Leita í fréttum mbl.is

Vigdís Hauksdóttir

vakti athygli mína á Útvarpi Sögu um áramótin.

Vigdís hefur óvenju skýra sýn á vandamálin sem við blasa í sífelldri útþenslu báknsins. Hún nefndi sláandi dæmi um að á vegum opinberra stofnana ríkisins eru starfandi tveir tugir upplýsingafulltrúa. Til hver er þetta spyr Vigdís?

Fyrir mér er þetta að verja forstöðumennina fyrir hnýsni fjölmiðla og almennings og þjónar einungis því að halda upplýsingum frá almenningi. Annars gætu forstöðumennirnir svarað beint. Þessir starfsmenn eru greinilega gersamlega óþarfir og á að segja upp strax. Fyrir utan að þeir hafa gengið fram af almenningi á stundum með hreinum dónaskap og hroka þó þar séu einstakir menn  sem skara fram úr öðrum.

Vigdís nefnir ráðningabann hjá ríkinu sem augljósa leið út úr ógöngunum. Þannig myndi báknið minnka af sjálfu sér á sársaukalausan hátt ef aðeins nýjir forstöðumenn væru ráðnir í stað þeirra sem hætta. Engir aðrir.

Vigdís nefnir þá óþolandi mismunun sem ríkir í lífeyrissmálum opinberra starfsmann. Ég og meðeigendur mínir í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna verðum að greiða skatta til þess að Steingrímur J. Sigfússon fái sinn margfalda lífeyri greiddan að fullu verðtryggðan meðan við sætum lækkun á lífeyri okkar vegna feilspelúleringa sjóðafurstanna? Er þetta ástand sem ég á að sætta mig við?. Hver ætlar að tala máli mínu?

Vigdís bendir á það ásamt varaformanni fjárlaganefndar Guðlaugi Þór, en þau hafa unnið mikið saman að góðu starfi, að kerfið hreinlega ver sig og veitir mótpyrnu til þess að hindra að hagræðingartillögur kjörinna fulltrúa nái fram að ganga. Vigdís spyr hvernig í veröldinni sé hægt að setja lög um að sameiningar í ríkisrekstri skuli ganga fyrir sig án þess að nokkrum starfsmanni sé sagt upp.Allt á meðan almenni vinnumarkaðurinn varð að sjá á eftir sautjánþúsund störfum í hruninu.

Dæmin eru allstaðar hvernig kerfið ver sig gegn vilja kjörinna fulltrúa. Þeir ákveða að flytja Fiskistofu norður í land. Þetta apparat sem var ekki til áður en Þorsteinn Pálsson varð ráðherra, neitar. Það bara fer ekki neitt. Af hverju er ekki svarað með þvi að leggja það niður?

Vigdís Hauksdóttir hefur áunnið sér taust langt út fyrir flokksraðir sem þó virðast hvað minnstir stuðningsmenn hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er rett- Vigdís Hauksdottir fer ekki krókaleiðir eða notar útúrsnúninga til að fela sannleikann- henni verður bolað út af Alþingi fyrir svonaófelagsleg vinnubrögð !

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.1.2015 kl. 20:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vigdís hlýtur þá að breyta þessu konan og færa til betri vegar, vafalaust. Spilar hún ekki með betra liðinu?

En auðvitað gerist það ekki, þetta er bara venjulegt orðagjálfur ætlað sértrúarsöfnuðum ríkisstjórnarinnar og öðrum einfeldningum. -Og hitti í mark, sé ég.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.1.2015 kl. 21:43

3 identicon

Sammála honum Axel, þetta er bara orðagjálfur.

Ef þeim langaði í alvöruni að breyta einhverju þá mundu þau semja og leggja fram frumvarp að lagabreytingu á Alþingi. Þar sem þau eru í þingmeirihluta þá ættu breytingarnar að ná í gegn nema einhverjir í flokkum þeirra neiti að styðja frumvörpin og þá er gott að vita hverjir þeir eru er það ekki?

En á meðan það eina sem þau vilja gera er að væla í útvarpinu án þess að taka til nokkura raunverulega aðgerða þá er þetta gagnslaust líðsskrum.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 22:58

4 Smámynd: Þorkell Guðnason

Í einfeldni minni, velti ég fyrir mér hvað gerðist ef 20 fjölmiðlafulltrúar ríkisfyirtækja /stofnana væru sviptir störfum.

Getur verið að vandinn liggi í því að slíkir "Spin-doctors" hafi vitneskju um "það" sem VIÐ megum ekki frétta og þess vegna þori stofnanastjórar ekki að hrófla við þeim?  

Þorkell Guðnason, 1.1.2015 kl. 23:32

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jæja! Orðagjálfur,hvenær heyrið þið þessa réttlátu gagnrýni koma frá Samfylkingu? Vigdís sér það sem allir hvískra um og vilja leiðréttingu á. Þau þrjú sem ég man eftir í hagræðinganefnd,Vigdís, Guðlaugur Þór og Ásmundur Daði,sómdu sér vel sem samherjar í flokki. Hvaða eldheitum sjálfstæðissinna, yrði sárt um þótt þau tæku saman í nýjum íslenskum umbóta flokki. Varla létu þau hendur standa fram úr ermum í bráðaðkallandi loforði ríkisstjórnarinnar að sækja ólöglegu umsóknina í Esb. til Brussel.

Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2015 kl. 04:25

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki-aldrei-

Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2015 kl. 05:34

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gleðilegt ár Haldór og aðrir bloggarar.

Að ætla að minnka ríkisbáknið með ráðningarbanni gengur ekki upp. Það er aðferð sem er dæmd til að mistakast, einfaldlega vegna þess að báknið ver sig sjálft og hefur öll vopn gegn þeirri aðferð.

Það þarf að ráðast beint gegn vandanum, skilgreina hvaða störf er nauðsynlegt að verja svo velferðarkerfið geti dafnað og segja öllum öðrum uppp á einu bretti. Launakostnaður þess fólks getur síðan farið til eflingar velferðakerfisins, til að byrja með, en markmiðið hlýtur að vera að sá sparnaður sem næst við niðurskurð blýantsnagar leiði til lægri skatta, þegar fram líður.

Þetta er auðvitað harkaleg aðgerð en bráð nauðsynleg. Vinstraliðið mun ganga af göflunum eins og vanalega, en stjórnvöld hafa meirihluta á þingi og geta hæglega þessu í til framkvæmd.

Vandinn liggur þó innan stjórnarliðsins, þar á meðal eru kjarkleysingjar sem láta fjölmiðla og vinstraliðið segja sér fyrir verkum. Þora ekki að standa í lappirnar og gera það sem þeir voru kosnir til.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 2.1.2015 kl. 10:15

8 Smámynd: Baldinn

Ég hnaut um tvennt.

"Ég og meðeigendur mínir í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna verðum að greiða skatta til þess að Steingrímur J. Sigfússon fái sinn margfalda lífeyri greiddan að fullu verðtryggðan."

Þetta er í sjálfu sér rétt en rætið er það.  Er dýrara að greiða lífeyris skuldbyndingar þeirra fáu vinstri ráðherra heldur en þeirra fjölmörgu fyrrverandi ráðherra Sjalla og Framsóknar.  Hvað ert þú eiginlega að fara með svona skrifum.

"Þeir ákveða að flytja Fiskistofu norður í land. Þetta apparat sem var ekki til áður en Þorsteinn Pálsson varð ráðherra, neitar. Það bara fer ekki neitt."

Er ódýrara að greiða laun þessa fólks fyrir norðan.  Þú ert að tala um fólk sem á fjölskyldur, börn, íbúðir og alskonar skuldbyndingar.  Á þetta fólk að fagna þessari ákvörðun sem eingöngu er tekin til að veiða atkvæði fyrir norðan og hafa ekkert með sparnað að gera.

Baldinn, 2.1.2015 kl. 11:34

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir hlý orð í minn garð Axel Jóhann.Auðvitað tekur Elvar Aðalsteinn undir sálgreininguna hjá þér. Kannski heyrðuð þið að Gulli bað um bandamenn. Kannski á hann við ykkur?

Keli, kannski vinna þeir báðir hjá kerfinu og eru dyggir liðsmenn í Samfylkingunni  þeir Elvar og Axel.

Helga ég held í einfeldni minni og sértrúarguðspjallinu að þessi þrjú meini það sem þau segja og vilji gera eitthvað þannig að ég ætla akki að gapa upp í þá Elvar og Axel áður en ég hlusta meira á þau.

Gunnar Heiðarsson , já gleðilegt ár og takk fyrir mörg þarfleg tilskrif á fyrra ári. Auðvitað er vandinn innan stjórnarliðsins þegar Gulli kallar á bandamenn. Ríkisstarfsmenn eru áberandi í þingliði af vinstra kantinum og ekki vilja þeir neina hagræðingu. Ráðningabann sýndi sig að virka vel hjá Reykjavíkurborg þegar ett sinn var reynt að spara á þeim bæ. En það er víst langt síðan það var. Þetta gæti svínvirkað hjá ríkinu ef reynt væri og fylgt eftir. Annað er því miður líklega mikið rétt hjá þér.

Halldór Jónsson, 2.1.2015 kl. 11:44

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er ekki í Samfylkingunni Halldór, svo því sé til haga haldið og er ekki opinber starfsmaður og hef aldrei verið!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.1.2015 kl. 12:51

11 identicon

Já Halldór, ég er hamingjusamur lítill gír í kerfinu. Það er ástæðan fyrir því að ég veit hvað ég tala um.

Hér er eitt dæmi um hann Guðlaug. Árið 2008 þá lagði hann fram frumvarp að lögum um sjúkraskrár. Bein afleiðing af þeim lögum er sá að allar sjúkrastofnanir og einkastofur urðu að vera með rafrænar sjúkraskrár, verða að geyma öll gögn um sjúklinga eins lengi og þeir lifa og afhenda síðan í þjóðskjalasafnið og að lokum þurfa að hafa eftirlit með aðgengi að sjúkraskránum og geyma þær upplýsingar endalaust.

Þetta varð náttúrulega til þess að kostnaður jókst verulega og ekki er hægt að komast framhjá honum þar sem viðurlögin eru fangelsisdómur fyrir ábyrgðarmaninn.

Þannig að Guðlaugur hefur sýnt það að hann geti sett fram lög sem hækka kostnað ríkisins, getur hann sett fram lög sem lækka kostnaðinn?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 13:26

12 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ef manneskjan vill, þá finnur hún leið.

Ef manneskjan ekki vill, þá finnur hún afsökun.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.1.2015 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband