningar og siðaboðskapur,Jesús Kristur, María og gott ef ekki Drottinn sjálfur.
Á dómarbekknum sitja vandlætingarfullir fulltrúar Vintri Grænna, Siðmenntar og Pírata. Þeir eru umboðsmenn Fríkirkjunnar, Ásatrúarmanna. Múslíma, Báháa, Búddista og hvað þeir heita allir þessir frjálsu sértrúarhópar.Þeir krefjast jafnréttis og trúfrelsis fyrir þessa hópa.
Sakborningum er gefið að sök að trúa jafnvel á Guð og Biflíuna, prédika um kærleika og góða breytni, halda afsiðunarmessur um jól fyrir börn og unglinga sem þeir nái sér hugsanlega aldrei af án Rítalíngjafa. Sakborningar verði að gera sér ljóst 64. grein Stjórnarskárinnar gildi ekki og sé bara í plati á Íslandi. Sama gildi um ákvæðið um hlutverk skólanna vegna þess að dómararnir hafi ákvðið að trúfrelsi á Íslandi banni þessum 75 % þjóðarinnar að vera með kjaft.
Þeir verði því sekir fundir og skulu því hýddir til hlýðni af hinni algildu visku dómaranna. Þeir skuli steinþegja og ekki efast um óskeikulleika þeirra páfa. Sakborningar skuli sjá til þess líka að kirkjur þeirra séu læstar og engum undir lögaldri hleypt þangað inn. Þeir skuli vinsamlega hafa dómarana í heiðri og ekki æmta né skræmta opinberlega.
Er enginn búinn að fá nóg af þessum sífelldu réttarhöldum trúvillingadómstólsins og þessum sífellda bannsöng yfir þjóðkirkjunni og öllu sem henni fylgir?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll frændi.
Það er spurning hvaða hóp af þeim sem þú telur upp ég tilheyri. Líklega ekki neinum; ég tilheyri nefnilega hvorki þessum 1/4 né hinum 3/4. Þess vegna læt ég mér allar þessar umræður í léttu rúmi liggja, en hef kannski bara dálítið gaman af þeim og er ekki laust við að ég brosi stundum. - Mikið er annars gott að vera frjáls og með ómengaðan hug.
Með góðri kveðju,
Ágúst H Bjarnason, 20.12.2014 kl. 18:03
Ég á greinilega ekki upp á pallborðið hjá þér og skoðansystkinum þínum. Hef nefnilega verið í fríkirkjusöfnuði frá fæðingu og er fyrst að uppgötva það nú, að fríkirkjan, sem telur sig vera nákvæmlega eins evangelisk lútersk og Þjóðkirjan, er sett á bekk með "heiðingjum."
Ómar Ragnarsson, 20.12.2014 kl. 18:33
Hvaða stjórnmálaflokkur/trúarhópur gæti talist algerlega HVÍTU-megin á skákborði lífsins?
Jón Þórhallsson, 20.12.2014 kl. 19:26
Sæll frændi. Ætli okkar trúarskoðanir fari ekki dsálítið saman og víst læt ég mér í léttu rúmi liggja á hvað fólk er að trúa.
Éger hinsvegar að hvetja til að þjóðkirkjan láti þetta andspyrnulið kúga sig án þess að taka til löglegra varna og skrúfa niður í bullinu. Þjóðkirkjan á sinn rétt og er studd af 75 % þjóðarinnar þó að við hvorugur séum endilega í þeim hópi. Ég myndi segja að Ómar væri í þeim hópi þar sem hann er í samskonar kristinni kirkju þó hún sé einkaframtakskirkja og hann borgi hana sjálfur sem mér finnst ágætt.
En það er ekki sama um rétt múslímatil ríkisstryktrar innrætingar eða áhrifa á menntakerfið. Ríkið hefur bara þessa þjóðkirkju en ekki rússneska, Bahaí, mosku eða annað
Halldór Jónsson, 20.12.2014 kl. 19:34
Bæði gamla og nýja Testamenntið fordæma hjónabönd fólks af sama kyni.
-----------------------------------
Fríkirkjan í rvk leggur blessun sína yfir kynvilluna og er þá í raun komin svörtu-megin á skákborð lífsins.
Er það ekki?
Jón Þórhallsson, 20.12.2014 kl. 20:04
Mér gengur nú alls ekki vel að skilja þennan pistil Halldór. Ég held það sé enginn dómstóll til staðar. í það fyrsta eru þessir 3/4 landsmanna sem ég skil sem skráðir meðlimir þjóðkirkjunnar ansi misleitur hópur og alls ekki allir kristnir. Þar eru lika innanborðs andatrúarmenn sem trúa á drauga og önnur yfirnáttúruleg fyrirbæri, margir blanda þjóðtrú á Álfa og huldumenn inn í fræðin og síðan eru jafnvel til einstaklingar sem trúa því að mannfólkið hafi komið utan úr geimnum og fari þangað sennilega aftur að þessari vist lokinni. Og síðan eru þarna trúleysingar sem hafa ekki haft nennu fyrir því að skrá sig úr kirkjunni við 18 ára aldur eða eftir það.Það hefur komið fram við könnun í Noregi að rétt rúmlega 40% telja sig trúa á æðri máttarvöld. Ég held að hlutfallið sé ósköp svipað hérna. Eigum við ekki bara að tala varlega og dæma ekki aðra og saka þá um eitthvað sem hæglega gæti hitt mann sjálfan?
Jósef Smári Ásmundsson, 20.12.2014 kl. 21:07
Þegar þú mærir þjóðkirkjuna mættir þú að skaðlausu tileinka þér sympatíu fyrir fríkirkjum landsins og þeirra sauðum. Þar hefur mér ekki tekist að merkja mun á framreiðslu boðskapar eða mataræði. Boltatrúfélögin með sína ríkis- og sveitarfélagareknu innrætingu, mættir þú hins vegar - og mér að meinalausu - setja í hóp kúgunaraflanna.
Þorkell Guðnason, 20.12.2014 kl. 21:44
Sæll og blessaður Halldór, ég virði þínar skoðanir á trúmálum og eins og þær eru að gerjast hér á landi í dag. Ég sjálf er efasemdamaður hvað varar trúmál, ég er jafnvel trúleysingi, og hef hugleitt að segja mig úr þjóðkirkjunni. Þvi mér þykir það vera hræsni að tilheyra kirkju án þess að trúa til fulls.
Í raun væri ég miklu sáttari við að nefskattur minn rynni til Háskólans en kirkjujnnar.
En hvað varðar boð kirkjunnar til grunnskólanemenda, þá finnst mér það boð vera gott, vegna þess að kirkjan er ekkií neinu trúboði í þessu tilfelll, sem ég þekki til. En það væri bara gott fyrir grunnskóla að bjóða uppá val: hluti nemenda gætu farið í heimsókn í sóknarkurkjuna sína, og öðrum byðist kostur á menningarlegu verkefni i grunnskólanum síðum á sama tíma.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 20.12.2014 kl. 22:27
Sæl öll og takk fyrir.
Þið kannski misskiljið mig eitthvað. Éger ekki að taka afstöðu í trúmálum, hvað sé gott eða verra. Ég er að banda á stjórnarskrána og gildandi lög um ríkistrúna. Ég er að reyna að segja að fólk sem ekki unir þeim skuli þá breyta þeim vilji það löghlýðið vera. Vantrúarfólkið breyti þá 64. grain osfrv.
Það er megininntakið í mínum skrifi, ekki hvað eigi að vera svona eða hinsegnin.
Halldór Jónsson, 20.12.2014 kl. 22:51
Það fer enginn eftir þessari blessaðri Stjórnarskrá Halldór. Sama í hvaða knérun er barið, náttúrupassi, þjóðkirkjan, rafræn skilríki og ég veit ekki hvar bullið endar eiginlega.
Sindri Karl Sigurðsson, 20.12.2014 kl. 23:44
Það skiptir engu máli fyrir skólana þó þjóðkirkjan komi fyrir í stjórnarskrá.
Eða segir stjórnarskrá eitthvað um það? Nei.
Skóli og kirkja eiga að vera aðskilin. Annars væri það þjóðkirkjuskóli o.s.frv.
Það er eiginlega óskiljanlegt afhverju núna allt í einu er talið svo mikilvægt að stússast með börn á vegum skólanna einu sinni á ári í kirkju og hlýða á hugvekju prests, þó framkvæmdin sé eitthvað misjöfn eftir því sem sagnir herma.
Eg ólst upp á 8. áratugnum og aldrei nokkurntíman man eg eftir að talað væri um að fara í kirkjuferð á vegum skólans.
Hinsvegar var vissulega fag sem kallaðist Bibliusögur í 1-2 ár. Og þá var kennslan aðallega um að muna utanbókar ákv. atriði eins og þá var títt, álíka og íslandssaga, spurningar á prófi td.: Hvað hétu synir Nóa? Þetta þótti mikilvægt að börn vissu þá.
Seinna var svo eitthvað sem hét kristinfræði og presturinn kenndi það minnir mig, en þá var hann bara eins og hver annar kennari og gott ef hann kenndi ekki eitthvað fleira, stærðfræði og sona.
Jú jú, eftir á að hyggja voru þetta hálf furðuleg fræði því aðalkennslan fólst í að muna ákveðin atriði utanbókar og látið var eins og allt væri sögulegar staðreyndir.
En það var samt ekki beinn trúarboðskapur. Ekki beint.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.12.2014 kl. 00:27
Fólk getur haft 100% fulla KRISTNA trú án þess að mæta í kirkju.
=Verið með sama hugarfari og KRISTUR. (Filippibréfið 2.5)
(Það getur verið ágætt að það séu til kirkjur í hinum ýmsu nær-samfélögum til að minna á Kristin boskap en það mætti nota þær meira til að spyrja einhverra spurninga tengt lifsgátunni svo að einhver andleg þróun geti orðið).
Jón Þórhallsson, 21.12.2014 kl. 10:37
Ómar Bjarki Kristjánsson
Það er lífseigt kommabullið um að skóli og kirkja eigi að vera aðskilin.
"
Ég tilfæri hér fésbókarfærslu þar sem sagt er frá skörulegri bloggfærsla Sifjar Cortes:
62. gr. stjórnarskrárinnar kveður á um að styðja skal og vernda íslensku þjóðkirkjuna og þar sem um er að ræða heimsókn í stofnun sem stjórnarskrárgjafinn felur ríkinu að styðja og vernda, ekki bara í fjárhagslegum efnum, heldur einnig í menningarlegum tilgangi þá er það hvorki brot á lögum né mannréttindum.
Einnig eru 2.gr. grunnskólalaga síðan 2008, þeim sem skólar og kennarar vinna eftir: „Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.“"
Ómar, kynntu þér málin áður en þú alhæfir um hvernig þú viljir hafa það. Lögin segja allt annað en þessir uppivöðsluhópar segja
Jón, ég hef ekki svör við spurningum um lífsgátuna.
Fyrir marga er hún mest að borga gíróseðla og geta ekki staðið í skilum við bankann
Halldór Jónsson, 21.12.2014 kl. 19:00
Þessi rökvilla um að allir sem skráðir eru í þjóðkirkjuna séu kristnir og styðji ennfremur trúboð í skólum er mjög þreytt. Ég er skráður í þjóðkirkjuna en er ekki trúaður og vil ekki fá þetta nálægt skyldunámi.
Félag sem flestir eru skráðir í við fæðingu fær fullt af meðlimum sem myndi aldrei skrá sig í það annars.
Það getur vel verið að "þögli meirihlutinn" sé meirihluti en hann er töluvert minni en þessi 75%. Ennfremur telur þessi hópur helst gamalmenni svo hann fer minnkandi.
Kommentarinn, 21.12.2014 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.