Leita í fréttum mbl.is

Vegbrýrnar í Flóríðu

eru alveg heillandi að mínu viti. Þær eru fallegar og stílhreinar og allar eins. Ef það á að byggja brú yfir 12 akreinar eða bara 6  þá er brúin mikið til eins. Bara mismunandi löng. Burðarbitarnir eru grænir, súlur og undirstöður gular,og veggir gulir og munstraðir. Allt saman forsteypt. Virðist bara vera snðið niður í metravís og ekkert meira með það.

Þegar við á Íslandi byggjum brú, þá er fyrst hringt í fokdýran arkitekt. Svo er byrjað á umhverfismati og breytingum á aðal-og deiliskipulögum með svo og svo löngum andmælarétti, svo þarf áfrýjunarefnd skipulagsmála að stimpla,biskupinn að blessa og gott ef ekki jafnréttisnefnd um launajöfnuð líka. Svo  er handvalin verkfræðistofu úr gæludýraflokknum og svo er byrjað að hanna nógu spes og einstakt mannvirki með ótal tilbrigðum í undirstöðunum. Helst úr hreinu ryðfríu stáli eða öðrum ámóta dýrindum.

Allt saman auðvitað rándýrt með nógu lítilli steypu og þess meira af strekkistáli svo að þetta minnismerki um slánkleika ur Eurocode og Finite Element forritunum fínu standi helst um alla eilífð. Hvað með það  þó að titringur sé jafnvel svipaður og í þöndum píanóvír og brúin dúi ef einhver nennir að hossa sér til þess að ná eigintíðninni og fá fram góðar sveiflur.

Ef Kaninn ætlar að byggja brú þá er hún greinilega pöntuð í metravís og er komin upp áður menn líta við.

Þannig er Kaninn skipulagður og skynsamur í flestu nema kannski í utanríkispólitík, þar sem margir al-amerískir sveitastrákar leggja línur fyrir fólk í Langtburtistan sem hvorki skilur lýðræði, mannréttindi eða virðingu fyrir lífinu. En það er önnur saga.

Umferðin streymir hér dag og nótt eins og stórfljót eftir stórkoslegu vegakerfinu og maður sér varla árekstra.Bensínið og bílarnir kosta íslenska verðið deilt með pí. Enda skilur Kaninn að efnahagslífið hvilir á samgöngum og ferðatíma. Maður sér einn og einn hjóla á götunum en fátítt er það. Harleyinn er hinsvegar algengur þar sem farvindurinn flaxar hári og skeggi í fullkomnu hjálmlausu frelsi,

Vegbrýrnar í Flóríðu eru heillandi, stílhreinar  og fallegar á að líta. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband