Leita í fréttum mbl.is

Hvað ertu að kjósa?

þegar þú kýst Samfylkinguna?

Í grein Finns Magnússonar Lögmanns í Morgunblaðinu í dag stendur:

"..Á nýafstöðnum landsfundi Samfylkingarinnar var samþykkt ályktun sem bar yfirskriftina „Náttúran er lífsnauðsyn“.

Umrædd ályktun hefur vakið umtalsverða athygli þar sem hún felur í sér stefnubreytingu hjá Samfylkingunni í umhverfismálum. Í þessari grein verður þessi stefnubreyting gerð að umtalsefni og fjallað um það hvort hún kynni að hafa einhver áhrif í för með sér ef hún yrði síðar ríkjandi stefna íslenskra stjórnvalda varðandi olíuleit.

Í nefndri landsfundarályktun segir m.a.: „Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum, skapar hættu á mengunarslysum og umhverfisógn í grennd við fiskimið okkar og verðmæta strandlengju, og mundi skaða ímynd Íslands […].

Samfylkingin telur að mistök hafi verið gerð þegar leit var hleypt af stað á Drekasvæðinu. Nú þarf að vinda ofan af þeirri leit og vinnsluáformum og lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni.“

Ljóst má vera að landsfundarályktunin felur í sér grundvallarstefnubreytingu frá fyrri stefnu Samfylkingarinnar í þessum efnum, en fyrrverandi ráðherrar Samfylkingarinnar leituðust eftir því á sínum tíma að erlendir aðilar hæfu olíuleit á hinu svokallaða Drekasvæði.

Athygli vekur að í ályktuninni kemur fram að „[n]ú þurfi að vinda ofan af þeirri leit og vinnsluáformum“ en ekki er tiltekið hvernig það skuli gert.

Það kann að vera vandkvæðum bundið í framkvæmd þar sem líkur eru á því, að afturköllun fyrri stjórnvaldsákvarðana í andstöðu við réttmætar væntingar þeirra sem leita olíunnar, brjóti gegn íslenskum lögum og valdi þeim er vinna við olíuleit..."

Hverskonar endemis stjórnmálaflokkur er þessi Samfylking? Hvernig geta menn kosið svona skrípaflokk sem segir eitt í dag og framkvæmir og kúvendir svo á morgun sem getur gert alla milliríkjasamninga síðan ómerka og kallað á skaðabætur eins og lögmaðurinn rekur?

Þetta er ekki bjóðandi í stjórnmálum. Jafnvel þó að Jón Gnarr hafi lofað að svíkja öll kosningaloforð sín þá er ástæðulaust fyrir jafnvel Árna Pál að vera formaður í Samfylkingunni. Sigríður Ingibjörg er mun betur að því komin.

Hvað ertu eiginlega að gera á kjörstað og kjósa svona furðuflokk eins og Samfylkinguna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband