Leita í fréttum mbl.is

Herra Jón Gnarr

dreymir stóra drauma um alþjóðlegt Friðarsetur í Reykjavík.

Hann skrifar í Fréttablaðið í gær eftirfarandi:

"Ísland hefur alla burði til að verða leiðandi í friðar- og mannréttindamálum á heimsvísu. Og án hroka, yfirlætis eða stjórnsemi. Og það mun auka enn frekar þau lífsgæði sem við búum við. Og við höfum margt að byggja á. Höfði er gott dæmi. Hann er ekki bara gamalt timburhús í Borgartúni heldur táknmynd, eins og Berlínarmúrinn, fyrir endalok einhvers heimskulegasta stríðs allra tíma; kalda stríðsins. Setjum Höfða í hásæti.

 Friðarsúlan í Viðey er annað dæmi,stórkostlegt listaverk á heimsmælikvarða. Tendrun friðarsúlunnar vekur alltaf meiri og meiri athygli og gestum fjölgar. Gerum hana að árlegum heimsviðburði. Og fyrir þá sem deila ekki húmanískum hippahugsjónum mínum vil ég benda á að það eru sóknarfæri í friði. Peningar ogtækifæri. Gerum Reykjavík að miðstöð leiðtogafunda og friðarráðstefna. Eflum skilning og meðvitund um frið og mannréttindi okkur sjálfum og öðrum til heilla.

 

Ímyndum okkur að þegar fólk framtíðarinnar heyrir John Lennon syngja Imagine þá hugsi það um frið og mannkærleika og verði ósjálfrátt hugsað til Íslands. Erum við ekki alveg að tengja?"

Hvernig rímar þetta við þá viðleitni Herra Jón Gnarrs að styðja Dag Bé í því starfi að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll? Getur ekki verið að hinir alþjóðlegu friðarpostular muni koma hingað á einkaflugvélum? Ef svo er, er þá ekki auðveldara að hafa Friðarsetrið í Keflavík? Flytja Friðarsúluna þangað? Og Höfðahúsið líka?

Herra Jón Gnarr gerði vel í að skýra mál sitt ögn betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað er HALLGRÍMSKIRKJA annað en friðarsúla?

Hvað eru prestar þjóðkirkjunnar að gera annað alla daga en að minna heimsbyggðina á BOÐORÐIN 10?

Þurfum við að finna upp hjólið aftur með endalausum nýjum friðarsetrum?

Jón Þórhallsson, 1.2.2015 kl. 13:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

En prestar Íslands skrifa ekki í dagblöð,um að Ísland hafi alla burði til að vera leiðandi í friðar og mannréttindamálum á heimsvísu, herra Jón.--Nafni þinn hefur þessa sýn og það merkilegasta það á að takast án hroka,yfirlætis eða stjórnsemi.Öðru vísi mér áður brá. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2015 kl. 16:16

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gleymum ekki því, að herra Jón Gnarr, er leikari, og þar

af leiðandi, sem leikari, þarf hann einhvern til að

stjórna sér og sýnum athöfnum, til þess að sýnast sem

trúverðugur "Borgarstjóri".

Allt í stjórnun "DagsB"

Herra "Jón Gnarr" hefur ekkert til, sem til þarf, til að

vera fulltrúi eins né neins, vegna þessarar hömlunar sem

hrjáir hann sem leikara. Hann þarf stjórnun.

Enda vanur því.

Öðruvísi getur hans karakter ekki virkað.

Hugsið ykkur hann sem forseta..??

Hver myndi stjórna honum þá..???

Hans tími kom og fór jafnhratt og ísbjörnin

í húsdýragarðinum, sem n.b. aldrei kom.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.2.2015 kl. 20:02

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Herra Halldór Jónsson,  þú getur skrautað Jón fyrrverandi borgarstjóra með því að titla hann herra.   En hvers herra er þessi óvinur Reykjavíkur númer eitt nema Dags.

Hrólfur Þ Hraundal, 1.2.2015 kl. 20:13

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Verðum við ekki að venja okkr við Herra Gnarr og æfa okkur.

Annars hef ég heyrt hann flytja ræðu og hún var ekkert vitlausari en margar aðrar.En um flugvöllinn hef ég ekki heyrt hann segja annað en að hann hafi aldrei flutt flugvöll og þurfi því að læra það. DagurBé  hefur tekið af honum margt ómakið. 

Halldór Jónsson, 1.2.2015 kl. 21:42

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þinn herra studdi Dag á lappirnar þá hann hafði tapað og var með allt niður um sig og ræktaði á hann gras handa bjánum.  

Hrólfur Þ Hraundal, 1.2.2015 kl. 22:46

7 Smámynd: Pétur Kristinsson

Tók einmitt eftir þessum kjánaskap út í Barcelona. Lenti þar á flugvellinum og þurfti að þola 40 mínútna ferðalag til miðbæjarins þar sem ég átti gistingu. Hugsaði með mér hvers konar bjánar byggðu þessa borg? Enginn flugvöllur við hliðina á Gaudi garðinum eða Nou camp. Fer þangað aldrei aftur.

Erum við ekki komnir aðeins og langt fram úr okkur í vandamála tilbúningnum Halldór?

Pétur Kristinsson, 1.2.2015 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband