Leita í fréttum mbl.is

Birgitta og Píratar

 

taka forystuna í stjórnarandstöðunni með því að bjóða gömlu flokkunum  að veita þeim leiðsögn í stjórnarskrármálum og aðildarviðræðum við Evrópusambandið. En þau mál brenna á þjóðinni heitast að fá að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum sem eru birtingarmynd beins lýðræðis sem andpóls bréfaskriftaráðherra þess helmings fjórflokksins sem nú situr Stjórnarráðið.

Viðtökur forystumannanna voru eins og við var að búast, taumlaus fögnuður yfir nýjum tækifærum. Einsatkvæðis formanninum í Samfylkingunni veitti greinilega ekki af styrkingu eftir að landsfundurinn gerði hann afturreka með olíuleitina á Drekasvæðinu sem hann samþykkti í síðustu ríkisstjórn ásamt lögunum sem við hann eru kennd og dæmdust síðan ólög samkvæmt stjórnarskrá auk þess að fella þjóðaratkvæðagreiðslutillögu  um aðildarviðræður að ESB meðan hann var ráherra í fyrri ríkisstjórn með Steingrími J.. Það er ekki seinna vænna fyrir hann að fá tækifæri til að taka málin upp að nýju ef kúvendingar geta búið tilnýja og traustverða stjórnmálamenn sem eru eitthvað annað en þeir sem við höfum haft með að burðast.

 Maður heyrði Katrínu Jakobsdóttur beinlínis brosa út að eyrum þegar þessi tíðindi voru borin undir hana, enda hlýtur að vera leiðinlegt til lengdar að hafa það eina hlutverk að fegra Steingrím J. Sigfússon og afreksverk hans í síðustu ríkisstjórn en hafa enga möguleika á að vinna  frægðarverk sjálfur eins og Alexander mikla fannst ungum gagnvart föður sínum Fillipusi sem honum fannst vera búinn að vinna allt sem vinna mátti eins og Steingrími þessum Jóhanni finnst enn í dag.

Pétur Gunnlaugsson á Sögu hlýtur að taka bakföll yfir þessum tíðindum og ganga til liðs við Birgittu hina nýju tölvufróðu þjóðarstjörnu og vinkonu Julian Assange, Snowden og Mannings.

Það eru hugsjónir Pírata sem heilla þessa þjóð, án þess að þær hafi verið tíundaðar sérstaklega. Þó svo að Jón Gnarr sé líklega búinn að sanna það fyrir okkur að það skiptir í sjálfu  sér engu hvað menn segja fyrir kosningar annað en að þeir ætli að svíkja það sem þeim hentar eftir þær, þá er hægt að bæta við.. Það er því skúffelsi við þessar aðstæður að Jón ætlar ekki í Forsetaframboð eins og menn höfðu haft fyrir satt.

 Þess í stað gæti hann hugsanlega orðið einskonar andlegur leiðtogi, nokkurskonar Dalai Lama,  í svona bandalagi á breiðum grundvelli þar sem Birgitta virtist varla getað áttað sig á eigin verðleikum þegar henni voru birtar staðreyndirnar um fylgi flokksins hennar. Það er því skiljanlegt að hún vilji breikka hugsjónasvið  sitt enn með innlimun gömlu vinstri flokkanna.

Birgitta, Píratar, Pétur á Sögu og hugsanlega Jón Gnarr líka eru hinir nýju tímar í íslenskum stjórnmálum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Tek undir með þér, Halldór, að það er ljótt stílbrot við þessar anarkistísku aðstæður, að elskulegur vinur fólksins, hinn kúnstnerinn Jón Gnarr, skuli nú ekki sjá sér fært að bjóða fram alræmda krafta sína til að verða "statsoverhoved" að Bessastöðum.  Það er ágætis komedíu, sem nú vindur fram í þjóðmálunum, og lýðskrumarar sem loddarar leika á als oddi.  Í upphafi komedíunnar varð hins vegar óvænt sá tragíski atburður, að formaður sameiningarflokks alþýðu var stunginn rýtingi í bakið á landsfundi sínum, en brandarinn er sá, að við tilræðið elnaði eigin atkvæðis formanni froðusnakkssóttin.

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 22.3.2015 kl. 13:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Myndi Birgitta bandalag með Samfó, VG og BF þá eru Píratar búnir að vera. Þetta gat ekki verið verri leikur taktískt séð.

Eina málið hennar er stjórnarskrármálið þar sem hún einblinir á þætti sem eru alger aukaatriði og ekki grunnurinn að þessum stjórnarskrársirkús.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Það sem Samfylkingunni og BF er efst í huga er að afnema þá fyrirvara á framsalsákvæðum í 8. Kafla 111.gr. nýju stjórnarskrárinnar. En einmitt þá fyrirvara gagnrýndi ESA í áliti sínu og vildi fyrirvarana burt. Öðruvísi verður ekki farið inn í sambandið og því lognaðist stjórnarskrármálið útaf.

http://stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/

forgangsatriði er þessi breyting stjórnarskrár og því mun allur spuni og lýðskrum um þjóðaratkvæði, sem nú lætur hæst, hverfa.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2015 kl. 13:54

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Píratar eru eins og hver önnur dægurfluga í pólitíkinni, og standa mér vitanlega ekki fyrir nokkurn skapaðan hlut í atvinnumálum og efnahagsmálum, en þegar kemur að kosningum eykst vægi slíkra mála í hugum fólks, og sagt er, að fólk kjósi með budduna sína í huga.  Það, sem veldur mér furðu, er, ef Katrín Jakobsdóttir ætlar að halda áfram að vera í slagtogi með þeim, sem setja á oddinn að breyta Stjórnarskránni, svo að taka megi aðildarviðræður upp og leiða þær til lykta, ef hér myndast einhvern tímann þingmeirihluti, sem er fús að afnema skilyrði Alþingis fyrir aðlögun að ESB. 

Nú hafa borizt ný tíðindi úr Sam-komedíunni, sem eru, að frú Sigríður Ingibjörg íhugi nú stöðu sína.  Hvernig sem allt veltur, telja þeir, sem utan við standa, að staðan "allt upp í loft" verði fyrir valinu hjá henni.

Bjarni Jónsson, 22.3.2015 kl. 17:42

4 Smámynd: Snorri Hansson

Orð sumra þingmanna að það sé bara frekja  af meirihluta þings og ríkisstjórn að þeir þikist ráða eitthvað meira en minníhlutinn.

 Ég held að áður en þeir halda áfram og ætla að fara að berja einhverjar breytingar í gegnum þingið ættu þeir að doka við og lesa hvernig  lýðræðið virkar hjá öðrum þjóðum.

 Það er óþarfi að finna upp ferköntuð hjól aftur

Snorri Hansson, 23.3.2015 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband