Leita í fréttum mbl.is

Stærsti flokkur þjóðarinnar

situr oftast hjá í atkvæðagreiðslum á Alþingi.

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hefur setið hjá í 66% atkvæðagreiðslna.Hann tekur bara upplýsta afstöðu segir hann. Vel ef hún er þá upplýst.

Verður ekki Alþingi því betra eins og lögreglan þegar það skiptir sér af fæstu? Passar á leiðindamál eins og skattahækkanir, náttúrupassa og svoddann trívíalítet.

Ef maður skiptir sér ekki af málum leysast þau ekki yfirleitt af sjálfu sér? Svo segir Murphy að minnsta kosti. Og er það ekki oft svoleiðis líka?

Er það ekki bara það sem þarf? Leyfa málum að þróast og renna sitt skeið. Vera ekki að æsa sig?

Stærsti flokkur þjóðarinnar veit hvað þarf til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Píratar þurfa ekki að bera ábyrgð áákvörðunum annarra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.4.2015 kl. 00:06

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkur þjóðarinnar. Og píratar eru einungis með 3 fulltrúa á þingi. Reyndar koma tæplega 11 % þingmála frá þessu tríói. það að 22% þjóðarinnar vilja kjósa þennan flokk í næstu kosningum segir annaðhvort það að þessum 22$ finnst hann bera af öðrum flokkum eða hinir flokkarnir séu ekki eftirsóknarverðir. Þú verður bara að velja svarið .

Jósef Smári Ásmundsson, 6.4.2015 kl. 08:50

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þingmenn eru kosnir til að hafa áhrif til handa umbjóðendum sínum, ekki bara sjáfum sér. Að þora ekki að taka afstöðu og sitja þar með hjá er ekki áhrifaríkt nema fyrir andstæðinganna. Að sitja hjá vegna þess að það er fyrir séð að atkvæði viðkomandi þingmanns nær ekki árangri það er ómerkilegt. Þing menn sem ekki styðja afstöðu sína með atkvæði eru kafbátar sem eingin veit hvert eru að fara.  

Hrólfur Þ Hraundal, 6.4.2015 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 3418425

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband