Leita í fréttum mbl.is

"Eitt orð af viti"

sagði Þórhallur verkfræðingur vinur minn í veiðitúrnum : "Skál" . Það er alltaf hressandi þegar einhver kemur með eitthvað vitrænt í umræðuna þegar menn eru að tapa sér við eigið ágæti.

 

Maður er búínn að hlusta með andagt á forystumenn hinna mörgu launþegasamtaka tala um óhjákvæmileika 50 % taxtahækkana eftir læknasamningana sem ríkið gerði. Satt að segja var ég búinn að búa mig undir að gefast upp og hætta að hugsa um þetta þegar kemur grein í Mrgunblaðinu á laugardaginn eftir Björn Sveinbjörnsson formann Starfsgreinasambandsins sem fyllir mann von um að ekki sé útilokað að gera eitthvað skynsamlegt.

Þessi rödd á sannarlega rétt á að heyrast í allri þessari umræðu þar sem hún er bæði skynsamleg og yfirveguð:(Bloggari feitletrar að vild sinni)

"Þann 2. febrúar 1990 undirrituðu launafólk og atvinnurekendur heildarkjarasamning til 18 mánaða. Samningnum var ætlað að ná verðbólgu hratt niður - en hún hafði verið 21% árið 1989 - og tryggja atvinnuöryggi. Æ síðan hefur þessi samningur gengið undir nafninu þjóðarsátt um kjaramál.

 

 

 

Staðan á vinnumarkaði er gerbreytt á 25 ára afmæli þjóðarsáttarsamningsins. Hér er minni verðbólga en sést hefur um árabil og jafnvel verðhjöðnun. Hins vegar hefur launamunur í landinu aukist jafnt og þétt. Margir hópar á vinnumarkaði krefjast því verulegrar launaleiðréttingar og launahækkunar og horfa m.a. til nýlegra samninga við kennara og lækna.

 

Talsmenn atvinnurekenda segja að ekkert svigrúm sé til slíkra breytinga; allt fari á hvínandi kúpuna og verðbólgan æði aftur af stað verði launahækkanir ekki með hóflegasta móti. Þessi sultarsöngur atvinnurekenda er gamalkunnur, enda kyrjaður hástöfum í hvert einasta sinn sem launafólk sest að samningaborðinu.

 

 

Starfsgreinasamband Íslands hefur sett fram sanngjarna og skýra kröfu í aðdraganda kjaraviðræðna. Sambandið leggur megináherslu á að lægstu laun hækki verulega frá því sem nú er, þannig að þau verði ekki lengur undir framfærslu- og jafnvel fátæktarmörkum, eins og raunin er nú. Jafnframt á að horfa á krónutöluhækkun launa almennt en ekki prósentuhækkun, eins og því miður hefur verið gert allt of lengi. Það er engin sanngirni í því að sá sem er með 800 þúsund krónur í laun á mánuði hækki um 240 þúsund krónur í launum við 30% launahækkun en sá sem er með 200 þúsund krónur í mánaðarlaun hækki um 60 þúsund krónur. Það liggur í augum uppi.

 

 

Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hann styðji hugmyndina um krónutöluhækkun launa. Ég fagna því. Ég vona jafnframt að samningsaðilar geti sæst á umtalsverða hækkun lægstu launa og raunsæja krónutöluhækkun hópa sem eru ofar í launastiganum.

 

Hugmynd um nýja þjóðarsátt hefur verið reifuð víða síðustu ár en til þess að svo megi verða þarf margt að koma til. Mikilvægt skref í þá átt er sátt um hækkun taxtalauna í samræmi við kröfur Starfsgreinasambandsins. Lykilatriðin eru tekjujöfnun í gegnum kjarasamninga og skattkerfið og efling velferðarkerfisins. Einungis þannig verður ný þjóðarsátt 25 árum síðar raunhæf."

 

Maður beinínis öðlast von við að lesa svona viðhorf eftir að hafa hlustað á margt miður raunhæft undanfarið. Það væri í rauninni sorglegt ef þjóðin ætlar ekki að nýta sér þau tækifæri sem við blasa til hagsbóta fyrir lífskjör þeirra sem bágust hafa kjörin en missa ekki verðbólgudrauginn úr flöskunni. Við vitum það öll að þær kjarabætur eru bestar þegar við fáum meira fyrir krónuna okkar á morgun heldur en í dag. Þegar við getum séð launin okkar vaxa að raunverulegum kaupmætti. Getum séð verðlagið lækka og krónunum okkar raunverulega fjölga.

 

Mikil væri sú gæfa ef þjóðinni auðnaðist að feta þá leið sem Björn Sveinbjörnsson bendir okkur á. Það var sannarlega kominn tími til að einhver segði "eitt orð af viti" í þessum kjarasamningatúr.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband