Leita í fréttum mbl.is

Þórsvirkjun

er fyrirbrigði sem Agúst H. Bjarnason verkfræðingur hefur verið að skrifa um.

Af síðunni hans kemur þessi fróðleikur:

" Í pistlinum stendur "...við reisum álver og alla þá stóriðju sem okkur lystir á lóð Þórsvirkjunar...".  Hér skulum við staldra aðeins við, því við ætlum að útvíkka hugtakið "stóriðja":


Svona orkuver er að mörgu leyti líkt jarðvarmaorkuverum eins og við þekkjum þau. Í stað þess að nota gufu frá borholum notum við gufu sem búin er til með því að hita vatn með varmanum frá þóríumofni. Gufan er síðan leidd inn á hverfla svipuðum og í jarðgufuvirkjunum, og til að kæla eimsvalana þurfum við annað hvort kæliturna eða kaldan sjó í miklu magni. Í jarðvarmavirkjunum er nýtnin ekki meiri en 15% ef við horfum til raforkuframleiðslu eingöngu, en í Þóríumvirkjun gætum við náð a.m.k. tvöfaldri þeirri nýtni því við getum framleitt gufu með hærri þrýstingi. (Sjá umfjöllun hér um Carnot).

Ef þóríumorkuverið framleiðir t.d. 1000MW raforku, þá höfum við a.m.k. annað eins sem varmaorku, þ.e. sem heitt vatn. Sem sagt, ef við framleiðum 1000MW af rafmagni, þá fáum við "ókeypis" a.m.k. 1000MW af heitu vatni sem er gríðarlega verðmætt ef við getum nýtt það. 


Þessa varmaorku gætum við nýtt til að framleiða mikið magn af matvælum í gróðurhúsum og fiskeldistjörnum, og jafnvel jarðvegshituðum kartöflu- og kálgörðum. Við værum því ekki aðeins að framleiða ál og málma til útflutnings, heldur einnig matvæli til útflutnings í stórum stíl.  Grænmetið bindur koltvísýring úr andrúmsloftinu og vex þeim mun betur nú þegar styrkur þess hefur aukist á síðustu áratugum.

Auðvitað má ekki gleyma því að mikill virðisauki felst í því að fullvinna vörur úr áli, svo sem rafstrengi, álplötur, rör, prófíla og jafnvel vélahluti.  Með því að vinna magnesíum úr sjónum sem Þórsvirkjun stendur við, má framleiða magnesíum-álblöndu sem sameinar eiginleika stáls og áls (sbr. lokið á kókdósum)...

Allt skapar þetta vinnu og verðmæti...

Til að hámarka hagkvæmni er lykilatriðið að hafa allt á sama stað, orkuver og iðngarða, þannig að ekki sé þörf á háspennulínum og ekki þurfi að greiða fyrir orkuflutning.  Við þurfum ekki að binda okkur við 1000MW, gætum alveg eins miðað viðmiklu stærra orkuver, eða minna.  Jafnvel má reisa orkuverið í hæfilega stórum áföngum.

Auðvitað vitum við ekki hvað svona orkuver muni kosta nákvæmlega, en fyrsta skot er að það kosti svipað og jarðgufuvirkjun, með borholum og gufuveitu, af svipaðri stærð. Síðan má ekki gleyma eldsneytiskostnaðinum. Þar sem flutningskostnaður raforku fellur niður verður orkan sem notuð verður innan lóðar tiltölulega ódýr, ef til vill ódýrari en orka frá fallvötnum eða jarðgufu komin um háspennulínur til iðjuversins.  

Sem sagt, þetta eru bara hugmyndir sem sýna hvað dugleg og hugmyndarík þjóð getur hæglega gert í framtíðinni til að afla sér vinnu og gjaldeyris, með lágmarks áhrifum á umhverfið.



Orð eru til alls fyrst..."

Er þetta ekki stórkostleg framtíðarsýn? Engin umhverfisspjöll eins og Kárhnjúkavirkjun. Ómar Ragnarsson verður áreiðanlega stórhrifinn af þessu og gerir margar stiklur um málið.

10,000 Mw ósýnileg virkjun á Skeiðarársandi eða Mýrdalssandi, helst utan gosbeltisisn, með fjarvarmaveitu í allar áttir. Endalaus orka um sæstreng. Tóm hamingja og ánægja. jafnvel VG getur ekki verið á móti. 

Þórsvirkjun er næsta þruma. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Frændi,

Þessi tveggja ára gamli pistill var skrifaður í smá hálfkæringi, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Þóríum er framtíðin.

Ágúst H Bjarnason, 26.1.2015 kl. 22:18

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju ekki? Erum við svo hræddir við umhverfisfasistana sem tengja kjarnorku við Tsjernobyl eða Fukujama

Halldór Jónsson, 26.1.2015 kl. 22:50

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Í hálfkæringi" segir Ágúst. Ég bloggaði um Þóríum fyrir nokkrum árum og þar liggur hugsanlega hluti af lausn orkuvanda mannkyns. 

Ómar Ragnarsson, 27.1.2015 kl. 07:10

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó fyrir þér Ómar. Það þarf nokkurt áræði til að stinga upp á kjarnorkuverum fyrir Ísland.Nómenklatúran og umhverfisliðið í VG er líklega ekki ginkeypt fyrir slíkum umræðum.

Halldór Jónsson, 27.1.2015 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband