17.1.2015 | 09:41
"Um krosstré eik og epli"
er fyrirsögn Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins. Fyrir þá vinstri menn sem tilheyra þeim "engum" sem lesa Morgunblaðið og ætla að ganga í Evrópusmabandið finn ég mig knúinn að vekja athygli þeirra á bréfinu.Þar segir:
"Svo bregðast krosstré sem önnur tré« er haft á orði bili einhver eða eitthvað sem traustast þótti. Þá er gefið að í krosstrén fari einungis eðalviður og hann sé andstæðan hreina við fúaspýturnar, sem engan burð hafa.
Svissneskt efnahagslíf hefur þótt vera þannig tré. Þegar að spýtnabrakið þyrlaðist um allt fyrir tæpum 8 árum haggaðist Sviss ekki.
Enda hafði flest í því landi gengið eins og úrvals klukkurnar, sem það er frægt fyrir. Sviss hafði staðið hlémegin við tvær heimsstyrjaldir og hinum, hvorum megin víglínunnar sem þeir stóðu það og það sinni, þótt gott að vita af túnbletti í virkisgarði mesta fjallgarðs álfunnar, þar sem fjármunir ættu öruggt skjól, jafnvel á mestu ólgutímum. Á þessu græddu báðir og ekki bara þeir heldur ekki síður Sviss.
Sviss var ekki spurult land í bankaviðskiptum og það taldi sér ekki koma við hvort fé væri vel eða illa fengið, enda er flókið að skera úr slíku með óyggjandi hætti. Það er fleira götótt en ostar, segja þeir í Sviss.
Margur einræðisherrann átti sinn sérstaka lífeyrissparnað í bankahvelfingum í luktum fylgsnum byggðum á sama grunni og hafði haldið uppi Alpafjöllunum, án þess að kikna.
Annars konar glæpaforingjar af öllum stærðum og gerðum áttu sín misstóru hólf á sama stað. Og það áttu líka heiðarlegir menn, héðan og þaðan, sem ekki voru endilega að plata skattstjórann sinn. Sumir þeirra hurfu úr heimi áður en þeir gátu vitjað sjóða sinna og vegna pukursins fóru reikningsnúmerin og leyniorðin iðulega með þeim í gröfina, hvort sem það voru steypuklumpar fyrir utan hafnarkjaftinn í New York, skrautlegir fjölskyldugrafreitir í Mónakó og Madrid eða lágt leiði í Fossvogi.
Svissneskir bankar voru því ekki einvörðungu fjármálastofanir heldur jafnframt eins konar munaðarleysingjahæli fyrir fé, sem hafði farið endanlega á mis við eiganda sinn. Það fé var því ekki án hirðis, eins og mun hafa verið til á Íslandi, ef marka má umræðu, sem þar fór fram og var ekki vitlausari en önnur.
Það er ekki svo lítil flís af stórbrotinni sögu, sem hvelfingarnar geyma, og ekki hefur mátt á milli sjá, hvort þær eða lyklapétrar þeirra, virðulegir og flinkir bankamenn, kunnu betur að varðveita leyndardóma. Það er helst á síðustu árum sem Bandaríkjunum, í krafti síns styrks og stöðu, sem sjálfskipuð alþjóðalögregla, þegar þeim þykir það eiga við, hefur tekist að reka fleyga hér og þar í þagnarmúrana.
Eftir sem áður hefur Sviss, sem fjármálamiðstöð, enn nokkra sérstöðu. Þar er stjórnarfar stöðugra en í nokkru öðru lýðræðisríki, ríkidæmi mikið og öflugur seðlabanki.
Þegar stjórnvöld í Bern og Seðlabanki Sviss tilkynntu, við upphaf evrukreppunnar, að þau myndu ekki leyfa vantrú á evrunni, með tilheyrandi flótta yfir í svissneska frankann, að hafa nema takmörkuð áhrif á gengi hans, var því trúað. Ekki einungis sem nýju neti, heldur fremur eins og nýjum reglum, sem Sankti Pétur hefði birt um opnunartíma Gullna hliðsins næstu5-10.000 árin.
En í vikunni dró Seðlabanki Sviss yfirlýsingu sína fyrirvaralaust til baka. Frankinn hækkaði um 30%. Kenningar peningafursta sem staðist höfðu í áratugi ef ekki aldir gufuðu upp. Jötungripið í fjármálaheiminum, límið óbilandi, hélt ekki.
Fjöldi gjaldmiðlakaupmanna er sagður kominn í þrot eða laskaður mjög. Stórar fúlgur hafa sveiflast handa á milli. Orðspor svissneska seðlabankans verður seint samt aftur, segja þeir sem best þekkja til. Markaðsbréf tóku miklar dýfur. En áfallið stóð þó skemur en ætla hefði mátt. Bréfin eru byrjuð að rétta dálítið úr kútnum aftur, þegar þetta er skrifað. Það er ekki hin venjulega ástæða: Þegar bréf taka mikla dýfu sjá áhættumenn kauptækifæri. Ástæðan fyrir batanum er önnur og þýðingarmeiri nú. Hún er sögð sú, að nú er að koma 22. janúar. Þá vona menn að Draghi seðlabankastjóri evrunnar standi loks við hálfkveðnar vísur upp í ótvíræð loforð að hann muni áður en illa fari ræsa prentvélar myntarinnar, svo um muni. Það er ekki rétt að segja að við þessa atburðarás séu bundnar vonir. Menn þykjast vissir í sinni sök. Þetta hljóti að gerast og þá muni peningar, sem koma hvergi frá, flæða í stríðum straumum um alla Evrópu til að kaupa pappíra sem eru lítils virði, en seljandinn þurfi samt engu að kvíða. Sem sagt heimatilbúin Himnaríkisparadísarsæla í boði hússins.
Þjóðverjar hafa hingað til ekki samþykkt að slík naglasúpa verði elduð í þeirra potti. En nú spá margir því að sú staðfesta sé við það að bresta.
Það er talið mjög fátítt að tvö af mestu eðaltrjám í hinum fágæta skógarlundi krosstrjáa bregðist með svo stuttu millibili. Það er hins vegar alvanalegt með önnur tré.
Seinna krosstréð sem virðist við það að bregðast er frú Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvorki meira né minna.
Það hafa allir þóst vita það lengi, að sullum bullum kokkamennska að hætti Marios Draghi sé eitur í beinum kanslarans og landa hennar flestra. En þrátt fyrir það og það, þótt sjálfur Stjórnarskrárdómstóll Þýskalands verði ekki skilinn öðruvísi en svo, að þýskum stjórnvöldum sé að stjórnarskrá með öllu óheimilt að standa að ákvörðunum sem knýja á í gegn um stjórn Seðlabanka evrunnar.
Allir vita nú, hvers vegna svissneska krosstréð, sem gert var úr sama eðalvið og krossbogi Williams Tells, brást í vikunni, svo brothljóðin heyrðust yfir Alpana þvera og endilanga, en hvorki bjöllukýr né bissnesmenn vildu trúa því sem þeir heyrðu. Krosstréð stóðst einfaldlega ekki lengur.
Þrýstingurinn var orðinn óbærilegur. Jafnvel fjárhirslur, sem búið var að moka í dag og nótt um aldir, gátu ekki andæft lengur.
En hvað ræður því, að veðbankar og braskarar hafa nú sannfærst um að hin máttuga Merkel sé að lenda í hinu sama og svissneski seðlabankinn?
Evruríkin eru í niðursveiflu, það blasir við öllum. Kreppan, sem hver »leiðtogafundurinn« af öðrum hefur sagt að væri búin, dýpkar sífellt. Hlutabréfamarkaðurinn, sem virtist vera að braggast aftur eftir svissneska áfallið, er ekki allur þar sem hann er séður. Hann hefur hlustað á loforð SE og Marios Draghis bankastjóra hans, sem sagði á miðju ári 2012 að bankinn myndi »gera það sem þyrfti« til að tryggja lok evrukreppunnar. Hvað eftir annað hefur Draghi sagt að hjálpræðið sem dygði væri nú rétt handan við hornið. En þegar svo er komið, að jafnvel þýski dráttarklárinn fer aðeins fetið, þegar hann á annað borð hreyfist, er ekkert handan við hornið lengur. Það verður ekki lengur komist hjá því að standa við stóru orðin. Markaðurinn er fyrir löngu búinn að »verðleggja« þessi loforð og færa þau inn í dálka sína, kredit-megin. Það er eitt af því fáa, sem eitthvað kveður að, sem færa hefur mátt þeim megin. Líði 22. janúar án þess að hljóð heyrist og síðan dynur frá prentvélunum, sem breyta skulu galtómi í gull, þá verður markaðurinn »að skila« þessum færslum til baka. Og hann á ekki fyrir þeim færslum. Og þá mun miklu meira fylgja í kjölfarið segir evrópska bankaelítan og það má í senn kenna ótta og ógnun í hreimnum.
Þremur dögum eftir hinn afdrifaríka 22. janúar eru svo grísku kosningarnar. Brussel bindur vonir við að með áróðursbarsmíðum og hótunum úr allri álfunni hafi tekist að hræða líftóruna úr grískum kjósendum, sem voru laskaðir fyrir. Þeir muni því áfram haltra hoknir undir oki AGS og ESB. Það er vel líklegt að svo kunni að fara.
En komi 22. janúar og fari hjá án þess að gulleggin gangi aftur af gervigæsinni í Frankfurt og ofan í körfur hinna gráðugu og mistæku, þá þarf naumast um að binda í Aþenu, segja hinir sérfróðu.
Angela Merkel eigi því ekki marga leiki í þeirri stöðu.
Kannski ekki neinn.
Hún sé sennilega fyrir löngu orðin skák og mát, þótt svo virðist sem svissneska skákklukkan sé enn að ganga á hana af heimsfrægri nákvæmni sinni.
»Who will tell her?« gæti Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, spurt á sinni ítölskuskotnu ensku.
»Perhaps Tell,« gætu þeir svarað úr seðlabankanum í Bern.
Fróðlegt verður að sjá hvernig Matteo vinnur úr því svari."
Því er haldið fram að stór hluti Sjálfstæðisflokkssin vilji ganga í Evrópusmabandið. Enginn virðist nenna því að reyna að telja þá saman sem flykkjast til funda við Benedikt. Ég man vel handauppréttingarnar á Landsfundinum fræga þar sem þetta mál var afgreitt. Miklu minna en 5 % Landsfundar voru í Evrópuhópnum sem ætlaða að stela fundinum á lævísan hátt.
Svo hlustar mður á tvo hagfræðinga í Útvarpi og annan þeirra doktor halda því fram að víð Íslendingar séum að loka á Evrópusmabandið með því að hætta viðræðunum þegar hið sanna er að Evrópusambandið sleit þeim á ómerkingina frá Íslandi sem höfðu ekkert sjávarútvegsumboð og sagðist ekki geta sýnt á spil sín við þær aðstæður.
Það eru því engar aðildarviðræður í gangi af hálfu viðsemjandans. En við höfum engan Vilhjálm Tell til að skjóta eplið af hausum hinna trúuðu. Það eru allir svo hræddir við að skotið fari framhjá. Óviljandi eða viljandi. Þessvegna bara látum við frekar dumma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.