Leita í fréttum mbl.is

Missum við Makrílinn?

okkar í vetur? Vill einhver kaupa makríl nema Rússarnir?

Geta þeir ekki borgað í olíu? Ætli nokkur vilji Gaz eða Volgu? Margir vilja áreiðanlega kaupa Kalashnikov. Eða listflugvélar? Rússar geta margt fyrir okkur gert ef einhverjir forretningsmenn vildu athuga málið. Skulum við vanmeta þeirra iðnað og getu?

Megum við því að missa kannski Makrílvertíðina?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Makríll fyrir olíu. Það ætti ekki að vera flókið að koma því við. 

Bestu kveðjur að sunnan, þar sem lítil sjást Suðurljósin þessa dagana, enda hásumar á svæðinu.

Halldór Egill Guðnason, 25.12.2014 kl. 17:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rússar ætluðu að hætta að framleiða Lada Niva (var nefndur Lada Sport hér á landi)  fyrir næstum 20 árum og smíðuðu nýjan og breyttan jeppa.

En þeir hafa ekki getað hætti við að framleiða Niva vegna þess hve bíllinn er vinsæll, bæði heima fyrir og erlendis. Þetta er langódýrasti jeppinn á markaðnum og stenst kröfur ESB um mengun og fleira.

Það er meira að segja hægt að fá lengri gerð af honum með fimm dyr.

Ég átti og ók tveimur bílum af þessari gerð frá árinu 2010 og þeir dugðu mér vel. Eru samt gjarnir á bilanir á smáhlutum, sem skipta ekki höfuðmáli, enda fóru þeir alltaf í gang, hvernig sem viðrað, og voru mun duglegri í snjó og torfærum en jepplingarnir eða sportjepparnir svonefndu, sem sumir bera svo sannarlega ekki nafn með rentu.  

Ómar Ragnarsson, 25.12.2014 kl. 17:55

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mosarnir og Volgan sem ég átti þegar ég var ungur, fátækur og bjó í litlu Moskvu, fluttu okkur fjölskylduna marga hringi um landið og skiluðu okkur alltaf heim.   Það fór öðruvísi þá ég eignaðist fyrsta bensann og tók það daga og margar krónur að drasla honum heim eftir að hátækni mótorinn neitaði að hlíða.      

Hrólfur Þ Hraundal, 25.12.2014 kl. 19:21

4 Smámynd: Sævar Helgason

Viðskipti okkar við Rússa ,sem hófurst fyrst árið 1953 þegar Bretar ætluðu að knésetja okkur eftir útfærslu landhelginnar í fyrsta sinn, reyndust okkur einkar hagstæð í marga áratugi. Alveg laus við alla pólitík og hugmyndakreddur. Einkum var olían þeirra góð. Bílarnir sem þeir framleiddu hentuðu okkur vel- einkum var rússajeppin góður til sveita. Við eigum ekki að hika við það núna að eiga áfram viðskipti við þessa vinaþjóð okkar og þá á vöruskiptagrunni- eins og fyrr. Makrílinn verðum við að selja.

Sævar Helgason, 25.12.2014 kl. 20:15

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta allir saman. Mér finnst þið hgsa svipað og ég. Maður vill ekki gleyma gömlum vinum þó eitthvað bjáti á.Gazinn og Mossin voru alveg sésakir og Nivan. Hví skyldum við ekki muna gamnalt og gott? Russky Pussky, hann Ivan stendur fyrir sínu.

Halldór Jónsson, 25.12.2014 kl. 23:26

6 Smámynd: Þorkell Guðnason

Rúzký,bryzky,brazky...hvað.  Auðvitað á að hafa augun opin og ganga til góðra verka, þarna sem annars staðar.  Það er líka sjálfsagt að Íslendingar sýni góðan hug í verki og ekki skaðar það, ef það hentar íslenskri þjóð líka.  Á sjötta áratugnum fengum við GAZ69 sem nýttust vel.  Skyldi þeim vera útbært gas sem eldsneyti núna - sem okkar fólk gæti þá ráðstafað þangað sem þess væri þörf :-)  Var ekki Pútín að hóta að skrúfa fyrir leiðslurnar til EU?

Þorkell Guðnason, 26.12.2014 kl. 11:52

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, það væri gaman að sjá hvað Frau Dr. Merkel gerir þá?

Halldór Jónsson, 26.12.2014 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband