Leita í fréttum mbl.is

Erlingur Alfreð Jónsson

gefur skýringu á stöðu bankanna sem virðist rökföst. Hann segir svo:

" Ríkið, eða réttara FME, tók aðeins yfir vald hluthafafundar þessara hlutafélaga sem ráku bankastarfsemi undir merkjum gömlu bankana, og hlutafélögin eru enn í rekstri. Ekkert hlutafé var tekið yfir, fyrnt eða þynnt út. Samkvæmt ákvörðunum FME frá októberbyrjun 2008 er hlutverk skilanefndar, nú slitastjórnar, að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi viðkomandi hlutafélags. Hlutaféð er enn til, hins vegar verðlaust sem stendur. Ríkið þjóðnýtti ekki Glitni, því kynnt hlutafjárframlag að upphæð 75 milljarðar var aldrei greitt, og enn síður eignaðist ríkið Kaupþing eða Landsbankann.

Ég hef spurt bæði FME og RSK hver vegna þessi hlutafjáreign er ekki forskráð á skattframtal, en svörin voru þunn."

Með batnandi hag bankanna ár frá ári er hlutaféið að ná verðgildi sínu aftur. Hvenær ætlar FME og ríkið að viðurkenna það? Það fór ekkert gjaldþrot fram sem hefði gert hlutaféið verðlaust.

Ég held að Erlingur Alfreð hafi lög að mæla hvað varðar hlutafé gömlu bankanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband