Leita í fréttum mbl.is

Er þetta hægt?

Starfsmenn undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls samþykktu í gær boðun um vinnustöðvun. Verkfallið verður tvískipt, skv. upplýsingum Afls Starfsgreinafélags. Annars vegar frá hádegi 14. apríl og stendur það til 23.30 sama dag og hins vegar ótímabundið verkfall frá hádegi þann 21. apríl.

Alls voru 375 félagsmenn á kjörskrá, 159 greiddu atkvæði eða 42%. Já sögðu 151, eða 95% greiddra atkvæða, nei sögðu 5, eða 3%, og auðir seðlar voru 2 eða 2%

Í tilkynningu stéttarfélagsins kemur fram að verkfallið taki til fjölda starfa, m.a. við framleiðslu, viðhald, ræstingu, mötuneyti, hafnarvinnu og aðra þjónustu á og við verksmiðjuna svo og störf í vöruskemmu o.fl. Starfsmenn sem fara í verkfall vinna hjá átta undirverktökum ALCOA Fjarðaáls. „Alls hafa í þessari lotu verið haldnir fimm sáttafundir en án árangurs.

Félagið harmar að þurfa að grípa til svo umfangsmikilla aðgerða sem verkfallsboðun er – en þetta er nauðvörn launafólks sem vill fá kjarasamning og réttlátt hlutskipti. Samtök Atvinnulífsins hafa mætt kröfum okkar með fullkomnu tómlæti,“ segir í tilkynningunni."

Þetta er frétt í Morgunblaðinu.

Hafa menn velt því  fyrir sér úr eigin atvinnuþáttöku hvort 60 % vinnufélaganna hafi ekki verið betri starfsmenn heldur 40 %. Jafnframt því að 40 % vinnufélaganna voru yfirleitt neikvæðari en aðrir? Eða kannski 70/30 % eða 80/20 % eða 90/10%.? Muna menn ekki eftir sérlega neikvæðum starfsfélögum sem leið virkilega illa í vinnunni?

Er það óásættanleg krafa í ljósi alvarleika verfallsmála að sú krafa sé gerð að yfirgnæfandi meirihluti allra félagsmanna verði að taka afstöðu?

Er hægt að afgreiða svona mál af svona léttúð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór.

Þessi verkfallsboðun fyrir austan er af öðrum toga spunnin en hvort eitthvert hlutfall starfsmanna í fyrirtækjum sé alltaf óánægt.

Þarna er um að ræða þá stöðu að ALCOA hefur valið þá leið að manna sitt fyrirtæki með lágmarksmannskap og láta verktakafyrirtæki sjá um stórann hluta vinnunnar. Þetta er svo sem gott og gilt, en auðvitað vilja starfsmenn þessara verktaka fá svipuð laun og það fólk sem þeir vinna við hliðin á, oft sömu störf eða jafnvel erfiðari og sóðalegri.

Um það snýst sú vinnudeila sem þú vitnar í þarna.

Kannski einhverjum þyki þetta eðlilegt ástand, að menn sem vinna hlið við hlið, sömu störf á sama vinnustað séu á mismunandi launum, eftir því hver vinnuveytandinn er. Það er hins vegar ljóst að starfsfólk þessara verktaka er á öðru máli og lái þeim enginn.

Kveðja til Orlando, ef þú ert enn í sælunni þar, annars bara í Kópavoginn

Gunnar Heiðarsson, 2.4.2015 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband