Leita í fréttum mbl.is

Gjör rétt, þol ei órétt!

er gamalt kjörorð Sjálfstæðismanna em oft var vitnað til á fjölmennum fundi Sjálfstæðismanna i Kópavogi í dag.

Málfundafélagið Óðinn í Reykjavík var svo tillitsamt við Sjálfstæðisfélag Kópavogs að auglýsa fund með formanni flokksins á sama tíma og sagði í auglýsingunni að hann væri haldinn í samvinnu við fulltrúaráðin í Suðvesturkjördæmi. Þetta í tilviki Kópavogs er í besta falli alrangt.Í Kópavogi hafa verið fastir vikulegir fundir kl 10-12 á laugardögum svo árum skiptir. Það er eins og giftuleysi Sjálfstæðisflokksin útá við sé ekki nóg eitt og sér heldur þarf að bæta við það innávið með svona uppákomum. Vonandi hefur fundurinn hjá Óðni verið góður og fjölsóttur líka, því fátt er flokknum okkar nauðsynlegra en að efla félagsstarfið til að undirbúa nýja sókn.

Víglundur flutti ítarlegt erindi um þær misgerðir sem síðasta ríkisstjórn olli á þjóðarhag með því að misfara með stjórnvaldsúrskurði Fjármálaeftirlitsins um stofnefnahag nýju bankanna. Það var gert með því Steingrímur J. þurrkaði út allar löglega metnar niðurfærslur FME á skuldum fyrirtækja og einstaklinga.  Mat FME var að upphæð þessara útistandandi krafna bankanna væri 2500 milljarðar. Endurmat DeLoitte hefði lækkað þetta mat í 2200 millljarða. Þessu  afskrifaða mati hefði Steingrímur J. Sigfússon snúið við og strikað á ólögmætan hátt og án laga-og valdsheimilda allar niðurfærslur út og afhent lánin á fullu verði sem eignir bankanna til hrægammasjóðanna sem stofnefnahag nýju bankanna Íslandsbanka og Arionbanka. Líklega nær 400 milljarða hækkun skuldaranna.Þarna hefði líka farið forgörðum gott tækifæri til að stokka upp bankakerfið sem væri og stórt og óhagkvæmt.

Sem þeir hrægammar gripu fegnins hendi og innheimta þetta að fullu í þessum bönkum sem þessi sami Steingrímur Jóhann gaf þeim löglaust til eignar og umráða. Svipað var farið með Landsbankann sem er þó sérkapítuli og er enn í eigu ríkisins.

Allt þetta segir Víglundur vera stórfellt misferli og lögleusar athafnir hjá Steingrími sem eigi ekki að fá að liggja í láginni.Því menn eigi að gjöra rétt og ekki þola órétt. Víglundur vakti athygli á því að helstu vitorðsmenn og meðgerendur Steingríms J.í þessum verkum öllum væru háttsettir ennþá í kerfinu og einir fjórir væru að störfum inni á gafli í Fjármálaráðuneytinu hjá formanni Sjálfstæðisflokksins. Fannst ýmsum fundarmönnum þetta vera kynlegar fréttir.

Þessi mál eru svo flókin og margslungin að erfitt verður að greiða úr þeim til fulls. En þau eru ekki fyrnd þó að kerfið og stuðningsmenn Steingríms reyni hvað þeir geti til að gera Víglund tortryggilegan. Láta að því liggja að hann eigi skilið að fara í tugthús fyrir að rjúfa bankaleynd með því að birta leyiniskýrslur sem sanna hans mál. Víglundur bauð þá velkomna að kæra sig því þá myndu þeir fyrst sanna hans mál.

Líflegar umræður urðu að erindi Víglundar loknu. Sá sem hér skrifar er búinn að þekkja Víglund í mannsaldur og veit að hann er bæði glöggskyggn og málafylgjumaður mikill. Rök Víglundar virðast honum standast skoðun og Víglundur fullyrðir í framhaldi af öllum hinum meintu myrkraverkum Steingríms J. Sigfússonar í bankamálunum hafi kreppan hjá íslensku þjóðinni framlengst um mörg ár og standi enn yfir með gjaldeyrishöftum og doða í atvinnulífinu löngu eftir að henni hefði annars verið lokið.

Saga Steingríms J. Sigfússonar er orðin ótrúlega viðburðarík eftir ekki lengri dvöl í valdastólum. Ef ekki nema brot af öllu því sem á hann er borið væri rétt myndi það duga honum til mikillar fordæmingar margra. Enda er slóðin orðin löng sem er vörðuð Icesave I,II og III, Sparisjóður Keflavíkur, BYR, Sjóvá, Verðbréfastofan, Saga Capital, Íslandsbanki, Arionbanki, Landsbankinn og sjálfsagt margt annað. Víglundur velti fyrir sér hvað hefði skeð í Grikklandi hefi Steingrímur farið þangað líka eins og hann hótaði landsmönnum.

Er þessi maður Steingrímur Jóhann ekki farinn að verðskulda nafnbótina "hinn dýri" eins og húmoristinn hann Guðmundur dýri heitinn sem brenndi Önund inni á Sturlungaöld. Liggja ekki eftir okkar dýra mann brunarústir íslenskra heimila og fyrirtækja sem lengi verður til jafnað? Sjálfum bregður Steingrími ekki hið minnsta en kveðst hafa bjargað þjóðinni á örlagastundu. Víglundur velti upp þeim möguleika að hugsanlega vissi hann bara ekki betur?

Víglundur Þorsteinsson á virðingu skilið fyrir þá miklu elju sem  hann hefur sýnt í málafylgju sinni. Hann sagði sér ekki bera hefndarhugur til heldur vildi hann að menn gerðu rétt en þyldu eigi órétt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3421168

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband