Leita í fréttum mbl.is

Forsetakosningar færast nær

og nær með degi hverjum. Ekki er víst hvort Ólafur Ragnar vilji vera forseti til æviloka sem þó einhverjum kunni að líka ágætlega.

Þeim sem er ekki sama hvernig þær kosningar fari eða vilja hafa áhrif á að ekki verði einn frambjóðandi sjálfkjörinn meðal fleiri og þá með minihluta þjóðarinnar að baki sér, gerðu rétt í því að fara að hugleiða það núna hvaða breytingar eru nauðsynlegar til þess að svo verði ekki.

Er ekki rétt að þingmenn athugi með hvaða hætti við tökum upp Forsetakjör í tveimur umferðum. Í þeirri seinni verðu kosið á milli tveggja efstu svo sem tíðast erlendis eins og í Frakklandi .

Nú eru á lofti blikur um að núverandi kvótaeigendur ætli að eignast kvótann til eilífðar, jafnvel fljótlega á þessu þingi. Slík óeining er meðal þjóðarinnar um þetta mál, að margir mega ekki til þess hugsa öðruvísi en að Forsetinn vísi lögum sem þetta þing kann að setja til þjóðarinnar. Þá mun enn sannast að það skiptir máli hver situr í því embætti. Hvort þar geti verið hvaða maður sem er eða að þar þurfi að vera maður með vit á stjórnmálum og pólitíska tengingu við þjóðina.

Ekki er því ráð nema í tíma sé tekið því Forsetakosningarnar færast nú nær og nær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband