15.1.2015 | 23:05
Schengen-Syndrome-Heilkennið
sem þjáir nú orðið frekar fáa íslenska ráðamenn hefur um all-langt skeið verið öryggismálum Íslands fjötur um fót.
Nú skrifar Björn Bjarnason enn um þá fullyrðingu að við værum útilokaðir frá öllum viðskiptum við alþjóðalögreglu og gagnagrunna um hverskyns reyfara ef við værum ekki í þessu samstarfi. Hann hefur lengi haldið þesu fram án þess að kannað hafi verið hvort þetta sé endilega svona alvarlegt.
Björn skrifar núna svo á wwww.bjorn.is:
" Í dag lýsti ég á Evrópuvaktinni undrun minni á umræðunum um utanríkismál í landinu um þessar mundir eða skort á þeim og má lesa það hér.
Eins og sjá má á textanum botna ég ekkert í þeim sem halda í þá skoðun að aðildin að Schengen sé undirrót þess vanda sem að steðjar hér og veldur ótta margra við útlendinga. Þessi skoðun er einföldun á flóknu viðfangsefni sem verður ekki auðveldara viðfangs með úrsögn úr Schengen.
Ítarlega var kannað hvort aðild að Schengen bryti í bága við stjórnarskrána og var það álit sérfróðra manna að svo væri ekki. Íslendingar ættu ekki aðild að Europol, Evrópulögreglunni, væru þeir ekki í Schengen-samstarfinu, ekki heldur að Eurojust eða öðru slíku samstarfi, þeir hefðu ekki heldur aðgang að gagnagrunnum Schengen-ríkjanna. Segi menn rangt til nafns eða gefi upp rangan fæðingardag við skráningu í flug eða nota fölsuð skilríki gildir hið sama hvort sem ríki eru utan eða innan Schengen að þeir geta villt á sér heimildir. Það fer eftir árvekni við eftirlit hvort mönnum tekst að svindla - eftirlit er unnt að stórauka í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að sjálfsögðu var það pólitísk ákvörðun að ganga í Schengen og það er einnig pólitísk ákvörðun að slíta samstarfinu. Er einhver stjórnmálaflokkur með það á stefnuskrá sinni."
Hér hátt til höggs reitt og margt af því sem Björn segir get ég að minnsta kosti ekki tekið sem algildum rökum.
Ég get varla ímyndað mér að breska konungsríkið geti verið án þeirra upplýsinga og samstarfs sem Björn telur okkur sjálfkrafa missa gengjum við úr EES og Schengen samstarfinu. En þær úrsagnir þurfa þó víst ekki einu sinni að fylgjast að.
Konungsríkið Bretland á sín landamæri að sjó eins og Íslendingar. Náttúrleg landamæri og notfærir sérþað. Væri það ekki beinlínis á móti hagsmunum Btelands og yfirvalda annarsstaðar ef ekkert samstarf væri þarna á milli?
Af hverju komast menn upp með það að segja "rangt til nafns og gefa upp rangan fæðingardag við skráningu í íslensk flug eða nota fölsuð skilríki?" Það er aðeins mögulegt vegna þess að Ísland er í Schengen. Annars væri hér vegabréfaskylda og til dæmis kæmu færri hælisleitendur hingað á þann hátt sem þeir koma núna og myndu ekki verða hér innlyksa árum saman eins og nú er. Hversvegna erum við að búa þetta vandamál til? Er ekki opið fyrir flesta að geta komið hingað pappíralausir og eftirlitslaust? Hvað með líkstungumanninn Kaunas sem var í endurkomubanni?
Björn segir enn:
"Hér á landi er lögreglu heimilt að greina allar farþegaskrár og í því felst virkari landamæravarsla en að skoða vegabréf í lansamærahliði. Þetta er mikilvægt greiningarstarf sem skilar árangri í baráttu við skipulagða glæpahópa og hryðjuverkamenn. Hafa ber í huga að um 98% þeirra sem koma til landsins fara um Keflavíkurflugvöll og flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að haldið sé uppi virku eftirlits- og greiningarstarfi þar skiptir sköpum í öryggisgæslu lögreglu."
Mér er fyrirmunað að skilja síðari röksemdafærslu Björns. Það er eins og hann gangi út frá því að við Íslendingar getum ekki greint vegabréf í Leifsstöð og borið þau undir gagnagrunna því að Interpol muni hafa lokað á okkur af því að við hættum í Schengen? Finnst einhverjum þetta trúlegt sem hefur farið í gegn um landamæraeftirlit í Bandaríkjunum? Er það trúlegt að Bandaríkjamönnum séu meinaður aðgangur að evrópskum glæpa-og hryðjuverkaskrám af því að þeir eru ekki í Schengen? Væri slíkt í þágu hagsmuna heildarinnar og baráttunnar gegn hryðjuverkum?
Af hverju fæst Schengen aðildin ekki rædd á vettvangi stjórnmálanna? Meirihluti þjóðarinnar vill ganga úr þessu samstarfi ef marka má skoðanakannir.Meirhluti þjóðarinnar vill hert eftirlit í Leifsstöð. Lögreglan telur þörf á breytingum.
Hvernig er hægt þjást endalaust af þessu Schengen-Syndrome-Heilkenni án þess að málið sé að minnsta kosti skoðað í alvöru?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 3419711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það væri sannarlega þörf umræða.Ég viðurkenni að vita lítið annað en rof við Europol,segðum við okkur úr Shengen,en aftur á móti yrði okkur í sjálfsvald sett hvort hugnast að hleypa grunuðum um/með fölsuð skilríki inn í land okkar. Umræði mundi skýra það,jafnvel þótt þau séu svona afskaplega flókin sem að er látið liggja.
Helga Kristjánsdóttir, 16.1.2015 kl. 01:10
Umræða!!
Helga Kristjánsdóttir, 16.1.2015 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.