Leita í fréttum mbl.is

Airbus

er ekki Boeing. Airbus virðist detta úr loftinu oftar en Boeing.

Ég hlustaði á flugstjóra fyrir 3 dögum, sem flýgur enn sem slíkur 74 ára, lýsa því hvernig tölvukerfi Airbus getur tekið völdin af flugmanninum. Ef þú þarft að beita stjórntækjunm þannig að styrkleika  vængjanna verði ofboðið  tekur tölvan yfir og leyfir flugmanni þetta ekki. Mörg dæmi eru um að flugvélar hafi orðið ónýtar að neyðarbeitingu stýranna þó tekist hafi að lenda vélini, m.a. hérlendis. Flugstjórinn taldi að það vanti override takka í Airbus þar sem flugmaðurinn getur tekið völdin af tölvunni ef þarf að bjarga vélinni með nauðbeitingu stýranna. Allir flugmenn vilja hafa þennan möguleika.

Ég ætla ekki að fullyrða neitt um þennan síðasta harmleik heldur aðeins vitna í þennan reynda flugstjóra. Evrópusambandið er ekki Bandaríkin. Getur verið að regluverkið hjá ESB spili þarna inn í?

Ég veit það aðeins sjálfur að ég flýg frekar í  Boeing en Airbus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ekki rétt. Hér þær flugvélar sem hafa fæst slys per milljón flug:

    • 0.00 - Airbus A340

    • 0.05 - Embraer 170/190

    • 0.07 - Boeing 747-400

    • 0.08 - Airbus A320 (includes A318, A319, A321)

    • 0.08 - Boeing 737-600/700/800/900

    Jón Ragnarsson, 24.3.2015 kl. 13:29

    2 Smámynd: Halldór Jónsson

    Jón, það skiptir einhverju hversu margar vélar af hverri tegund fljuga

    Halldór Jónsson, 25.3.2015 kl. 03:53

    3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

    Sammála þér Halldór, ég hef einmitt tekið eftir því undanfarin ár, þegar um stór flugslys er að ræða, að þá er það Airbus þota sem á í hlut. - Mig langar ekki að fljúga í Airbus-þotu.

    Var að fylgjast með umræðunni í gær og í dag á Sky News og France 24. Þar kom fram að að þessi vél væri mjög tæknivædd/tölvuvædd- og örugg ... Mér leist ekki á þetta með tækni/tölvur varðandi vélina. Tölvukerfi eiga það til að klikka og jafnvel detta út. Það veit ekki á gott ef ekki er hægt að handfljúga flugvél svona yfirleitt, og hvað þá þegar tölvukerfið dettur út. 

    Þetta er spurning um hvort hönnun flugvéla og/eða hvernig þeim er stýrt, sé komin fram úr sjálfri sér.

    Talvan hjá manni frýs stundum, eða jafnvel hrynur, eins og sagt er. Þá þarf að endurræsa og jafnvel gera einhverjar ráðstafanir. Og sem betur fer, situr maður heima, á jörðu niðri. En það er of dýrkeypt að tölvutæknin taki alfarið yfir flugvélar, sem ekki er hægt að handstýra þegar kerfið hrynur.

    Ingibjörg Magnúsdóttir, 25.3.2015 kl. 22:02

    4 Smámynd: Jón Ragnarsson

    Þetta eru tölur á hverjar milljón mílur. Eftir flugslysið á þriðjudaginn dettur AirBus A320 niður í fimmta sæti:

    0.00 - Airbus A340

    0.05 - Embraer 170/190

    0.07 - Boeing 747-400

    0.08 - Boeing 737-600/700/800/900

    0.10 - Airbus A320 (includes A318, A319, A321)

    http://www.airsafe.com/events/models/rate_mod.htm

    Í þessu tiltekna flugslysi hefði það bjargað ef tölvurnar hefðu tekið yfir stjórn vélarinnar. 

    Jón Ragnarsson, 26.3.2015 kl. 17:03

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Halldór Jónsson
    Halldór Jónsson

    verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

    -ekki góður í neinu af þessu-

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (22.11.): 0
    • Sl. sólarhring: 4
    • Sl. viku: 37
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 31
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Eldri færslur

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband