Leita í fréttum mbl.is

Vinstri hræsnararnir

á Alþingi mega yfirleitt varla vatni halda þegar þeir vitna um kærleika sinn til aldraðra, öryrkja, einstæðra mæðra og láglaunafólksins. Um samhengið milli orða og gjörða er lítið talað eins og menn komast fljótt að  með því að hlusta á Útvarp Sögu, þar sem Íhaldinu og einhverjum "fjórflokki"  eru sungnar bölbænir af "þjóðinni" seint og snemma.

Einn þáttur í gjörðum mannvina þessa vinstra fólks er að lepja upp allar tilskipanir Evrópusambandsins, gjarnan gera þær meira íþyngjandi en hægt er að komast af með,og velta þeim yfir á almenning. Og syngja svo þjóðsönginn um að "kíkja í pakkann" áður en fullveldið verður fullsvikið og heimta beint lýðræði með þjóðaratkvæði um að halda skuli áfram aðildarviðræðum við það Samband, sem var fyrir sitt leyti og Össurar búið að slíta þeim viðræðum í Brussel.

Svo segir í Staksteinum Morgunblaðsins:

"Sigríður Á. Andersen er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem ætlað er að leiðrétta mistök sem gerð voru með lagasetningu fyrir tveimur árum þegar lög um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum voru samþykkt.

 Í þessum lögum, sem komu til vegna tilskipunar ESB en eru meira íþyngjandi en tilskipunin gerir ráð fyrir, er kveðið á um að lágmarkshlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í eldsneyti í samgöngum verði 5% frá þessu ári.

Í frumvarpi Sigríðar, líkt og í tilskipun ESB, er gert ráð fyrir að þessi 5% mörk taki ekki gildi fyrr en árið 2020, og munar verulega um þennan frest. 

 Í fyrra töpuðust hundruð milljóna króna í erlendum gjaldeyri vegna þarflauss ákvæðis um 3,5% lágmark endurnýjanlegra orkugjafa og að óbreyttum lögum munu tapast nokkrir milljarðar í erlendum gjaldeyri til ársins 2020. 

Við þetta bætist að samkvæmt greinargerð frumvarps Sigríðar var tilskipunin líka innleidd of harkalega hvað varðar þýðingu rafbíla, en með breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu þurfa „aðeins“ 10% bílaflotans að ganga fyrir rafmagni til að uppfylla markmið tilskipunarinnar, en miðað við gildandi lög þyrftu 25% flotans að vera rafbílar. "

Það er ömurlegt til þess að vita að á Alþingi Íslendinga veljist beinlínis fólk sem reynir sífellt að klekkja á áður áminnstum minnihlutahópum með leti sinni og ómennsku í starfi þegar það nennir ekki að kynna sér það sem það er að samþykkja hvað þá að kynna sér afleiðingar afgreiðslunnar. (Og heimtar svo að við föllum fram og sýnum Alþingi virðingu án þess að gera kröfur til þess. Enda er það yfirleitt svo að sé borgað sendisveinakaup fyrir einhver störf þá færðu sendisveina. Hinir fara hugsanlega til Noregs.)

Svo er ástæða hugsanlega til að spyrja um fjárhagslegar tengingar flokka þessa fólks við fyrirtækin sem útvega þetta lífefnaeldsneyti.Þetta er "Big Business" 

Ef hér sæti Alþingi sem setti sér það verkefni að létta óþarfa álögum af fólki í stað þess að þyngja þær, þá myndi margt breytast.

Í stað þess kemur venjulega í hverjum kosningum nýr vinstri hræsnari í stað hins sem hættir.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband