Leita í fréttum mbl.is

Hannes Hólmsteinn

Gizurarson ritar eftirfarandi á síðu sína:

"Það má vinkona mín, Kolbrún Bergþórsdóttir, eiga, að hún tekur góð viðtöl, ratar beint að kjarna máls. Um daginn tók hún viðtal við Harald Ólafsson veðurfræðing, sem ég þekki ekki, nema hvað ég hef auðvitað séð hann í sjónvarpinu eins og aðrir landsmenn. Hann var spurður um Evrópusambandið og svaraði:

Ég er algjörlega sannfærður um að það sé ógæfa að setja mikið vald í hendur fólks sem valið er af öðrum en þeim sem búa á Íslandi eða hafa sterk tengsl við íslenskt samfélag. Það fólk sem velur þá sem ráða í sambandinu er valið af fólki sem er kosið af öðru fólki sem nærri allt á það sameiginlegt að búa ekki á Íslandi og hafa engin tengsl hingað. Flest það fólk lætur sér í léttu rúmi liggja hvort Ísland sekkur eða flýtur.

Beint í mark! Sömu rök og Jón Sigurðsson forseti notaði í „Hugvekju til Íslendinga“ 1848 (ásamt skírskotun til sáttmálans 1262, en það er annað mál)."

Er þetta ekki punkturinn sem menn verða að velta fyrir sér? Af hverju á ég að treysta manninum í næsta húsi fyrir fyrir mínum peningum og öðru sem mig varðar frekar en sjálfum mér? Af hverju er hann svona miklu betur fær til að hugsa vel um mín mál heldur en ég og aðrir sem búum í mínu húsi? Erum við fyrirfram svona miklu heimskari en hann?

Hvers vegna er Dagur Bé að setja upp hverfaráð? Af hverju eru sveitarstjórnir heima hjá íbúunum? Getur fólk á Langanesi ekki stjórnað Kópavogi jafnvel og ég? Og þá öfugt? Til hvers er kjördæmaskiptingin? Er hún ekki betur komin í Brussel?

Mér finnst Hannes Hólmsteinn eiga þakkir skyldar fyrir að vekja athygli á þessum auðskildu orðum veðurfræðingsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held að ESB sé algjörlega sammála ykkur Hannesi Hólmsteini (tekið af Wikipedia): Nálægðarreglan er ein af grunnreglum Evrópusambandsins. Hefur hún það markmið að takmarka völd Evrópusambandsins og stofnana þess.[1]

Nálægðarreglan mælir fyrir um að Evrópusambandið geti eingöngu aðhafst í máli, sem fellur utan einkalögsögu þess (e. exclusive competence), ef hvert Evrópusambandsland eða svæði þess lands getur ekki á fullnægjandi máta náð þeim markmiðum sem stefnt er að. Vegna umfangs eða áhrifa málsins á Evrópusambandið sé sambandið því betur til þess fallið að koma að málinu. Með öðrum orðum þurfa tvö skilyrði að vera fyrir hendi: í fyrsta lagi nást markmið sambandsins ekki með atbeina einstakra ríkja og í öðru lagi nást markmiðin betur vegna umfangs þeirra eða áhrifa á Evrópusambandið.

Með Lissabonsáttmálanum var komið á fót ferli sem gerir þjóðþingum aðildarríkjanna kleift að koma á framfæri athugasemdum sínum telji þau lagafrumvarp framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins brjóta gegn reglunni.[2] Hvert þjóðþing hefur átta vikna frest frá því því var kynnt lagafrumvarpið til að koma athugasemdum sínum á framfæri. Ef athugasemd berst frá einhverju þjóðþingi fer í gang sérstakt ferli. Hvert þjóðþing aðildarríkjanna þarf þá að taka afstöðu til þess hvort það telji umrætt lagafrumvarp brjóta gegn nálægðarreglunni. Hefur hvert þjóðþing tvö atkvæði.[3] Ef einfaldur meirihluti þinganna greiðir atkvæði með því að lagafrumvarpið brjóti gegn nálægðarreglunni er framkvæmdastjórnin skyldug til að endurskoða afstöðu sína til þess hvort lagafrumvarpið samræmist nálægðarreglunni. Getur framkvæmdastjórnin tekið frumvarpið til baka, breytt því eða haldið því óbreyttu. Haldi hún lagafrumvarpinu óbreyttu þarf hún að rökstyðja mál sitt. Að lokum taka þá Ráðherraráðið og Evrópuþingið afstöðu til málsins. Ef 55% Ráðherraráðsins eða einfaldur meirihluti þingmanna Evrópuþingsins þeirrar skoðunar að lagafrumvarpið samræmist ekki nálægðarreglunni, er lagafrumvarpið úr sögunni.

Þá hefur Evrópudómstóllinn vald til að endurskoða ákvarðanir stofnana sambandsins með tilliti til nálægðarreglunnar.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.3.2015 kl. 16:35

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

"Nálægðarregla"? Ha ha ha ha ha!

Já, erhem ..... er einhver hér sem man ennþá eftir orðinu "Subsidiarity", danska: "nærhedsprincip", íslenska; "nálægðarregla"???

Þetta orð er nú loksins fundið og var síðast notað í þættinum Landinn hjá DDR-Ríkisútvarpinu þann 1. apríl 2012. Í gúlagsorðabók Evrópusambandsins er þetta orð númer 23258975815367 undir Losseplads-sáttmálanum sem þegar á 20 ára afmæli sáttmálans lá sem rústir einar og brotinn í spón. Þetta var þarna um DDRÚV-árið 2012 og önnur sovéska þáttagrein Landans heim frá Brusseli um gluggatjöldin í ESB. Nema að þetta hafi bara verið 1. apríl hjá DDRÚV.

Hægt væri að kalla þetta orðskrípi (þ.e. subsidiarity) fyrir "neyðarbremsur þjóðþinga" þeirra ólukkulegu landa sem logið var um borð í ESB-Titanic.

En hversu oft skyldu menn hafa togað í þessa svo kölluðu “neyðarbremsu” þjóðþinga ESB-landa með þeim árangri að ESB-lestin stöðvaðist? Hægt er að hugleiða þetta í nokkra daga á meðan Landinn í svartholi DDRÚV gerjast enn frekar og flýtur skattgreitt yfir Íslendinga með áróðri sínum.

    Jú. Í neyðarbremsu þessa höfðu þjóðþing aðildarlandanna þegar árið 2012 togað 117 sinnum í hana án þess að ESB-lestin stöðvaðist í svo mikið sem eina sekúndu, né hvað þá að hún hægði á sér. Frumverpi sovéskra eggja framkvæmdastjórnarinnar halda bara óstöðvandi áfram að rúlla inn á fangabúðaborð Evrópusambandsþingsins og gera þar með þá sem samþykktu sáttmálana að þeim fíflum sem þeir eru.

    Í öllum aðildarlöndunum kraumar nú reiði allt að mikils meirihlutans, sem aldrei var upplýstur um að verið væri að troða landi þeirra inn í nýtt Evrópusovétsamband. Því í aðildarlöndum sambandsins hefur aldrei nein upplýst umræða farið fram um þetta óskabarn elítunnar. Andstaðan frá upphafi leiðangurs þessa inn í svartnætti ESB-gjaldþrotsins, er að tryllast úr reiði. Svo mikið, að von er á byltingum og brjálsemi.

    Þakkir skal Haraldur veðurfræðingur hafa fyrir að koma réttum skilingi sínum á eðli Evrópusambandsins á framfæri við þá sem ennþá búa við af hafa heilabúskap sinn í lagi hér á landi. Og þakka þér Halldór fyrir að vekja athygli á þessu. 

    Kveðjur

    Gunnar Rögnvaldsson, 20.3.2015 kl. 22:26

    3 Smámynd: Halldór Jónsson

    Guðbjörn

    Já, allt er þetta svo fallegt á pappírunm. Hvernig var þessi nálægðarregl a að virka hjá Grikkjum þegar þeir eru í sinni bankakrísu og voru þvingaðir tilað selja Pireus til Kína m.a. af því að það lagaði kasastöðuna i bili við ESB. Nálægðarreglan, birtist hún í 50 % atvinnuleysiungs fólks? Nei, ég læt ekki selja mér snákaolíu án þess að kynna mér hana fyrst.  Gamal máltæki segir :Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það er ekkeert afturábak á ESB gírstönginni þó að svo sé sagt. Aðilda að ESB er hinsvegar risaskref og svo mikil breyting að ég tel að í rauninni væri ekki forsvaranlegt að fara þangað inn nema  aukinn meirihluti þjóðarinnar, ekki 49 /51 eins og hjá Samfylkingunni samþykki aðild. Það þyrfti margt að breytast til að það næðist fram.

    Gunnar, 

    Þú ert glöggur að vanda og flest rétt sem þú segir. Ég held að sú mikla ánægja sem Guðbjörn lýsir vegna regluverksins sem gerir svona margt fyrir marga eins og hann lýsir, hún sé ekki fyrir hendi í aðildarríkjunum. Það er líklegra að hún sjáist minnst á yfirborðinu þar sem umræðunni er stýrt víða af nómenklatúrum og rétthugsun

    Halldór Jónsson, 21.3.2015 kl. 12:20

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Halldór Jónsson
    Halldór Jónsson

    verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

    -ekki góður í neinu af þessu-

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (22.11.): 0
    • Sl. sólarhring: 4
    • Sl. viku: 37
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 31
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Eldri færslur

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband