Leita í fréttum mbl.is

Machiavelli

er frægastur fyrir að skilgreina slóttuga stjórnmálamenn og þau meðöl sem þeir beita. Klækjastjórnmálamenn eru slíkir oft nefndir.

Án þess að það komi mér beinlínis við sem Kópavogsbúa, nema vegna framtíðar Reykjavíkurflugvallar sem er eign allra landsmanna, þá horfi ég samt iðullega yfir lækinn. Ég er enda fæddur í Reykjavík og bjó þar til þrítugsaldurs. Reykjavík verður því alltaf hluti af manni og einhvernveginn finnst manni það skipta máli hvernig mál þróast þar.

Reykjavík var enda eitt sinn flaggskip Sjálfstæðisflokksins míns. Þar hafði flokkurinn  löngum forystu sem allt landið leit til með einum eða öðrum hætti. Svo breyttist þetta allt þegar R-listinn kom tilsögunnar undir forystu klækjastjórnmálamannsins Ingibjargar Sólrúnar og undir verndarvæng Alfreðs Þorsteinssonar.

Með Ingibjörgu Sólrúnu hófst það hnignunarskeið Reykjavíkur sem enn stendur. Gatnakerfið drabbast niður, sóðaskapur hefur stóraukist á opnum svæðum, sífellt fleiri ágreiningsmál koma upp og deilur verða heiftúðugri eftir því sem vinstra slegtið beitir sífellt meira ofbeldi og yfirgangi jafnaðarmennskunnar fremur en samræðum og málamiðlunum.Það er eins og fruntagangur og barsmíðar séu stíll meirihlutanna í Reykjavík allar götur síðan enda hefur æ færra af hæfu fólki raðast í Borgarstjórn með árunum. 

Núverandi Borgastjóri finnst mér þó taka flestum öðrum forverum sínum fram hvað Machiavellskan stíl áhrærir.

Sem fremsta dæmi fannst mér magnað hvernig hann Dagur Bé. breytti sjálfur fyrirkomulagi á flutningum fatlaðra. Ekkert var hlustað á aðvaranir fagmanna. Síðan komu þverbrestir í ljós sem hann sjálfur hafði sópað til hliðar sem ómarktækum aðvörunum og keyrt áfram sinn vilja eins og hann er vanur. Svo þegar skandallinn var kominn í ljós þá sótti hann alla bæjarstjóra sem aðild áttu að þjónustunni, raðaði þeim upp á sakamannabekki og lét taka myndir af þeim eins og allt væri þeim að kenna en skýldi sér sjálfur sem mest baksviðs eins og Steingrímur J. að baki Dorritar á leið úr kirkjunni í hrunadansinum.

Svo sendi hann Bryndísi Haraldsdóttur úr Sjálfstæðisflokknum í sjónvarpið til að axla nærri grátandi ábyrgðina á því að týna fötluðu fólki og gleyma því klukkustundum saman í bílunum. Hann  skipaði svo Stefán fyrrum lögreglustjóra sem allir treysta  í neyðarstjórn yfir málaflokkinn til að friða aðstandendur týndra fatlaðra.

Ef þetta er ekki í stíl Prinsins hans Machiavellis þá kann ég ekki önnur dæmi betri. 

Fyrrum bæjarlögmaður lýsir stjórnunarstíl Dags Bé svo vel í opnu bréfi um framferðið gagnvart öldruðum á Þorragötu. En þar sem fruntaskapurinn er samur við sig og í engu hlustað á raddir þolenda heldur aftökusveitir sendar á vettvang sem vinna sín verk auðvitað án þess að Dagur Bé komi þar nokkursstaðar nærri.

Myndir eru birtar af hættulegum holum og brotnum bílum í malbikinu. Dagur Bé ekki í vandræðum með að skilgreina Reykvíkinga sem yfirmáta kröfuhart fólk sem manni bara verður skiljanlegt að í fyllstu sanngirni ætti bara að þegja og vera ekki með þetta rövl.

Allir þekkja aðferðir Dags Bé við þær skipulagsbreytingar sem leiða beint til lokunar Reykjavíkurflugvallar. Ósvífni og ruddaskapur ráðamanna í skipulagsmálum við völlinn er alger. Dag Bé. varðar nákæmlega ekkert um undirskriftir 70 þúsunda landsmanna.Íþróttafélag allra borgarbúa gerist hluthafi með byggingabröskurum í nýju einkahlutafélagi og selur arfleifð sína. Og séu ættartengsli skoðuð til viðbótar er hægt að skilja að hvernig þóknanlegar skýrslur um ný sjónarmið í áhættumati styrkja "rétt" sjónarmið og viðskptatengsli myndast meða réttra manna. 

Dagur Bé bjó til Rögnunefndina af því sem mér finnst af einskærum slóttugheitum sínum til þess losna við að þurfa að ræða flugvöllinn í kosningabaráttu  sinni og EssBjarnar. Settist auðvitað gersamlega óhæfur sjálfur i nefndina og samkvæmt lýsingum Mörtu B. Guðjónsdóttur veður hann þar yfir alla nefndarmenn þannig að borin von sé að eitthvað bitastætt muni þaðan koma í júni. Sem allir vissu raunar því nefndin leitar að því sem ekki er til og til viðbótar óframkvæmanlegt. Sorglegt aðhorfa upp á gott og grandvart fólk misnotað í svona klækjafléttu.

En í þeim áminnstu síðustu Borgarstjórnarkosningum voru þeir kumpánar EssBjörn og Dagur Bé þó kosnir frá. En Prinsinn lætur ekki deigann síga hvað sem á bjátar. Reykvíkingar slysuðusttil að kjósa inn Halldór Pírata sem þeir kumpánar Dagur Bé og EssBjörn gátu keypt fyrir lítið og tryggt sér áframahaldandi frið til illra verka sinna umhverfis Reykjavíkurflugvöll.

Nú er starfað í Reykjavík á fullu eftir kenningum Machiavelli að eyðingu Reykjavíkurflugvallar, þrengingu síversnandi gatnakerfisins þar sem hjólhestar eiga að leysa einkabílinn af hólmi í stíl 101 Reykjavíkur.

Machiavelli vissi greinilega hvað hann söng um klækjastjórnmál og græsku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Býsna gott yfirlit á stjórnunarháttum DB, SB og medreidarsveinum theirra. (Hvernig getur annars einhver heitid S. Björn?) Hjólhestafasismi, blómakerja og fuglahúsaskreytingar vítt og breytt um 101 ad ógleymdum ónýtum götumyndum vegna háhýsaóskapnadar verdur thad sem thessara kumpána verdur helst minnst fyrir. Yfirgengilegur fruntaháttur og sjálfumgledi er thetta kallad á mannamáli. Tekst meira ad segja ad týna fötludu fólki í óskapnadi eigin hugmynda um hve allt sem their leggja til, sé frábaert. Sorglegt, svo ekki sé meira sagt. Ekki thad ad thetta komi mér neitt vid heldur, enda bý ég ekki í  Reykjavík, illu heilli.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan, thadan sem Krían fer senn ad leggja í hann til Íslands. 

Halldór Egill Guðnason, 20.2.2015 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband