Leita í fréttum mbl.is

365 miðlar

eru tæknilega gjaldþrota félag.

Svo segir í Morgunblaðinu:

"End­ur­skoðend­ur árs­reikn­ings­ins benda á að gangi áætlan­ir stjórn­enda ekki eft­ir gæti ríkt vafi á rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins. Þá segja þeir að upp­lausn­ar­virði eigna sam­stæðunn­ar geti verið veru­lega lægra en bók­fært virði þeirra yrði starf­sem­in lögð af. Þetta þýðir með öðrum orðum að miðað við eign­ir fé­lags­ins í dag eru lík­ur á því að þær dugi ekki upp í skuld­ir og aðrar kröf­ur komi til upp­lausn­ar fé­lags­ins.

Rekstr­ar­kostnaður fé­lags­ins minnkaði lít­il­lega milli ára og nam 2.107 millj­ón­um, en rekstr­ar­hagnaður hækkaði um rúm­lega 200 millj­ón­ir milli ára og var 736 millj­ón­ir. Eign­ir fé­lags­ins eru sam­tals 9.856 millj­ón­ir, en þar af nema óefn­is­leg­ar eign­ir 5.880 millj­ón­um. Af óefn­is­leg­um eign­um eru 5.572 millj­ón­ir vegna viðskipta­vild­ar."

4 milljarðar af einhverskonar óefnislegum eignum standa á móti 8 milljarða skuldum félagsins. Í þetta eru Lífeyrissjóðir landsmanna byrjaðir að dæla fé í dularklæðum samkvæmt upplýsingum í vefritinu Kjarnanum.

Áreiðanlega er hægt að gera 365 að góðu félagi með álíka fjárframlögum og Ríkisútvarpið fær á þessu ári.  Eigendur lífeyrissjóðanna geta glaðst yfir því að verða eigendur að þessu "óháða" fjölmiðlafyrirtæki gamla Baugsveldisins og þeim dygga málsvara Samfylkingarinnar sem 365 miðlar eru oftar en ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Öllum er sama. Bara að stöð2 sé opin og Fréttó komi út

Halldór Jónsson, 3.1.2015 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband