Leita í fréttum mbl.is

Skopmyndir eru ekki endilega fyndnar

þegar þær eiga að vera fyndnar á kostnað einhvers sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér.

Finnst fólki það vera fyndið ef ég geng á eftir fötluðum einstaklingi á Laugaveginum og geri hróp að honum vegna fötlunar hans og velji honum hin hraklegustu orð eða brandara? Ef ég veitist að vegfarendum með öskri og óhljóðum um hverslag fífl þeir séu, asnalegir í útliti eða klæðaburði? Eins og fullur og vígalegur  slagsmálafiskari á sveitaballi? Finndist einhverjum þetta vera bara fyndið? Er það fyndið að teikna klámmyndir af Jésú og postulununum og selja fyrir peninga? Er það bara fyndið að teikna skrípamyndir af Múhameð? 

Er þetta kannski frekar heimskulegt athæfi? Bæði það og svo siðlaust og ruddalegt? Finnst mér það kannski ruddaskapur að einhver segi mér að ég sé bæði lítill,ljótur, heimskur  og feitur? Allt saman bæði satt og rétt. En í hvaða tilgangi segir maðurinn mér þetta? Til að skemmta mér? Til að ég verði vondur og reyni að berja hann? Sem ég þori ekki af því að hann er stærri en ég? Hann eltir mig á Laugaveginum og lætur þetta klingja á mér sífellt og allir horfa á mig? Er þetta ekki skylt einelti sem þykir ekki fínt í skólunum?

Mér finnst fyndni margra ekki vera fyndni.Sérstaklega finnast mér vinstri menn oft vera lítið fyndnir en það er bara smekkur minn.  Mér finnst ljótt að hæðast að fötlun minni máttar.Ofsatrúarmenn finnast mér vera fatlaðir því þeir eru pikkfastir í eigin huga. Sumar skopmyndir finnast mér ekki fyndnar heldur bara heimskulegar og fyrir neðan velsæmi. Það eru meira að segja til lög gegn slíku.

Það er ljótt að skopast að minni máttar var mér og fleirum kennt í æsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Sæll Halldór og gleðilegt ár.

Þú sést aldrei í TBR svo ég sé þig aldrei persónulega.

En hér í bloggheimum vantar þig ekki! Og í dag vekur þú máls á þessum hryllingi sem gengur yfir heimsbyggðina, þar sem ofstækismenn í fjarlægum löndum eða eigin löndum fara um með glæpaverkum.

Það gleður mig samt í þessu sambandi að þú sérð að skop og tjáning eru stórmál og hafa margar hliðar.

Ég hef oft verið þér sammála og það er ég einmitt í dag og tjái þakklæti fyrir framlag þitt til að sýna eina hlið málsins sem mér finnst kominn tími á að fleiri taki undir, þannig að virðing verði aftur upptekinn milli manna og þjóða.

Við hér um slóðir viljum telja okkur besta í öllum atriðum mannlegra samskipta, það er því tímabært að við sýnum í verki að við séum ekki siðblind eða ofstækisfólk og séum góð fyrirmynd fyrir alla aðra.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 11.1.2015 kl. 18:03

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Meðan að ég bjó á Íslandi, þá var það alltaf það firsta sem ég skoðaði voru skopmyndir Sigmund í Mogganum frá því að ég var smá peyji og þar til ég fluttist erlendis.

Raunverulega túlkaði Sigmund nákvæmlega hvað var að gerast í einhverjum málefnum og gerði grín að. 

Ég sakkna skopmyndum Sigmund um menn og málefni, ég verð nú bara segja það og ég vorkenni húmor lausu fólki.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.1.2015 kl. 18:28

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Herlufsen. Já því miður gekk elli kerling frá okkar badminton klúbbi. Takk fyrir undirtektir. Manni finnst oft að satt megi kyrrt liggja þegar vanvitar og bavíanar eiga í hlut.

Jóhann, það er langur vegur frá Sigmundi yfir í Jyllandsposten og Charlie. Sigmund hafði húmor án þess að vera rætinn að mig minnir. Vinstri menn eru efirleitt rætnir og illskeyttir og kalla það húmor en þola ekki grín að sjálfum sér. Að því leyti líkjast þeir múslímunum. Sbr. Áramótaskaupin þeirra.

Halldór Jónsson, 11.1.2015 kl. 21:32

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, en Halldór, núna ertu búinn að reita „vanvita og bavíana" til reiði og vinstrimenn og múslima og ofsatrúarmenn, með því að kalla þá fatlaða, og fatlaða, með því að líkja ofsatrúarmönnum við þá.

Wilhelm Emilsson, 12.1.2015 kl. 06:46

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ágæti bloggvinur, Halldór,ég þakka þér gott blogg að venju,og ég óska þér og þínu fólki alls hins besta á nýju

ári.

KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 12.1.2015 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband