Leita í fréttum mbl.is

Lok byssumálsins

eru framundan með fullum sigri sérvitrasta hluta þjóðarainnar.

Í viðtali við Georg Lárusson forstjóra Landhelgisgæslunnar stendur þetta m.a.:

"....Víkur þá talinu næst að byssunum frá norska sjóhernum, sem deilt var um hvort hefðu verið gjöf eða ekki. Niðurstaðan var sú að byssunum yrði skilað og segir Georg það líklegast verða um miðjan maí næstkomandi.

„Ætli við sendum ekki út tilkynningu til fjölmiðla um það og gefum þeim kost á að fylgjast með flutningnum,“ segir hann og brosir. Hvernig sem að málum var staðið þá liggur fyrir að Landhelgisgæslan og lögreglan þurfa að endurnýja sinn vopnabúnað en elstu vopnin eru um 100 ára gömul og flest frá því í síðari heimsstyrjöldinni.

Við erum friðelskandi og herlaus þjóð og ætlum að vera það áfram. En við þurfum að eiga lágmarksbúnað, rétt eins og að á hverjum bóndabæ er að lágmarki til ein kindabyssa. Í þessum efnum höfum við ekki gengið lengra en svo að eiga nokkur vopn sem nágrannar okkar hafa aflagt. Í þessu tilfelli stóð okkur til boða búnaður hjá Norðmönnum sem við hugsuðum til að standa straum af viðhaldi og afföllum á næstu árum.

Í verkefnum okkar erlendis er því ekkert að leyna að við þurfum að hafa vopn og það eru mikil afföll á þeim, þau fara í sjóinn og skemmast við æfingar. Þó að þessi umræddu vopn fari úr landi verðum við ekki í neinni neyðarstöðu en við eigum hins vegar engan afgang og megum ekki við miklum áföllum,“ segir Georg, og bætir við að byssumálið hafi verið merkileg reynsla og Landhelgisgæslan lært mikið af henni.

„Fyrst og fremst kynntumst við því að við Íslendingar höfum ekki neinn þroska til að geta rætt um öryggismál af yfirvegun. Sama gildir um alla umræðu sem tengist varnar- og öryggismálum almennt. Ástæðan er mögulega sú að í okkar huga er það einhverra annarra að sjá um þau mál enda má líka segja að við séum alls ekki fær um að annast varnarmál ein og því erum við í varnarbandalagi með öðrum þjóðum.

Við þurfum eftir sem áður að hugsa um og ræða þessi mál, fylgjast með og huga að okkar eigin vegferð. Við þurfum líkt og heimili landsins að eiga plástur og búnað til fyrstu hjálpar, þó að Landspítalinn sé nálægur.“

"Kellingarnar" í umræðunni á Alþingi og annarsstaðar hafa sem sagt lagt sitt af mörkum til að íslenskir sjómenn eru varnarminni gagnvart glæpagengjum við skyldustörf á Miðjarðarhafi en vera þyrfti. 

Mér finnst sérstök ástæða til að staðnæmast við setningarnar:"Fyrst og fremst kynntumst við því að við Íslendingar höfum ekki neinn þroska til að geta rætt um öryggismál af yfirvegun. Sama gildir um alla umræðu sem tengist varnar- og öryggismálum almennt." Er ekki komið gott af þeim áhrifum sem kjaftavaðli er leyft að hafa áhrif á nauðsynleg störf valdstjórnarinnar hverju sinni? 

Lok byssumálsins eru með þvílíkum endemum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418426

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband